Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Spyr hvort brenna eigi fleiri jarðneskar leifar

Andrés Ingi Jóns­son spyr dóms­mála­ráð­herra hversu mik­ið pláss þurfi und­ir kirkju­garða næstu ára­tug­ina og hvort til standi að auka hlut bálfara.

Spyr hvort brenna eigi fleiri jarðneskar leifar
Spyr um líkbrennslu Andrés Ingi hefur lagt fyrirspurn fyrir ráðherra um hlut líkbrennsla í útförum og hvort til standi að auka þann hlut á næstu árum. Mynd: vg.is

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, spyr hvort dómsmálaráðherra telji að auka eigi hlut bálfara af öllum útförum. Þetta kemur fram í skriflegri fyrirspurn hans á Alþingi.

Andrés spyr hvert hlutfall bálfara sé nú af öllum útförum og hvernig dómsmálaráðherra telji að auka megi hlut þeirra, ef ástæða sé til. Þá spyr hann hversu margar umsóknir hafi borist undanfarin fimm ár um dreifingu ösku utan kirkjugarða og hversu mörgum þeirra hafi verið synjað.

Loks spyr Andrés hvort ráðuneytið hafi metið hversu mikið pláss muni þurfa undir kirkjugarða og löggilta grafreiti næstu áratugi miðað við mannfjöldaspár.

Fyrirspurnin í heild sinni

     1.      Hversu hátt hefur hlutfall bálfara verið árlega af öllum útförum undanfarin fimm ár? 
     2.      Hversu margar umsóknir hafa borist árlega um dreifingu ösku utan kirkjugarða undanfarin fimm ár? Hversu mörgum þeirra hefur verið synjað? 
     3.      Hvaða skilgreiningu á öræfum og óbyggðum er stuðst við þegar leyfi er veitt fyrir því að dreifa ösku, sbr. lög um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, nr. 36/1993, og reglugerð um dreifingu ösku utan kirkjugarðs, nr. 203/2003? 
     4.      Hefur ráðuneytið metið hversu mikið landrými þarf undir kirkjugarða og löggilta grafreiti næstu áratugi miðað við mannfjöldaspá? 
     5.      Telur ráðherra ástæðu til að auka hlut bálfara? Ef svo er, hvernig? 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár