Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Heiðveig: „Ólýðræðislegt ofbeldi“

Heið­veig María Ein­ars­dótt­ir seg­ir vinnu­brögð kjör­stjórn­ar Sjó­manna­fé­lags­ins ósvíf­in. Fram­boði henn­ar til for­manns var hafn­að í gær. Ómögu­legt hafi ver­ið að fá upp­lýs­ing­ar frá nú­ver­andi for­ystu.

Heiðveig: „Ólýðræðislegt ofbeldi“

Heiðveig María Einarsdóttir, frambjóðandi til formennsku í Sjómannafélagi Íslands, segir vinnubrögð kjörstjórnar ósvífin. Í gær var framboði hennar hafnað af kjörstjórninni og framboðslisti stjórnarinnar sagður sjálfkjörinn.

„Niðurstaðan er algjörlega sláandi á svo hrikalega ósvífinn hátt að maður verður hugsi yfir vinnubrögðum kjörnefndarinnar,“ skrifar Heiðveig á Facebook. „Þegar lögfræðingur sem starfar hjá sömu stofu og rekur mál gegn mér fyrir hönd félagsins, fyrrverandi alþingismaður og samstarfsfélagi í stéttinni túlka lögin á þennan hátt spyr maður hvernig siðferðið hafi hingað til verið hjá þeim þegar þeir hafa sinnt sínu starfi?“

Framboði B-lista, sem Heiðveig fór fyrir, var hafnað af nokkrum ástæðum. Lista hafi aðeins verið skilað í stjórn og varastjórn, en ekki til stjórnar matsveinadeildar eða trúnaðarmannaráðs, eins og lög hafi kveðið á um. Þá sé Heiðveig ekki félagsmaður í Sjómannafélaginu og hafi ekki greitt í það síðastliðin þrjú ár. Loks hafi tilskyldum fjölda meðmælenda ekki verið náð.

Hún segir niðurstöðuna vera „ólýðræðislegt ofbeldi af allra allra verstu gerð“. Engar leiðbeiningar hafi verið í boði frá félaginu og ómögulegt hafi verið að lesa út úr lögum að framboðslista í stjórn matsveinadeildar eða trúnaðarmannaráðs hafi verið krafist. Þá liggi fyrir að félagsdómur muni úrskurða um kjörgengi hennar og furðar hún sig á því að ekki sé beðið þeirrar niðurstöðu.

„Að öllu leiti hefur verið stórkostlega erfitt að nálgast upplýsingar frá þeim sem halda um völdin í félaginu,“ skrifar Heiðveig. „Það er alveg á kristaltæru að framkoma og viðbrögð síðustu vikna benda til þess að það sé augljós vilji núverandi stjórnar að það verði enginn, sem ekki er handvalinn í stjórn, sem fái að komast í gögn félagsins.“

Hvetur hún þó sjómenn til að ganga ekki úr félaginu strax. „Markmiðið er enn að almennir félagsmenn fái tækifæri til að fjalla um þessi mál. Það eru almennir félagsmenn sem eru félagið. Við viljum að félagsmennirnir sjálfir fái að velja forystu og marka stefnu félagsins, en núverandi stjórn beitir öllum klækjum og brögðum til að halda ákvörðun um framtíð félagsins frá okkur öllum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár