Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Áhyggjur af íslenskum drengjum

87% þeirra sem fremja sjálfs­víg á aldr­in­um 15–35 ára eru karl­ar.

Áhyggjur af íslenskum drengjum

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, vakti athygli á bágri stöðu drengja í ræðu sinni á Alþingi í gær, fimmtudag. „Sannarlega virðist svo vera að hið unga karlkyn eigi í mikilli tilvistarkreppu hér í okkar ágæta landi,“ sagði Karl Gauti, sem vísaði orðum sínum til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Velti þingmaðurinn því meðal annars upp hvort klámvæðing eða tölvuleikjanotkun væri orsakavaldur þegar kæmi að slæmri líðan ungra manna á Íslandi. 

Karl Gauti vísaði í tölur máli sínu til stuðnings og benti til að mynda á að 87% þeirra sem fremja sjálfsvíg á aldrinum 15–35 ára séu karlar. Þá vakti hann jafnframt athygli á því að ungir menn væru einungis 30% þeirra sem ljúka meistaragráðu úr háskólanum og að brottfall drengja úr framhaldsskólum væri mun meira en hjá stúlkum. Hann benti á að nýgengi í örorku hefði á undanförnum árum verið miklu örari meðal yngri karla en kvenna.

„Hver eru áhrif þeirrar umræðu á sjálfsmynd hins unga karlkyns?“

„Á þessari upptalningu, sem þó er einungis sýnishorn af þeim staðreyndum sem blasa við okkur, um ástandið meðal hins unga karlkyns, sést vel að við svo búið verður ekki unað. Við getum ekki sætt okkur við að ungir drengir og ungir menn finni sig ekki og líði illa og að við missum þá í aðgerðaleysi, afbrot, vímuefnaneyslu, örorku og því miður jafnvel sjálfsvíg. — Hvað er að?“ spurði þingmaðurinn sem varpaði í kjölfarið fram sínum eigin hugleiðingum og spurningum. 

„Skortir drengi föðurímynd, heima við og í skólunum? Margir vilja halda því fram. Feðurnir eða karlarnir séu ekki til staðar, vinni of mikið, séu fjarverandi.“ Þá spurði hann hvort hin neikvæða umræða gegn karlkyninu í heild gæti haft þessi áhrif. „Hver eru áhrif þeirrar umræðu á sjálfsmynd hins unga karlkyns? Það er verðugt rannsóknarefni.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu