Sjómannafélag Íslands fékk Hall Hallsson, rithöfund og fyrrverandi fjölmiðlamann, til þess að sjá um árlegan upplýsingabækling félagsins. Hann sá alfarið um verkefnið þar til fyrir tveimur árum þegar útgáfa bæklingsins var stöðvuð vegna annars kostnaðar félagsins í tengslum við verkföll sjómanna. Þetta kemur fram í svörum Halls við fyrirspurn Stundarinnar.
Hallur segist hafa fengið 1,2 milljónir króna fyrir skrif bæklingsins. Hann svarar því hins vegar ekki hvort hann hafi fengið þessa upphæð greidda fyrir skrif hvers bæklings fyrir sig eða skrif þeirra allra. Stundin greindi frá því á dögunum að Hallur hefði fengið alls þrettán milljónir króna á árunum 2013–2015 fyrir að skrifa sögu Sjómannafélags Íslands. Í ársreikningi Sjómannafélags Íslands fyrir árið 2015 kemur fram að félagið hafi greitt rúmlega 22 milljónir króna fyrir „ritstörf“ á árunum 2014 og 2015.
Hallur gefur ekki upp hvort hann …
Athugasemdir