Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kaffibars-Spaði sýknaður af kröfu vegna hestaflutninga

Deilt um greiðsl­ur vegna hesta­ferð­ar fasta­gesta Kaffi­bars­ins fyr­ir dóm­stól­um. Eng­inn vill kann­ast við að þekkja Arn­ar sem átti að sjá um að greiða skuld í seðl­um.

Kaffibars-Spaði sýknaður af kröfu vegna hestaflutninga
Arnar finnst hvergi Enginn virðist vita hver Kaffibars-Spaðinn Arnar er. Mynd: Shutterstock

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Guðna Kára Gylfason af kröfum um greiðslu 255 þúsund króna vegna hestaflutninga sumarið 2017 upp í Kerlingafjöll og á Hveravelli. Í málinu kom fram að einhver Arnar, sem hvorki stefnandi né stefndi virtust vita nokkur skil á, hefði pantað hestaflutninginn og átt að sjá um að greiða eftirstöðvar af skuld vegna hans. Sá Arnar virðist hafa gufað upp af yfirborði jarðar. Var Guðni ekki talinn geta borið ábyrgð á viðskiptum hins týnda Arnars og var hann því sýknaður.

Málsatvik voru þau að í júlí 2017 fór Guðni ásamt á annan tug manna í hestaferð. Mennirnir munu, eftir því sem fram kom við skýrslutökur í málinu, tilheyra félagsskap sem kallar sig Spaðarnir og þann félagsskap mynda einkum menn sem sækja Kaffibarinn, vínveitingahús í Reykjavík.

Stefnandi í málinu, Guðríður Gunnarsdóttir, á fyrirtækið Hestaflutninga og fram kom við meðferð málsins að maður að nafni Arnar hefði sent eiginmanni Guðríðar, Birni Ólafssyni, skilaboð og æskt þess að Björn flytti hross fyrir hópinn á Hveravelli og sækti þá í Kerlingarfjöll fimm dögum síðar. Á þetta mun Björn hafa fallist með skilaboðum til téðs Arnars og sagt að fyrir það tæki hann 20 þúsund krónur á hest. Hestarnir voru 22 talsins og sendi Björn títtnefndum Arnari kröfu um greiðslu á 440 þúsund krónum fyrir vikið.

Guðni kemur til sögunnar

Björn mun síðan hafa sent Guðna eftirfarandi skilaboð 18. júlí 2017: „Sæll Guðni. Ég flutti hestana f. ykkur. Þar sem ferð ykkar gekk brösuglega og varð dýrari en við mátti búast gaf ég Arnari rúmlega 100 þús kr afslátt á umsömdu verði ef staðið yrði við að greiða flutninginn í dag. Mér er sagt að þú sért peninga Spaðinn. Arnar er m bankaupplýsingar.“

Guðni svaraði skilaboðum Björns og greiddi honum síðan daginn eftir, 19. júlí, með millifærslu 185 þúsund krónur. Guðni sendi Birni skilaboð þess efnis að umrædd upphæð hefði verið sú sem hann hefði fengið greidda frá þátttakandum í ferðinni inn á reikning en aðrir hefðu greitt í reiðufé. Umræddur Arnar viti hins vegar af því að upp á vanti og sjái um „rest í seðlum.“ Björn setti sig þá í samband við Arnar og krafði hann um greiðslu eftirstöðvanna. Arnar hafi hins vegar í engu svarað því.

Hvar er Arnar?

Í ljósi þess að Arnar virtist horfinn af yfirborði jarðar var þá gefinn út reikningur af hálfu Hestaflutninga til Guðna og ítrekað reynt að innheimta hann. Þegar það gekk ekki var málið á hendur Guðna höfðað.

Guðni neitaði því hins vegar að hann hefði gert nokkurn samning um flutning hestanna og bæri því ekki ábyrgð á greiðslu fyrir þá þjónustu. Á það féllst héraðsdómur í ljósi þess að Björn hefði sannarlega samið við umræddan Arnar um flutning hestanna. Athygli vekur að hvorki Björn, Guðni né önnur vitni kváðust vita hvað umræddur Arnar héti fullu nafni og ekki hafi tekist að segja nánari deili á honum. Guðni var því sýknaður af kröfum um greiðslu umrædrra 255 þúsund króna. Guðríður, í nafni Hestaflutninga, þarf hins vegar að greiða 600 þúsund krónur í málskostnað.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu