Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Áhyggjur af íslenskum drengjum

87% þeirra sem fremja sjálfs­víg á aldr­in­um 15–35 ára eru karl­ar.

Áhyggjur af íslenskum drengjum

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, vakti athygli á bágri stöðu drengja í ræðu sinni á Alþingi í gær, fimmtudag. „Sannarlega virðist svo vera að hið unga karlkyn eigi í mikilli tilvistarkreppu hér í okkar ágæta landi,“ sagði Karl Gauti, sem vísaði orðum sínum til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Velti þingmaðurinn því meðal annars upp hvort klámvæðing eða tölvuleikjanotkun væri orsakavaldur þegar kæmi að slæmri líðan ungra manna á Íslandi. 

Karl Gauti vísaði í tölur máli sínu til stuðnings og benti til að mynda á að 87% þeirra sem fremja sjálfsvíg á aldrinum 15–35 ára séu karlar. Þá vakti hann jafnframt athygli á því að ungir menn væru einungis 30% þeirra sem ljúka meistaragráðu úr háskólanum og að brottfall drengja úr framhaldsskólum væri mun meira en hjá stúlkum. Hann benti á að nýgengi í örorku hefði á undanförnum árum verið miklu örari meðal yngri karla en kvenna.

„Hver eru áhrif þeirrar umræðu á sjálfsmynd hins unga karlkyns?“

„Á þessari upptalningu, sem þó er einungis sýnishorn af þeim staðreyndum sem blasa við okkur, um ástandið meðal hins unga karlkyns, sést vel að við svo búið verður ekki unað. Við getum ekki sætt okkur við að ungir drengir og ungir menn finni sig ekki og líði illa og að við missum þá í aðgerðaleysi, afbrot, vímuefnaneyslu, örorku og því miður jafnvel sjálfsvíg. — Hvað er að?“ spurði þingmaðurinn sem varpaði í kjölfarið fram sínum eigin hugleiðingum og spurningum. 

„Skortir drengi föðurímynd, heima við og í skólunum? Margir vilja halda því fram. Feðurnir eða karlarnir séu ekki til staðar, vinni of mikið, séu fjarverandi.“ Þá spurði hann hvort hin neikvæða umræða gegn karlkyninu í heild gæti haft þessi áhrif. „Hver eru áhrif þeirrar umræðu á sjálfsmynd hins unga karlkyns? Það er verðugt rannsóknarefni.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu