Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kaffibars-Spaði sýknaður af kröfu vegna hestaflutninga

Deilt um greiðsl­ur vegna hesta­ferð­ar fasta­gesta Kaffi­bars­ins fyr­ir dóm­stól­um. Eng­inn vill kann­ast við að þekkja Arn­ar sem átti að sjá um að greiða skuld í seðl­um.

Kaffibars-Spaði sýknaður af kröfu vegna hestaflutninga
Arnar finnst hvergi Enginn virðist vita hver Kaffibars-Spaðinn Arnar er. Mynd: Shutterstock

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Guðna Kára Gylfason af kröfum um greiðslu 255 þúsund króna vegna hestaflutninga sumarið 2017 upp í Kerlingafjöll og á Hveravelli. Í málinu kom fram að einhver Arnar, sem hvorki stefnandi né stefndi virtust vita nokkur skil á, hefði pantað hestaflutninginn og átt að sjá um að greiða eftirstöðvar af skuld vegna hans. Sá Arnar virðist hafa gufað upp af yfirborði jarðar. Var Guðni ekki talinn geta borið ábyrgð á viðskiptum hins týnda Arnars og var hann því sýknaður.

Málsatvik voru þau að í júlí 2017 fór Guðni ásamt á annan tug manna í hestaferð. Mennirnir munu, eftir því sem fram kom við skýrslutökur í málinu, tilheyra félagsskap sem kallar sig Spaðarnir og þann félagsskap mynda einkum menn sem sækja Kaffibarinn, vínveitingahús í Reykjavík.

Stefnandi í málinu, Guðríður Gunnarsdóttir, á fyrirtækið Hestaflutninga og fram kom við meðferð málsins að maður að nafni Arnar hefði sent eiginmanni Guðríðar, Birni Ólafssyni, skilaboð og æskt þess að Björn flytti hross fyrir hópinn á Hveravelli og sækti þá í Kerlingarfjöll fimm dögum síðar. Á þetta mun Björn hafa fallist með skilaboðum til téðs Arnars og sagt að fyrir það tæki hann 20 þúsund krónur á hest. Hestarnir voru 22 talsins og sendi Björn títtnefndum Arnari kröfu um greiðslu á 440 þúsund krónum fyrir vikið.

Guðni kemur til sögunnar

Björn mun síðan hafa sent Guðna eftirfarandi skilaboð 18. júlí 2017: „Sæll Guðni. Ég flutti hestana f. ykkur. Þar sem ferð ykkar gekk brösuglega og varð dýrari en við mátti búast gaf ég Arnari rúmlega 100 þús kr afslátt á umsömdu verði ef staðið yrði við að greiða flutninginn í dag. Mér er sagt að þú sért peninga Spaðinn. Arnar er m bankaupplýsingar.“

Guðni svaraði skilaboðum Björns og greiddi honum síðan daginn eftir, 19. júlí, með millifærslu 185 þúsund krónur. Guðni sendi Birni skilaboð þess efnis að umrædd upphæð hefði verið sú sem hann hefði fengið greidda frá þátttakandum í ferðinni inn á reikning en aðrir hefðu greitt í reiðufé. Umræddur Arnar viti hins vegar af því að upp á vanti og sjái um „rest í seðlum.“ Björn setti sig þá í samband við Arnar og krafði hann um greiðslu eftirstöðvanna. Arnar hafi hins vegar í engu svarað því.

Hvar er Arnar?

Í ljósi þess að Arnar virtist horfinn af yfirborði jarðar var þá gefinn út reikningur af hálfu Hestaflutninga til Guðna og ítrekað reynt að innheimta hann. Þegar það gekk ekki var málið á hendur Guðna höfðað.

Guðni neitaði því hins vegar að hann hefði gert nokkurn samning um flutning hestanna og bæri því ekki ábyrgð á greiðslu fyrir þá þjónustu. Á það féllst héraðsdómur í ljósi þess að Björn hefði sannarlega samið við umræddan Arnar um flutning hestanna. Athygli vekur að hvorki Björn, Guðni né önnur vitni kváðust vita hvað umræddur Arnar héti fullu nafni og ekki hafi tekist að segja nánari deili á honum. Guðni var því sýknaður af kröfum um greiðslu umrædrra 255 þúsund króna. Guðríður, í nafni Hestaflutninga, þarf hins vegar að greiða 600 þúsund krónur í málskostnað.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár