Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kaffibars-Spaði sýknaður af kröfu vegna hestaflutninga

Deilt um greiðsl­ur vegna hesta­ferð­ar fasta­gesta Kaffi­bars­ins fyr­ir dóm­stól­um. Eng­inn vill kann­ast við að þekkja Arn­ar sem átti að sjá um að greiða skuld í seðl­um.

Kaffibars-Spaði sýknaður af kröfu vegna hestaflutninga
Arnar finnst hvergi Enginn virðist vita hver Kaffibars-Spaðinn Arnar er. Mynd: Shutterstock

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Guðna Kára Gylfason af kröfum um greiðslu 255 þúsund króna vegna hestaflutninga sumarið 2017 upp í Kerlingafjöll og á Hveravelli. Í málinu kom fram að einhver Arnar, sem hvorki stefnandi né stefndi virtust vita nokkur skil á, hefði pantað hestaflutninginn og átt að sjá um að greiða eftirstöðvar af skuld vegna hans. Sá Arnar virðist hafa gufað upp af yfirborði jarðar. Var Guðni ekki talinn geta borið ábyrgð á viðskiptum hins týnda Arnars og var hann því sýknaður.

Málsatvik voru þau að í júlí 2017 fór Guðni ásamt á annan tug manna í hestaferð. Mennirnir munu, eftir því sem fram kom við skýrslutökur í málinu, tilheyra félagsskap sem kallar sig Spaðarnir og þann félagsskap mynda einkum menn sem sækja Kaffibarinn, vínveitingahús í Reykjavík.

Stefnandi í málinu, Guðríður Gunnarsdóttir, á fyrirtækið Hestaflutninga og fram kom við meðferð málsins að maður að nafni Arnar hefði sent eiginmanni Guðríðar, Birni Ólafssyni, skilaboð og æskt þess að Björn flytti hross fyrir hópinn á Hveravelli og sækti þá í Kerlingarfjöll fimm dögum síðar. Á þetta mun Björn hafa fallist með skilaboðum til téðs Arnars og sagt að fyrir það tæki hann 20 þúsund krónur á hest. Hestarnir voru 22 talsins og sendi Björn títtnefndum Arnari kröfu um greiðslu á 440 þúsund krónum fyrir vikið.

Guðni kemur til sögunnar

Björn mun síðan hafa sent Guðna eftirfarandi skilaboð 18. júlí 2017: „Sæll Guðni. Ég flutti hestana f. ykkur. Þar sem ferð ykkar gekk brösuglega og varð dýrari en við mátti búast gaf ég Arnari rúmlega 100 þús kr afslátt á umsömdu verði ef staðið yrði við að greiða flutninginn í dag. Mér er sagt að þú sért peninga Spaðinn. Arnar er m bankaupplýsingar.“

Guðni svaraði skilaboðum Björns og greiddi honum síðan daginn eftir, 19. júlí, með millifærslu 185 þúsund krónur. Guðni sendi Birni skilaboð þess efnis að umrædd upphæð hefði verið sú sem hann hefði fengið greidda frá þátttakandum í ferðinni inn á reikning en aðrir hefðu greitt í reiðufé. Umræddur Arnar viti hins vegar af því að upp á vanti og sjái um „rest í seðlum.“ Björn setti sig þá í samband við Arnar og krafði hann um greiðslu eftirstöðvanna. Arnar hafi hins vegar í engu svarað því.

Hvar er Arnar?

Í ljósi þess að Arnar virtist horfinn af yfirborði jarðar var þá gefinn út reikningur af hálfu Hestaflutninga til Guðna og ítrekað reynt að innheimta hann. Þegar það gekk ekki var málið á hendur Guðna höfðað.

Guðni neitaði því hins vegar að hann hefði gert nokkurn samning um flutning hestanna og bæri því ekki ábyrgð á greiðslu fyrir þá þjónustu. Á það féllst héraðsdómur í ljósi þess að Björn hefði sannarlega samið við umræddan Arnar um flutning hestanna. Athygli vekur að hvorki Björn, Guðni né önnur vitni kváðust vita hvað umræddur Arnar héti fullu nafni og ekki hafi tekist að segja nánari deili á honum. Guðni var því sýknaður af kröfum um greiðslu umrædrra 255 þúsund króna. Guðríður, í nafni Hestaflutninga, þarf hins vegar að greiða 600 þúsund krónur í málskostnað.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár