Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kaffibars-Spaði sýknaður af kröfu vegna hestaflutninga

Deilt um greiðsl­ur vegna hesta­ferð­ar fasta­gesta Kaffi­bars­ins fyr­ir dóm­stól­um. Eng­inn vill kann­ast við að þekkja Arn­ar sem átti að sjá um að greiða skuld í seðl­um.

Kaffibars-Spaði sýknaður af kröfu vegna hestaflutninga
Arnar finnst hvergi Enginn virðist vita hver Kaffibars-Spaðinn Arnar er. Mynd: Shutterstock

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Guðna Kára Gylfason af kröfum um greiðslu 255 þúsund króna vegna hestaflutninga sumarið 2017 upp í Kerlingafjöll og á Hveravelli. Í málinu kom fram að einhver Arnar, sem hvorki stefnandi né stefndi virtust vita nokkur skil á, hefði pantað hestaflutninginn og átt að sjá um að greiða eftirstöðvar af skuld vegna hans. Sá Arnar virðist hafa gufað upp af yfirborði jarðar. Var Guðni ekki talinn geta borið ábyrgð á viðskiptum hins týnda Arnars og var hann því sýknaður.

Málsatvik voru þau að í júlí 2017 fór Guðni ásamt á annan tug manna í hestaferð. Mennirnir munu, eftir því sem fram kom við skýrslutökur í málinu, tilheyra félagsskap sem kallar sig Spaðarnir og þann félagsskap mynda einkum menn sem sækja Kaffibarinn, vínveitingahús í Reykjavík.

Stefnandi í málinu, Guðríður Gunnarsdóttir, á fyrirtækið Hestaflutninga og fram kom við meðferð málsins að maður að nafni Arnar hefði sent eiginmanni Guðríðar, Birni Ólafssyni, skilaboð og æskt þess að Björn flytti hross fyrir hópinn á Hveravelli og sækti þá í Kerlingarfjöll fimm dögum síðar. Á þetta mun Björn hafa fallist með skilaboðum til téðs Arnars og sagt að fyrir það tæki hann 20 þúsund krónur á hest. Hestarnir voru 22 talsins og sendi Björn títtnefndum Arnari kröfu um greiðslu á 440 þúsund krónum fyrir vikið.

Guðni kemur til sögunnar

Björn mun síðan hafa sent Guðna eftirfarandi skilaboð 18. júlí 2017: „Sæll Guðni. Ég flutti hestana f. ykkur. Þar sem ferð ykkar gekk brösuglega og varð dýrari en við mátti búast gaf ég Arnari rúmlega 100 þús kr afslátt á umsömdu verði ef staðið yrði við að greiða flutninginn í dag. Mér er sagt að þú sért peninga Spaðinn. Arnar er m bankaupplýsingar.“

Guðni svaraði skilaboðum Björns og greiddi honum síðan daginn eftir, 19. júlí, með millifærslu 185 þúsund krónur. Guðni sendi Birni skilaboð þess efnis að umrædd upphæð hefði verið sú sem hann hefði fengið greidda frá þátttakandum í ferðinni inn á reikning en aðrir hefðu greitt í reiðufé. Umræddur Arnar viti hins vegar af því að upp á vanti og sjái um „rest í seðlum.“ Björn setti sig þá í samband við Arnar og krafði hann um greiðslu eftirstöðvanna. Arnar hafi hins vegar í engu svarað því.

Hvar er Arnar?

Í ljósi þess að Arnar virtist horfinn af yfirborði jarðar var þá gefinn út reikningur af hálfu Hestaflutninga til Guðna og ítrekað reynt að innheimta hann. Þegar það gekk ekki var málið á hendur Guðna höfðað.

Guðni neitaði því hins vegar að hann hefði gert nokkurn samning um flutning hestanna og bæri því ekki ábyrgð á greiðslu fyrir þá þjónustu. Á það féllst héraðsdómur í ljósi þess að Björn hefði sannarlega samið við umræddan Arnar um flutning hestanna. Athygli vekur að hvorki Björn, Guðni né önnur vitni kváðust vita hvað umræddur Arnar héti fullu nafni og ekki hafi tekist að segja nánari deili á honum. Guðni var því sýknaður af kröfum um greiðslu umrædrra 255 þúsund króna. Guðríður, í nafni Hestaflutninga, þarf hins vegar að greiða 600 þúsund krónur í málskostnað.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
5
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
6
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár