Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Áhyggjur af íslenskum drengjum

87% þeirra sem fremja sjálfs­víg á aldr­in­um 15–35 ára eru karl­ar.

Áhyggjur af íslenskum drengjum

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, vakti athygli á bágri stöðu drengja í ræðu sinni á Alþingi í gær, fimmtudag. „Sannarlega virðist svo vera að hið unga karlkyn eigi í mikilli tilvistarkreppu hér í okkar ágæta landi,“ sagði Karl Gauti, sem vísaði orðum sínum til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Velti þingmaðurinn því meðal annars upp hvort klámvæðing eða tölvuleikjanotkun væri orsakavaldur þegar kæmi að slæmri líðan ungra manna á Íslandi. 

Karl Gauti vísaði í tölur máli sínu til stuðnings og benti til að mynda á að 87% þeirra sem fremja sjálfsvíg á aldrinum 15–35 ára séu karlar. Þá vakti hann jafnframt athygli á því að ungir menn væru einungis 30% þeirra sem ljúka meistaragráðu úr háskólanum og að brottfall drengja úr framhaldsskólum væri mun meira en hjá stúlkum. Hann benti á að nýgengi í örorku hefði á undanförnum árum verið miklu örari meðal yngri karla en kvenna.

„Hver eru áhrif þeirrar umræðu á sjálfsmynd hins unga karlkyns?“

„Á þessari upptalningu, sem þó er einungis sýnishorn af þeim staðreyndum sem blasa við okkur, um ástandið meðal hins unga karlkyns, sést vel að við svo búið verður ekki unað. Við getum ekki sætt okkur við að ungir drengir og ungir menn finni sig ekki og líði illa og að við missum þá í aðgerðaleysi, afbrot, vímuefnaneyslu, örorku og því miður jafnvel sjálfsvíg. — Hvað er að?“ spurði þingmaðurinn sem varpaði í kjölfarið fram sínum eigin hugleiðingum og spurningum. 

„Skortir drengi föðurímynd, heima við og í skólunum? Margir vilja halda því fram. Feðurnir eða karlarnir séu ekki til staðar, vinni of mikið, séu fjarverandi.“ Þá spurði hann hvort hin neikvæða umræða gegn karlkyninu í heild gæti haft þessi áhrif. „Hver eru áhrif þeirrar umræðu á sjálfsmynd hins unga karlkyns? Það er verðugt rannsóknarefni.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár