Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Demókratar ná stjórn á fulltrúadeildinni

Stjórn­ar­and­staða demó­krata er nú í betri að­stöðu til að hindra fram­gang stefnu Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta. Re­públi­kan­ar bættu við sig í öld­unga­deild og unnu víða varn­ar­sigra. Kosn­inga­þátt­taka sló öll met.

Demókratar ná stjórn á fulltrúadeildinni

Demókratar náðu stjórn á fulltrúadeild Bandaríkjaþings, samkvæmt niðurstöðum kosninganna sem fram fóru í Bandaríkjunum í gær. Repúblikanaflokkur Donald Trump Bandaríkjaforseta styrkti hins vegar meirihluta sinn í öldungadeild þingsins.

Kosið var um öll sæti fulltrúadeildarinnar og 35 af 100 sætum öldungadeildarinnar. Þá var einnig kosið um 39 embætti ríkisstjóra. Niðurstaðan þýðir að Repúblikanar hafa ekki lengur stjórn á báðum deildum þingsins auk forsetaembættisins. Búast má því við meiri andspyrnu við stefnu Trump næstu tvö ár þar til kosið verður næst um embætti forseta í nóvember 2020. Trump brást við úrslitunum á Twitter í nótt, þakkaði fyrir og sagði niðurstöðuna vera „frábæran árangur“.

Fulltrúadeild þingsins er skipuð 435 þingsætum sem skipt er niður eftir mannfjölda. Í öldungardeild eru hins vegar aðeins 100 sæti, tvö fyrir hvert af 50 ríkjum Bandaríkjanna. Fámenn ríki hafa þannig jafn mörg sæti og þau stærstu. Repúblikanar virðast hafa bætt þremur sætum við nauman meirihluta sinn í deildinni.

Repúblikanar unnu einnig sigra í einstaka kosningum sem fjölmiðlar höfðu veitt mikla athygli. Ted Cruz náði endurkjöri í Texas eftir harða baráttu við vinsæla demókratanna Beto O'Rourke. Andrew Gillum viðurkenndi ósigur í kosningum um ríkisstjóra Florida, en hann hefði orðið fyrsti svarti maðurinn til að verða ríkisstjóri þess. Stacey Abrams virðist sömuleiðis hafa tapað naumt í Georgíu. Hún hefði orðið fyrsta svarta konan til að gegna embætti ríkisstjóra í sögu Bandaríkjanna.

Fleiri konur eru nú á þingi en nokkurn tímann áður. Að minnsta kosti 87 konur munu sitja í fulltrúadeild af 435 þingsætum. Í Michigan hlaut Rashida Tlaib kjör til fulltrúadeildar og Ilhan Omar sömuleiðis í Minnesota, en þær eru fyrstu múslimakonurnar sem kosnar eru á þing. Alexandria Ocasio-Cortez í New York varð yngsta konan til að ná kjöri á þing.

Þá vekur athygli að Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, hlaut kosningu í öldungadeild fyrir Utah. Romney hefur verið mjög gagnrýninn á Donald Trump undanfarin ár.

Mæting á kjörstað virðist hafa brotið öll met. Áætlað er að um 114 milljónir manns hafi kosið, sem er 31 milljón meira en í kosningunum 2014. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigur Trump í höfn
6
FréttirForsetakosningar í BNA 2024

Sig­ur Trump í höfn

Don­ald J. Trump er spáð sigri í for­seta­kosn­ing­un­um og verð­ur því að öll­um lík­ind­um næsti for­seti Banda­ríkj­anna. Eft­ir að hafa tryggt sér kjör­menn frá Penn­sylvan­íu er Trump tal­inn eiga sig­ur­inn vís­an. Fréttamiðl­ar ytra hafa enn sem kom­ið er ekki stað­fest úrstlit­in fyr­ir ut­an banda­rísku frétta­veit­una Fox sem lýsti Trump sig­ur­veg­ara kosn­ing­anna fyr­ir skömmu. Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra hef­ur ósk­að Trump til ham­ingju með sig­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár