Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ríkisútvarpið gefur ekkert upp um stöðu Björns Braga

Björn Bragi Arn­ars­son, spyr­ill í Gettu Bet­ur, hef­ur ját­að að hafa áreitt 17 ára stúlku kyn­ferð­is­lega um liðna helgi. Dag­skrár­stjóri sjón­varps RÚV seg­ist með­vit­að­ur um mál­ið og það sé í skoð­un.

Ríkisútvarpið gefur ekkert upp um stöðu Björns Braga
Spyrill í Gettu betur Björn Bragi, fyrir miðju, er spyrill í spurningakeppninni Gettu betur, sem er þáttur um og fyrir nemendur í framhaldsskólum. Björn Bragi hefur játað að hafa áreitt 17 ára stúlku kynferðislega um liðna helgi. Mynd: RÚV

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps Ríkisútvarpsins, segir í svari til Stundarinnar að þar innanhúss sé fólk meðvitað um mál Björns Braga Arnarssonar. Það sé í skoðun en meira sé ekki hægt að gefa upp að svo stöddu. Björn Bragi hefur játað að hafa áreitt 17 ára stúlku kynferðislega um liðna helgi.

Í gær fór á flug myndband sem sýndi Björn Braga áreita stúlkuna kynferðislega, með því að snerta hana á ósæmilegan hátt og án hennar vilja. Töluverð umræða varð á samfélagsmiðlum um málið og var Björn Bragi gagnrýndur harkalega fyrir vikið. Björn Bragi birti svo í nótt yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem hann játar hegðunina, segir hana óásættanlega og að hann sé miður sín yfir því. Hann lýsti því að hann hefði sett sig í samband við stúlkuna og fjölskyldu hennar í gærkvöldi og beðið afsökunar á hegðuninni.

Björn Bragi er skemmtikraftur og sjónvarpsmaður og meðal annars gegnir hann stöðu spyrils í spurningakeppninni Gettu betur, sem er þáttur um og fyrir framhaldsskólanema. Stundin sendi Skarphéðni Guðmundssyni og Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra fyrirspurn vegna málsins. Þar var óskað svara við eftirfarandi spurningum um hegðun Björns Braga:

-Hvaða augum lítur Ríkisútvarpið hegðun sem þessa af hendi starfsfólks síns?

-Hvaða reglur eru í gildi innan Ríkisútvarpsins þegar kemur að málum sem þessum?

-Mun Ríkisútvarpið bregðast við í málinu með einhverjum hætti?

-Mun Björn Bragi eftir sem áður gegna hlutverki spyrils í spurningakeppninni Gettu betur, þætti um og fyrir framhaldsskólanema?

-Mun málið hafa einhver frekari áhrif á stöðu eða störf Björns Braga innan Ríkisútvarpsins?

 Skarphéðinn svaraði fyrirspurn Stundarinnar með eftirfarandi hætti: „Við erum að sjálfsögðu meðvituð um málið og það er í skoðun eins og gefur að skilja. Meira getum við ekki gefið upp að svo stöddu.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár