Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Heiðveig: „Ólýðræðislegt ofbeldi“

Heið­veig María Ein­ars­dótt­ir seg­ir vinnu­brögð kjör­stjórn­ar Sjó­manna­fé­lags­ins ósvíf­in. Fram­boði henn­ar til for­manns var hafn­að í gær. Ómögu­legt hafi ver­ið að fá upp­lýs­ing­ar frá nú­ver­andi for­ystu.

Heiðveig: „Ólýðræðislegt ofbeldi“

Heiðveig María Einarsdóttir, frambjóðandi til formennsku í Sjómannafélagi Íslands, segir vinnubrögð kjörstjórnar ósvífin. Í gær var framboði hennar hafnað af kjörstjórninni og framboðslisti stjórnarinnar sagður sjálfkjörinn.

„Niðurstaðan er algjörlega sláandi á svo hrikalega ósvífinn hátt að maður verður hugsi yfir vinnubrögðum kjörnefndarinnar,“ skrifar Heiðveig á Facebook. „Þegar lögfræðingur sem starfar hjá sömu stofu og rekur mál gegn mér fyrir hönd félagsins, fyrrverandi alþingismaður og samstarfsfélagi í stéttinni túlka lögin á þennan hátt spyr maður hvernig siðferðið hafi hingað til verið hjá þeim þegar þeir hafa sinnt sínu starfi?“

Framboði B-lista, sem Heiðveig fór fyrir, var hafnað af nokkrum ástæðum. Lista hafi aðeins verið skilað í stjórn og varastjórn, en ekki til stjórnar matsveinadeildar eða trúnaðarmannaráðs, eins og lög hafi kveðið á um. Þá sé Heiðveig ekki félagsmaður í Sjómannafélaginu og hafi ekki greitt í það síðastliðin þrjú ár. Loks hafi tilskyldum fjölda meðmælenda ekki verið náð.

Hún segir niðurstöðuna vera „ólýðræðislegt ofbeldi af allra allra verstu gerð“. Engar leiðbeiningar hafi verið í boði frá félaginu og ómögulegt hafi verið að lesa út úr lögum að framboðslista í stjórn matsveinadeildar eða trúnaðarmannaráðs hafi verið krafist. Þá liggi fyrir að félagsdómur muni úrskurða um kjörgengi hennar og furðar hún sig á því að ekki sé beðið þeirrar niðurstöðu.

„Að öllu leiti hefur verið stórkostlega erfitt að nálgast upplýsingar frá þeim sem halda um völdin í félaginu,“ skrifar Heiðveig. „Það er alveg á kristaltæru að framkoma og viðbrögð síðustu vikna benda til þess að það sé augljós vilji núverandi stjórnar að það verði enginn, sem ekki er handvalinn í stjórn, sem fái að komast í gögn félagsins.“

Hvetur hún þó sjómenn til að ganga ekki úr félaginu strax. „Markmiðið er enn að almennir félagsmenn fái tækifæri til að fjalla um þessi mál. Það eru almennir félagsmenn sem eru félagið. Við viljum að félagsmennirnir sjálfir fái að velja forystu og marka stefnu félagsins, en núverandi stjórn beitir öllum klækjum og brögðum til að halda ákvörðun um framtíð félagsins frá okkur öllum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár