Fréttin um að Jón Gnarr borgarstjóri hafi beðið um og svo eignað sér „einstakt“ verk eftir götulistamanninn Banksy sem væri „milljóna virði“ var sjokkerandi þar til í ljós kom að „verkið“ er bara mynd af listaverki og nánast einskis virði.
Jón Gnarr fékk mynd af listaverki í tölvupósti og lét þrykkja hana á álplötu fyrir 50 þúsund krónur sem hann greiddi sjálfur. Sambærileg eftirgerð og Jón fékk ókeypis í gegnum einhvern á vegum Banksy kostar nokkra þúsundkalla á netinu. Verðgildi listaverksins sem úr varð er því að mestu leyti tilkomið vegna þeirrar vinnu sem Jón Gnarr greiddi til að gera tölvumyndina að áþreifanlegu stofustássi – 50 þúsund kallinn sem hann pungaði út er um það bil tíföld sú upphæð sem myndin af listaverkinu kostar.
Afhjúpandi frétt um meinta stórkostlega spillingu Jóns Gnarr fjaraði út þegar forsendurnar fyrir henni reyndust byggðar á misskilningi sem Jón bar reyndar mikla ábyrgð á sjálfur …
Athugasemdir