Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Katrín: Nýjar upp­lýsingar úr Glitnis­skjölunum hafa engin áhrif á stjórnarsamstarfið

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir ekki við hæfi að þing­menn séu stór­tæk­ir í við­skipt­um sam­hliða þing­mennsku og að við­skipti í skatta­skjól­um grafi und­an lýð­ræð­is­sam­fé­lög­um. Við­horf henn­ar til stjórn­mála­sam­starfs­ins við Bjarna Bene­dikts­son og Sjálf­stæð­is­flokk­inn er óbreytt.

Katrín: Nýjar upp­lýsingar úr Glitnis­skjölunum hafa engin áhrif á stjórnarsamstarfið
Engin áhrif Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að viðhorf hennar til stjórnarsamstarfsins við Bjarna Benediktsson hafi ekki breyst þar sem upplýsingarnar um viðskiptaumsvif hafi legið fyrir í aðdraganda þingkosninganna árið 2017. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Það er mín afstaða að stjórnmálamenn eigi almennt ekki að vera umsvifamiklir í viðskiptum samhliða stjórnmálastarfi þar sem það skapar tortryggni og vantraust,“  segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, í svari sínu við spurningum Stundarinnar um afstöðu hennar til upplýsinga um viðskipti Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, sem Stundin hefur greint frá í fréttum sem unnar eru upp úr skjölum innan úr Glitni banka.

„Að sama skapi liggur fyrir að núverandi fjármálaráðherra hefur ekki komið að neinum slíkum umsvifum í áratug“ 

Katrín segir að hins vegar breyti þessar upplýsingar engu um viðhorf hennar til núverandi ríkisstjórnar þar sem margháttaðar upplýsingar um viðskipti Bjarna hafi legið fyrir í aðdraganda kosninganna um haustið 2017.  Hún segir að þær reglur um hagsmunaskráningu þingmanna sem nú eru í gildi hafi ekki gilt á árunum fyrir hrunið 2008 og einnig að Bjarni hafi ekki haft neina aðkomu að viðskiptalífinu í áratug: „Þá liggur einnig fyrir, líkt og fram kemur í frétt Stundarinnar um þessa fyrirspurn, að upplýsingar um margþætt umsvif núverandi fjármálaráðherra í viðskiptalífinu samhliða þingmennsku fyrir hrun höfðu komið fram áður en gengið var til síðustu kosninga. Að sama skapi liggur fyrir að núverandi fjármálaráðherra hefur ekki komið að neinum slíkum umsvifum í áratug,“ segir Katrín. 

Miðað við svör Katrínar þá er hún á þeirri skoðun að þingmenn eigi ekki að vera stórir þátttakendur í viðskiptalífinu samhliða þingmennsku en að sama skapi þá telur hún að viðskiptaumsvif Bjarna hafi legið fyrir um hríð og að frekari upplýsingar um þau hafi ekki breytt viðhorfi hennar til samvinnu við Bjarna og flokk hans.

Fleiri stjórnmálamenn virkir í viðskiptum

Eitt af því sem Katrín bendir á í rökstuðningi sínum fyrir svari sínu er að aðkoma stjórnmálamanna að viðskiptalífinu á Íslandi hafi ekki verið bundin við Bjarna Benediktsson heldur hafi fleiri þingmenn tekið þátt í viðskiptalífinu. Þannig má segja að Katrín bendi á að slík aðkoma stjórnmálamanna að viðskiptalífinu hafi verið lenska á árunum fyrir hrunið 2008. „Sömuleiðis hefur á þeim tíu árum sem liðin eru frá hruni umhverfi þingmanna verið breytt mjög til hins betra. Þannig voru teknar upp reglur um hagsmunaskráningu og siðareglur fyrir þingmenn á árunum eftir hrun sem ekki voru á Íslandi fyrir hrun. Ástæða þess er meðal annars umfjöllun í Rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem fjallað er um viðskiptaumsvif þingmanna á þessum tíma, meðal annars núverandi fjármálaráðherra en einnig annarra þingmanna enda voru slík umsvif ekki óalgeng á þessum tíma,“ segir í svari Katrínar. 

„... enda voru slík umsvif ekki óalgeng á þessum tíma“

Fram kemur í svari Katrínar að hún telji réttara að horfa á kerfið almennt, heldur en að líta til einstakra, siðferðislegra álitamála í þessum efnum. „Ég hef ekki verið og er ekki hlynnt þeirri afstöðu að smætta kerfislægan vanda í einstök siðferðileg álitamál sem eru afleiðing aukinnar einstaklingshyggju og einstaklingsvæðingar stjórnmálanna. Það eru mun langdrægari áhrif sem hljótast af því að breyta kerfinu sjálfu,“ segir hún.

Í umfjöllun Stundarinnar hefur meðal annars komið fram að Bjarni hafi stýrt viðskiptaveldi sem skilur eftir sig tæplega 130 milljarða króna ógreiddar skuldir í íslenska bankakerfinu. 

„Það er og hefur verið mín skoðun að mikilvægt sé að íslensk og alþjóðleg löggjöf taki á skattaskjólum enda grafa þau undan velferðar- og lýðræðissamfélögum.“

Skattaskjól grafa undan lýðræðissamfélögum 

Stundin spurði Katrínu einnig um viðhorf hennar til skattaskjóla en upplýsingar í Glitnisskjölunum gefa fyllri mynd en áður hefur komið fram um viðskipti Bjarna Benediktssonar í félaginu Falson í skattaskjólinu Seychelles fyrir hrunið 2008. Í svari sínu um skattaskjól segir forsætisráðherra: „Aflandsfélög á lágskattasvæðum er ein afurð frjálsra fjármagnsflutninga og nýfrjálshyggjuvæðingar alþjóðaviðskipta. Það er og hefur verið mín skoðun að mikilvægt sé að íslensk og alþjóðleg löggjöf taki á skattaskjólum enda grafa þau undan velferðar- og lýðræðissamfélögum.“

Frekari upplýsingar um viðskipti Bjarna í skattaskjólum hafa því, samkvæmt öðru svari Katrínar, ekki heldur haft áhrif á viðhorf hennar til samstarfs við hann og flokkinn. 

Tekið skal fram að greint var frá þessum frekari upplýsingum um viðskipti Bjarna í skattaskjólum fyrir kosningarnar til Alþingis í fyrra. 

Spurningar Stundarinnar og svör Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra fylgja hér á eftir. 

Svar Katrínar við spurningum Stundarinnar um viðhorf hennar til viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar: 

„Það er mín afstaða að stjórnmálamenn eigi almennt ekki að vera umsvifamiklir í viðskiptum samhliða stjórnmálastarfi þar sem það skapar tortryggni og vantraust. Um það voru stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar engan veginn sammála fyrir hrun eins og kemur fram í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Vinstri-græn höfðu þó skýra sýn á þessi mál en við vorum t.d. fyrsti flokkurinn til að gera grein fyrir öllum styrkjum einkaaðila til hreyfingarinnar og gagnrýna óskýr mörk milli stjórnmála og viðskiptalífs. En sem betur fer skapaðist samstaða á sínum tíma um lög um fjármál stjórnmálaflokka þannig að þau mál hafa tekið stórfelldum breytingum til batnaðar.

Sömuleiðis hefur á þeim tíu árum sem liðin eru frá hruni umhverfi þingmanna verið breytt mjög til hins betra. Þannig voru teknar upp reglur um hagsmunaskráningu og siðareglur fyrir þingmenn á árunum eftir hrun sem ekki voru á Íslandi fyrir hrun. Ástæða þess er meðal annars umfjöllun í Rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem fjallað er um viðskiptaumsvif þingmanna á þessum tíma, meðal annars núverandi fjármálaráðherra en einnig annarra þingmanna enda voru slík umsvif ekki óalgeng á þessum tíma.

Vegna þessara nýju reglna liggja nú fyrir upplýsingar um möguleg fjárhagsleg tengsl þingmanna og ráðherra. Þá liggur einnig fyrir, líkt og fram kemur í frétt Stundarinnar um þessa fyrirspurn, að upplýsingar um margþætt umsvif núverandi fjármálaráðherra í viðskiptalífinu samhliða þingmennsku fyrir hrun höfðu komið fram áður en gengið var til síðustu kosninga. Að sama skapi liggur fyrir að núverandi fjármálaráðherra hefur ekki komið að neinum slíkum umsvifum í áratug. Þessar upplýsingar lágu því fyrir þegar Vinstri græn tóku ákvörðun um að mynda núverandi ríkisstjórn. Það sem mestu réð þó við þá ákvörðun var að með þeim sáttmála sem liggur til grundvallar ríkisstjórnarsamstarfinu verður ráðist í þau löngu tímabæru samfélagslega mikilvægu verkefni sem Vinstri-græn lögðu áherslu á fyrir kosningar.

Aflandsfélög á lágskattasvæðum er ein afurð frjálsra fjármagnsflutninga og nýfrjálshyggjuvæðingar alþjóðaviðskipta. Það er og hefur verið mín skoðun að mikilvægt sé að íslensk og alþjóðleg löggjöf taki á skattaskjólum enda grafa þau undan velferðar- og lýðræðissamfélögum. Á árunum eftir hrun voru innleiddar svokallaðar CFC-reglur sem ætlað var að tryggja upplýsingaskráningu um slík félög. Þá beitti ég mér sérstaklega fyrir því að reglur yrðu settar um svokallaða þunna eiginfjármögnun og lagði ítrekað fram frumvörp þess efnis. Slíkar reglur voru leiddar í lög á grundvelli frumvarps frá núverandi fjármálaráðherra þar sem ýmsar aðrar reglur til að sporna gegn skattsvikum voru innleiddar. Frekari lagabreytingar voru gerðar fyrr á þessu ári til að vinna gegn skattsvikum og á þingmálaskrá í nóvember er áætlað frumvarp  með frekari breytingum í þessa átt. Þar má m.a. nefna ákvæði um svokölluð CFC-félög sem heimila stjórnvöldum að skattleggja tekjur erlendra félaga sem staðsett eru í skattaskjólum, en eru í íslenskri eigu hér á landi. Sömuleiðis verða reglur um milliverðlagningu og sömuleiðis reglur um frádrátt vaxta vegna lána milli tengdra aðila hertar og gerðar skýrari.

Í frumvarpinu verður einnig að finna hertar reglur um skattlagningu starfsmannaleiga. Þessar breytingar munu án efa gefa skattyfirvöldum frekari tækifæri til að herða róðurinn gegn skattundandrætti og skattsvikum til viðbótar við þau sem lögfest hafa verið á undanförnum árum í tengslum við aðild Íslands að BEPS-aðgerðaáætlun OECD og G20 ríkjanna gegn alþjóðlegri skattasniðgöngu og skattaskjólum. Aukinn fjöldi upplýsingaskiptasamninga milli Íslands og annarra ríkja, m.a. við þekkt skattaskjól, skipta hér einnig miklu máli.

„Í þessum málum eins og flestum öðrum er það mín afstaða að mestu skipti að breyta kerfinu“

Í þessum málum eins og flestum öðrum er það mín afstaða að mestu skipti að breyta kerfinu. Skattaskjól eru afleiðing þess kerfis sem byggt var upp á forsendum nýfrjálshyggju og frjálsra fjármagnsflutninga. Ég hef ekki verið og er ekki hlynnt þeirri afstöðu að smætta kerfislægan vanda í einstök siðferðileg álitamál sem eru afleiðing aukinnar einstaklingshyggju og einstaklingsvæðingar stjórnmálanna. Það eru mun langdrægari áhrif sem hljótast af því að breyta kerfinu sjálfu og það er t.d. fagnaðarefni að baráttan gegn skattaskjólum og vinna til að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu sé orðið eitt af forgangsmálum OECD. Þessi afstaða mín kom raunar fram í viðtali við The Guardian fyrr á þessu ári þar sem ég var spurð um þessi málefni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
4
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu