Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Demókratar ná stjórn á fulltrúadeildinni

Stjórn­ar­and­staða demó­krata er nú í betri að­stöðu til að hindra fram­gang stefnu Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta. Re­públi­kan­ar bættu við sig í öld­unga­deild og unnu víða varn­ar­sigra. Kosn­inga­þátt­taka sló öll met.

Demókratar ná stjórn á fulltrúadeildinni

Demókratar náðu stjórn á fulltrúadeild Bandaríkjaþings, samkvæmt niðurstöðum kosninganna sem fram fóru í Bandaríkjunum í gær. Repúblikanaflokkur Donald Trump Bandaríkjaforseta styrkti hins vegar meirihluta sinn í öldungadeild þingsins.

Kosið var um öll sæti fulltrúadeildarinnar og 35 af 100 sætum öldungadeildarinnar. Þá var einnig kosið um 39 embætti ríkisstjóra. Niðurstaðan þýðir að Repúblikanar hafa ekki lengur stjórn á báðum deildum þingsins auk forsetaembættisins. Búast má því við meiri andspyrnu við stefnu Trump næstu tvö ár þar til kosið verður næst um embætti forseta í nóvember 2020. Trump brást við úrslitunum á Twitter í nótt, þakkaði fyrir og sagði niðurstöðuna vera „frábæran árangur“.

Fulltrúadeild þingsins er skipuð 435 þingsætum sem skipt er niður eftir mannfjölda. Í öldungardeild eru hins vegar aðeins 100 sæti, tvö fyrir hvert af 50 ríkjum Bandaríkjanna. Fámenn ríki hafa þannig jafn mörg sæti og þau stærstu. Repúblikanar virðast hafa bætt þremur sætum við nauman meirihluta sinn í deildinni.

Repúblikanar unnu einnig sigra í einstaka kosningum sem fjölmiðlar höfðu veitt mikla athygli. Ted Cruz náði endurkjöri í Texas eftir harða baráttu við vinsæla demókratanna Beto O'Rourke. Andrew Gillum viðurkenndi ósigur í kosningum um ríkisstjóra Florida, en hann hefði orðið fyrsti svarti maðurinn til að verða ríkisstjóri þess. Stacey Abrams virðist sömuleiðis hafa tapað naumt í Georgíu. Hún hefði orðið fyrsta svarta konan til að gegna embætti ríkisstjóra í sögu Bandaríkjanna.

Fleiri konur eru nú á þingi en nokkurn tímann áður. Að minnsta kosti 87 konur munu sitja í fulltrúadeild af 435 þingsætum. Í Michigan hlaut Rashida Tlaib kjör til fulltrúadeildar og Ilhan Omar sömuleiðis í Minnesota, en þær eru fyrstu múslimakonurnar sem kosnar eru á þing. Alexandria Ocasio-Cortez í New York varð yngsta konan til að ná kjöri á þing.

Þá vekur athygli að Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, hlaut kosningu í öldungadeild fyrir Utah. Romney hefur verið mjög gagnrýninn á Donald Trump undanfarin ár.

Mæting á kjörstað virðist hafa brotið öll met. Áætlað er að um 114 milljónir manns hafi kosið, sem er 31 milljón meira en í kosningunum 2014. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
1
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.
Var krabbamein í sýninu?
4
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár