Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki svarað beiðni á annað hundrað félagsmanna um að fram fari sérstakur félagsfundur í félaginu vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem þar ríkir. Um þriðjungur félagsmanna sendi stjórninni slíkt erindi seinni partinn í gær, föstudag, þar sem þess var jafnframt krafist að boðað yrði til slíks fundar innan sólarhrings. Stjórnin hefur ekki orðið við þessu.
Heimildir Stundarinnar herma að þeir sem stóðu að undirskriftarsöfuninni hafi ekkert heyrt frá stjórnarmönnum félagsins þrátt fyrir að sólarhringurinn sé nú liðinn. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því rétt í þessu að stjórnarmenn hygðust yfirfara undirskriftir til þess að ganga úr skugga um það hvort þær væru frá raunverulegum félagsmönnum. Stjórnin mun koma saman í byrjun vikunnar til þess að fara yfir málin en að öðru leyti vísuðu stjórnarmenn á Jónas Garðarsson, sitjandi formann félagsins, sem hefur ekki látið …
Athugasemdir