Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Áhyggjur af íslenskum drengjum

87% þeirra sem fremja sjálfs­víg á aldr­in­um 15–35 ára eru karl­ar.

Áhyggjur af íslenskum drengjum

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, vakti athygli á bágri stöðu drengja í ræðu sinni á Alþingi í gær, fimmtudag. „Sannarlega virðist svo vera að hið unga karlkyn eigi í mikilli tilvistarkreppu hér í okkar ágæta landi,“ sagði Karl Gauti, sem vísaði orðum sínum til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Velti þingmaðurinn því meðal annars upp hvort klámvæðing eða tölvuleikjanotkun væri orsakavaldur þegar kæmi að slæmri líðan ungra manna á Íslandi. 

Karl Gauti vísaði í tölur máli sínu til stuðnings og benti til að mynda á að 87% þeirra sem fremja sjálfsvíg á aldrinum 15–35 ára séu karlar. Þá vakti hann jafnframt athygli á því að ungir menn væru einungis 30% þeirra sem ljúka meistaragráðu úr háskólanum og að brottfall drengja úr framhaldsskólum væri mun meira en hjá stúlkum. Hann benti á að nýgengi í örorku hefði á undanförnum árum verið miklu örari meðal yngri karla en kvenna.

„Hver eru áhrif þeirrar umræðu á sjálfsmynd hins unga karlkyns?“

„Á þessari upptalningu, sem þó er einungis sýnishorn af þeim staðreyndum sem blasa við okkur, um ástandið meðal hins unga karlkyns, sést vel að við svo búið verður ekki unað. Við getum ekki sætt okkur við að ungir drengir og ungir menn finni sig ekki og líði illa og að við missum þá í aðgerðaleysi, afbrot, vímuefnaneyslu, örorku og því miður jafnvel sjálfsvíg. — Hvað er að?“ spurði þingmaðurinn sem varpaði í kjölfarið fram sínum eigin hugleiðingum og spurningum. 

„Skortir drengi föðurímynd, heima við og í skólunum? Margir vilja halda því fram. Feðurnir eða karlarnir séu ekki til staðar, vinni of mikið, séu fjarverandi.“ Þá spurði hann hvort hin neikvæða umræða gegn karlkyninu í heild gæti haft þessi áhrif. „Hver eru áhrif þeirrar umræðu á sjálfsmynd hins unga karlkyns? Það er verðugt rannsóknarefni.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár