Gervisæta eða sætuefni hefur lengi verið undir smásjánni. Til að hljóta þann heiður að vera leyfileg í augum matvælaeftirlita þurfa efni að ganga í gegnum ótal margar tilraunir sem sérstaklega eru hannaðar til að sýna fram á hvort efnið hafi áhrif á fólk eða frumur þess.
Þar sem sætuefnin aspartam, súkralósi, sakkarín, neótam, advantam og aesúlfam-k hafa öll verið leyfð hlýtur neysla þeirra að vera örugg. Vissulega eru þessi efni ekki eitruð fyrir frumurnar okkar í því magni sem þau finnast í markaðssettum matvælum, en það er ekki endilega þar með sagt að þau hafi engin áhrif.
Ímynd sætuefnanna misgóð
Fjölmargar rannsóknir hafa farið fram þar sem verið er að skoða hvort t.d. langtímanotkun sætuefna geti til dæmis ýtt undir myndun krabbameina, örvi bólgur eða leiði til hjarta- og æðasjúkdóma. Engin afgerandi niðurstaða hefur fengist í þessi mál. Hvorki er hægt að sverta nafn sætuefnanna með „krabbameinsvaldandi“ stimplinum, né hreinsa …
Athugasemdir