Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sjómannafélagið greiddi Halli 1,2 milljónir króna fyrir bækling

Hall­ur Halls­son fékk 1,2 millj­ón­ir króna frá Sjó­manna­fé­lagi Ís­lands fyr­ir rit­un upp­lýs­inga­bæklings. Þetta bæt­ist við þær þrett­án millj­ón­ir króna sem hann fékk fyr­ir að rita sögu fé­lags­ins. Hvorki hann né formað­ur fé­lags­ins svara því hvort hann hafi feng­ið greitt fyr­ir fleiri verk­efni.

Sjómannafélagið greiddi Halli 1,2 milljónir króna fyrir bækling
Bók og bæklingar Hallur skrifaði bók um sögu Sjómannafélags Íslands sem fæst gefins á skrifstofu Sjómannafélags Íslands. Þá skrifaði hann einnig bæklinga félagsins.

Sjómannafélag Íslands fékk Hall Hallsson, rithöfund og fyrrverandi fjölmiðlamann, til þess að sjá um árlegan upplýsingabækling félagsins. Hann sá alfarið um verkefnið þar til fyrir tveimur árum þegar útgáfa bæklingsins var stöðvuð vegna annars kostnaðar félagsins í tengslum við verkföll sjómanna. Þetta kemur fram í svörum Halls við fyrirspurn Stundarinnar.

Hallur segist hafa fengið 1,2 milljónir króna fyrir skrif bæklingsins. Hann svarar því hins vegar ekki hvort hann hafi fengið þessa upphæð greidda fyrir skrif hvers bæklings fyrir sig eða skrif þeirra allra. Stundin greindi frá því á dögunum að Hallur hefði fengið alls þrettán milljónir króna á árunum 2013–2015 fyrir að skrifa sögu Sjómannafélags Íslands. Í ársreikningi Sjómannafélags Íslands fyrir árið 2015 kemur fram að félagið hafi greitt rúmlega 22 milljónir króna fyrir „ritstörf“ á árunum 2014 og 2015.

Hallur gefur ekki upp hvort hann …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár