Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Er gervisæta góð fyrir meltinguna?

Ný rann­sókn sýn­ir að gervisætu­efni geta haft eitr­un­ar­áhrif á bakt­erí­ur sem lifa í melt­ing­ar­vegi. Get­ur haft nei­kvæð áhrif á mann­fólk.

Er gervisæta góð fyrir meltinguna?
Hefur áhrif á bakteríur Gervisæta hefur áhrif á bakteríur sem geta lifað í þarmaflóru fólks. Mynd: Shutterstock

Gervisæta eða sætuefni hefur lengi verið undir smásjánni. Til að hljóta þann heiður að vera leyfileg í augum matvælaeftirlita þurfa efni að ganga í gegnum ótal margar tilraunir sem sérstaklega eru hannaðar til að sýna fram á hvort efnið hafi áhrif á fólk eða frumur þess.

Þar sem sætuefnin aspartam, súkralósi, sakkarín, neótam, advantam og aesúlfam-k hafa öll verið leyfð hlýtur neysla þeirra að vera örugg. Vissulega eru þessi efni ekki eitruð fyrir frumurnar okkar í því magni sem þau finnast í markaðssettum matvælum, en það er ekki endilega þar með sagt að þau hafi engin áhrif.

Ímynd sætuefnanna misgóð

Fjölmargar rannsóknir hafa farið fram þar sem verið er að skoða hvort t.d. langtímanotkun sætuefna geti til dæmis ýtt undir myndun krabbameina, örvi bólgur eða leiði til hjarta- og æðasjúkdóma. Engin afgerandi niðurstaða hefur fengist í þessi mál. Hvorki er hægt að sverta nafn sætuefnanna með „krabbameinsvaldandi“ stimplinum, né hreinsa …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár