Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Demókratar ná stjórn á fulltrúadeildinni

Stjórn­ar­and­staða demó­krata er nú í betri að­stöðu til að hindra fram­gang stefnu Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta. Re­públi­kan­ar bættu við sig í öld­unga­deild og unnu víða varn­ar­sigra. Kosn­inga­þátt­taka sló öll met.

Demókratar ná stjórn á fulltrúadeildinni

Demókratar náðu stjórn á fulltrúadeild Bandaríkjaþings, samkvæmt niðurstöðum kosninganna sem fram fóru í Bandaríkjunum í gær. Repúblikanaflokkur Donald Trump Bandaríkjaforseta styrkti hins vegar meirihluta sinn í öldungadeild þingsins.

Kosið var um öll sæti fulltrúadeildarinnar og 35 af 100 sætum öldungadeildarinnar. Þá var einnig kosið um 39 embætti ríkisstjóra. Niðurstaðan þýðir að Repúblikanar hafa ekki lengur stjórn á báðum deildum þingsins auk forsetaembættisins. Búast má því við meiri andspyrnu við stefnu Trump næstu tvö ár þar til kosið verður næst um embætti forseta í nóvember 2020. Trump brást við úrslitunum á Twitter í nótt, þakkaði fyrir og sagði niðurstöðuna vera „frábæran árangur“.

Fulltrúadeild þingsins er skipuð 435 þingsætum sem skipt er niður eftir mannfjölda. Í öldungardeild eru hins vegar aðeins 100 sæti, tvö fyrir hvert af 50 ríkjum Bandaríkjanna. Fámenn ríki hafa þannig jafn mörg sæti og þau stærstu. Repúblikanar virðast hafa bætt þremur sætum við nauman meirihluta sinn í deildinni.

Repúblikanar unnu einnig sigra í einstaka kosningum sem fjölmiðlar höfðu veitt mikla athygli. Ted Cruz náði endurkjöri í Texas eftir harða baráttu við vinsæla demókratanna Beto O'Rourke. Andrew Gillum viðurkenndi ósigur í kosningum um ríkisstjóra Florida, en hann hefði orðið fyrsti svarti maðurinn til að verða ríkisstjóri þess. Stacey Abrams virðist sömuleiðis hafa tapað naumt í Georgíu. Hún hefði orðið fyrsta svarta konan til að gegna embætti ríkisstjóra í sögu Bandaríkjanna.

Fleiri konur eru nú á þingi en nokkurn tímann áður. Að minnsta kosti 87 konur munu sitja í fulltrúadeild af 435 þingsætum. Í Michigan hlaut Rashida Tlaib kjör til fulltrúadeildar og Ilhan Omar sömuleiðis í Minnesota, en þær eru fyrstu múslimakonurnar sem kosnar eru á þing. Alexandria Ocasio-Cortez í New York varð yngsta konan til að ná kjöri á þing.

Þá vekur athygli að Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, hlaut kosningu í öldungadeild fyrir Utah. Romney hefur verið mjög gagnrýninn á Donald Trump undanfarin ár.

Mæting á kjörstað virðist hafa brotið öll met. Áætlað er að um 114 milljónir manns hafi kosið, sem er 31 milljón meira en í kosningunum 2014. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár