Aðfaranótt 10. september 2005 steytti skemmtibáturinn Harpa á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi á mikilli ferð. Fimm manns voru í bátnum og létust tveir farþeganna í slysinu, þau Friðrik Hermannsson og Matthildur Harðardóttir. Við stýri bátsins stóð eigandi hans, Jónas Garðarsson, sem þá var formaður Sjómannafélags Reykjavíkur og nú formaður sama félags, sem heitir í dag Sjómannafélag Íslands. Jónas var drukkinn við stýrið. Hann gerði ekki ráðstafanir til að bjarga farþegum bátsins, þar á meðal konu sinni og barni, og olli það aðgerðarleysi hans dauða Matthildar, samkvæmt dómi yfir honum. Við réttarhöld vegna málsins reyndi Jónas að koma ábyrgð á slysinu yfir á Matthildi, sem héraðsdómur kallaði „óskaplegt tiltæki“. Jónas greiddi aðstandendum þeirra Friðriks og Matthildar aldrei þær bætur sem hann var dæmdur til að greiða.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.
Borgaði aldrei bæturnar eftir banaslysið
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, sigldi skemmtibát sínum fullur upp á sker og olli með því dauða tveggja manneskja. Hann reyndi að koma sökinni yfir á annað hinna látnu og greiddi aðstandendum aldrei bætur.
Athugasemdir