Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Geta veirusýkingar ýtt undir þróun Alzheimer?

Rann­sókn sýn­ir að þeir sem fá lyfja­gjöf við herpes-veirunni eru ólík­legri en aðr­ir til að þróa með sér Alzheimer-sjúk­dóm­inn.

Geta veirusýkingar ýtt undir þróun Alzheimer?
Veirusýkingar gætu átt þátt í Alzheimer Rannsóknir renna stoðum undir kenninguna.

Lengi hefur því verið haldið fram að einhvers konar tenging geti legið á milli veirusýkingar og Alzheimer-sjúkdómsins. Til að skilgreina hvort og þá hvaða samband gæti verið þarna á milli liggja fyrir fjölmargar vísindagreinar sem styðja að minnsta kosti þá staðreynd að þarna á milli er fylgni.

Alzheimer’s er þó nokkuð algengur taugahrörnunarsjúkdómur. Aðaleinkenni sjúkdómsins eru minnistap og minnkuð geta fólks til að átta sig á aðstæðum. Þetta getur lýst sér þannig að fólk þekkir ekki lengur staði sem það er vant, áttar sig ekki á því hvort það er innan um ókunnuga eða fjölskyldumeðlimi og auk þessa geta orðið miklar skapgerðarbreytingar.

Helstu lífeðlisfræðilegu breytingar sem eiga sér stað í heilum Alzheimer-sjúklinga eru útfellingar prótíns sem kallast beta-amyloid og uppsöfnun flóka sem saman standa af tau prótíninu. Í heilbrigðum heila eru þessi prótín einnig til staðar, en vegna smávægilegra breytinga í prótínunum eða umhverfi þeirra hætta þau að virka sem skyldi. Um leið og þessar breytingar eiga sér stað fara prótínin að falla út, það er að segja mynda skellur og flækjur sem hindra eðlilega starfsemi heilans.  

Herpes-veiran

Herpes-veiran eða Herpes Simplex virus (HSV) er veira sem sýkir fólk og veldur meðal annars frunsu í munni og nálægri slímhúð. Til eru nokkrar týpur af veirunni, sem hafa fengið hlaupandi númer, þá er sú veira sem gjarnan veldur frunsu kölluð HSV-1 og svo framvegis. Einnig getur sama veira, þá týpa tvö, valdið sárum eða blöðrum á kynfærum. Smit af völdum herpes-veira, hvort sem er týpa eitt eða tvö, eru þónokkuð algeng, en talið er að nær allir komist í tæri við veiruna einhvern tímann á lífsleiðinni.

Allar herpes-veirur tilheyra þeim hópi veira sem kallast retróveirur. Aðrar þekktar retróveirur eru til dæmis Human immunodeficiency virus (HIV). Þessar veirur hafa þann eiginleika að innlima erfðaefni sitt inn á erfðaefni hýsilsins, sem þýðir að hafi veiran eitt sinn komið sér fyrir, þá er hún ekki á förum.

Við fyrsta smit losa veirurnar erfðaefnið sitt inn í frumur hýsilsins. Veirur eru mjög skilvirkar því þær nýta innviði hýsilfrumnanna til að tjá sitt eigið erfðaefni. Skilvirknin á kannski sérstaklega við um retróveirur, því þær troða sínu eigin erfðaefni inn á litning hýsilsins, sem gerir það að verkum að þær þurfa ekkert að hafa fyrir því að kalla til prótínin sem þarf að nota til að tjá erfðaefnið og búa til fleiri veirur.

Retróveirur gera vart við sig

Í tilfelli herpes-veirunnar kemur smitið fram sem frunsa, blöðrur eða sár en síðan liggur veiran yfirleitt í dvala. Ónæmiskerfið sér til þess að við erum ekki stanslaust með sýkingu, sem felst í því að veirurnar eru ekki til staðar þótt erfðaefni þeirra sé alltaf til staðar. Við sérstakar kringumstæður getur hýsilfruman þó sofnað á verðinum og þá tekur sýkingin sig upp. Þetta gerist oft þegar ónæmiskerfið er upptekið við að berjast á öðrum vígstöðvum, þegar mikil streita gerir vart við sig og sér í lagi þegar fólk fer að eldast og ónæmiskerfið verður slakara.

Einn fylgikvilli þess að eldast er að ónæmiskerfið hættir að vera jafn öflugt og það var. Því geta veirur sem herpes farið á kreik þegar aldurinn færist yfir og þá oft á öðrum stöðum eða af meiri krafti en áður. Í tilfellum margra retróveira getur þessi endursýking komið fram í taugakerfinu. Þá eru það ekki frumur í slímhúð (við munn eða kynfæri) sem fara að framleiða veirurnar heldur eru það frumur í taugakerfinu.

Herpes tengt við Alzheimer

Rannsóknir allt frá árinu 1991 hafa sýnt fram á tilvist herpes-veirunnar í heilavef eldri einstaklinga, hvort sem þeir látast eftir baráttu við Alzheimer eður ei. Sú staðreynd að veiran er til staðar í taugavef einstaklinga sem eru farnir að tapa minni var fyrsta vísbending vísindahópa til að skoða betur hvaða hlutverki hún gegnir.

Svo virðist sem ítrekaðar endurkomur veirunnar í taugavefnum valdi taugaskemmdum, ekki ósvipaðar þeim sem koma fram þegar um Alzheimer-sjúkdóminn er að ræða. Með vaxandi fjölda herpes-sýkinga í vefnum, fjölgar einnig beta amyloid skellunum sem eru svo einkennandi fyrir sjúkdóminn.

Nokkrar rannsóknir hafa verið birtar þar sem sýnt hefur verið fram á uppsöfnun herpes-veira nálægt eða við þessar prótínskellur. Þessar rannsóknir hafa flestar verið unnar annars vegar í frumuræktunum eða í músamódelum. Þær rannsóknir sem unnar hafa verið í mönnum snúa flestar að fylgni veirusýkinga og þróun Alzheimer-sjúkdómsins í stóru þýði.

Fyrirbyggjandi aðgerðir

Ein mjög áhugaverð rannsókn, sem unnin var af rannsóknarhópi í Taívan sýndi að einstaklingar sem fengu lyfjagjöf gegn herpes-veirunni, þegar á sýkingu stóð, voru ólíklegri til að þróa með sér Alzheimer. Þar sem Alzheimer-sjúkdómurinn er ekki algengur þarf þýðið að vera þó nokkuð stórt til að geta metið slík áhrif. En í þessari tilteknu rannsókn liggur einmitt nær öll þjóðin undir. Þegar öll þjóð Taívan liggur fyrir sem úrtak sést að ef veirusýkingin er mikil getur lyfjagjöf haft afgerandi áhrif á hvort sýkingin ýti undir þróun Alzheimer eða ekki. Þetta bendir til þess að lyfjagjöf við veirusýkingum sem þessum geti verið nauðsynlegt sem fyrirbyggjandi þáttur hjá eldra fólki.

Frekari rannsókna er þó þörf áður en farið er út í slíkar aðgerðir, þar sem þessi rannsókn nær einungis yfir eina þjóð og má einnig benda á að bólusetningar væru mögulega enn betri kostur, en slíkar bólusetningar eru því miður ekki mögulegar eins og staðan er í dag.  

Alzheimer er ekki alltaf herpes að kenna

Sé allt tekið saman má sjá að herpes-veiran getur stuðlað að myndun Alzheimer. Veiran ein og sér getur þó ekki talist ábyrg fyrir öllum Alzheimer-tilfellum heimsins. Alzheimer-sjúkdómurinn er mjög flókinn og fjölmargir utanaðkomandi þættir sem honum valda.

Sjúkdóminn má svo að einhverju leyti skýra með erfðum og þó retróveirur innlimist inn á erfðaefni hýsilsins þá erfist sýkingin ekki. Að öllum líkindum er um samspil erfða, veira og umhverfis að ræða. Auk þess sem Alzheimer getur verið birtingarmynd fjölmargra þátta. Þessar rannsóknir skýra þó að einhverjum hluta hvað það er sem gerist í taugakerfi Alzheimer-sjúklinga.  

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
5
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár