Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Heiðveig: „Ólýðræðislegt ofbeldi“

Heið­veig María Ein­ars­dótt­ir seg­ir vinnu­brögð kjör­stjórn­ar Sjó­manna­fé­lags­ins ósvíf­in. Fram­boði henn­ar til for­manns var hafn­að í gær. Ómögu­legt hafi ver­ið að fá upp­lýs­ing­ar frá nú­ver­andi for­ystu.

Heiðveig: „Ólýðræðislegt ofbeldi“

Heiðveig María Einarsdóttir, frambjóðandi til formennsku í Sjómannafélagi Íslands, segir vinnubrögð kjörstjórnar ósvífin. Í gær var framboði hennar hafnað af kjörstjórninni og framboðslisti stjórnarinnar sagður sjálfkjörinn.

„Niðurstaðan er algjörlega sláandi á svo hrikalega ósvífinn hátt að maður verður hugsi yfir vinnubrögðum kjörnefndarinnar,“ skrifar Heiðveig á Facebook. „Þegar lögfræðingur sem starfar hjá sömu stofu og rekur mál gegn mér fyrir hönd félagsins, fyrrverandi alþingismaður og samstarfsfélagi í stéttinni túlka lögin á þennan hátt spyr maður hvernig siðferðið hafi hingað til verið hjá þeim þegar þeir hafa sinnt sínu starfi?“

Framboði B-lista, sem Heiðveig fór fyrir, var hafnað af nokkrum ástæðum. Lista hafi aðeins verið skilað í stjórn og varastjórn, en ekki til stjórnar matsveinadeildar eða trúnaðarmannaráðs, eins og lög hafi kveðið á um. Þá sé Heiðveig ekki félagsmaður í Sjómannafélaginu og hafi ekki greitt í það síðastliðin þrjú ár. Loks hafi tilskyldum fjölda meðmælenda ekki verið náð.

Hún segir niðurstöðuna vera „ólýðræðislegt ofbeldi af allra allra verstu gerð“. Engar leiðbeiningar hafi verið í boði frá félaginu og ómögulegt hafi verið að lesa út úr lögum að framboðslista í stjórn matsveinadeildar eða trúnaðarmannaráðs hafi verið krafist. Þá liggi fyrir að félagsdómur muni úrskurða um kjörgengi hennar og furðar hún sig á því að ekki sé beðið þeirrar niðurstöðu.

„Að öllu leiti hefur verið stórkostlega erfitt að nálgast upplýsingar frá þeim sem halda um völdin í félaginu,“ skrifar Heiðveig. „Það er alveg á kristaltæru að framkoma og viðbrögð síðustu vikna benda til þess að það sé augljós vilji núverandi stjórnar að það verði enginn, sem ekki er handvalinn í stjórn, sem fái að komast í gögn félagsins.“

Hvetur hún þó sjómenn til að ganga ekki úr félaginu strax. „Markmiðið er enn að almennir félagsmenn fái tækifæri til að fjalla um þessi mál. Það eru almennir félagsmenn sem eru félagið. Við viljum að félagsmennirnir sjálfir fái að velja forystu og marka stefnu félagsins, en núverandi stjórn beitir öllum klækjum og brögðum til að halda ákvörðun um framtíð félagsins frá okkur öllum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu