Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ríkisútvarpið gefur ekkert upp um stöðu Björns Braga

Björn Bragi Arn­ars­son, spyr­ill í Gettu Bet­ur, hef­ur ját­að að hafa áreitt 17 ára stúlku kyn­ferð­is­lega um liðna helgi. Dag­skrár­stjóri sjón­varps RÚV seg­ist með­vit­að­ur um mál­ið og það sé í skoð­un.

Ríkisútvarpið gefur ekkert upp um stöðu Björns Braga
Spyrill í Gettu betur Björn Bragi, fyrir miðju, er spyrill í spurningakeppninni Gettu betur, sem er þáttur um og fyrir nemendur í framhaldsskólum. Björn Bragi hefur játað að hafa áreitt 17 ára stúlku kynferðislega um liðna helgi. Mynd: RÚV

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps Ríkisútvarpsins, segir í svari til Stundarinnar að þar innanhúss sé fólk meðvitað um mál Björns Braga Arnarssonar. Það sé í skoðun en meira sé ekki hægt að gefa upp að svo stöddu. Björn Bragi hefur játað að hafa áreitt 17 ára stúlku kynferðislega um liðna helgi.

Í gær fór á flug myndband sem sýndi Björn Braga áreita stúlkuna kynferðislega, með því að snerta hana á ósæmilegan hátt og án hennar vilja. Töluverð umræða varð á samfélagsmiðlum um málið og var Björn Bragi gagnrýndur harkalega fyrir vikið. Björn Bragi birti svo í nótt yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem hann játar hegðunina, segir hana óásættanlega og að hann sé miður sín yfir því. Hann lýsti því að hann hefði sett sig í samband við stúlkuna og fjölskyldu hennar í gærkvöldi og beðið afsökunar á hegðuninni.

Björn Bragi er skemmtikraftur og sjónvarpsmaður og meðal annars gegnir hann stöðu spyrils í spurningakeppninni Gettu betur, sem er þáttur um og fyrir framhaldsskólanema. Stundin sendi Skarphéðni Guðmundssyni og Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra fyrirspurn vegna málsins. Þar var óskað svara við eftirfarandi spurningum um hegðun Björns Braga:

-Hvaða augum lítur Ríkisútvarpið hegðun sem þessa af hendi starfsfólks síns?

-Hvaða reglur eru í gildi innan Ríkisútvarpsins þegar kemur að málum sem þessum?

-Mun Ríkisútvarpið bregðast við í málinu með einhverjum hætti?

-Mun Björn Bragi eftir sem áður gegna hlutverki spyrils í spurningakeppninni Gettu betur, þætti um og fyrir framhaldsskólanema?

-Mun málið hafa einhver frekari áhrif á stöðu eða störf Björns Braga innan Ríkisútvarpsins?

 Skarphéðinn svaraði fyrirspurn Stundarinnar með eftirfarandi hætti: „Við erum að sjálfsögðu meðvituð um málið og það er í skoðun eins og gefur að skilja. Meira getum við ekki gefið upp að svo stöddu.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár