Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra til­nefndi Ill­uga Gunn­ars­son sem formann stjórn­ar Orku­bús Vest­fjarða. Gegn­ir hann nú þrem­ur stöð­um sem ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks hafa val­ið hann í eft­ir að hann hætti í stjórn­mál­um. Tekj­ur hans af þessu, auk bið­launa, hafa ver­ið að með­al­tali rúm 1,1 millj­ón á mán­uði.

Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina
Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa valið Illuga Gunnarsson í þrjú opinber verkefni síðan Illugi hætti á þingi í ársbyrjun 2017. Mynd: Skjáskot úr fréttatíma RÚV

Illugi Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins til margra ára, var tilnefndur af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, í stjórn Orkubús Vestfjarða ohf. í maí. Sem formaður stjórnarinnar fær hann 252 þúsund krónur á mánuði í laun. Einn stjórnarfundur er í hverjum mánuði og greiðir félagið fyrir flug Illuga frá Reykjavík til Ísafjarðar á fundina auk uppihalds.

Þetta kemur fram í svari Orkubús Vestfjarða ohf. við fyrirspurn Stundarinnar um málið. Illugi var kjörinn í stjórn á aðalfundi félagsins 15. maí. Tók hann við af Viðari Helgasyni, sérfræðingi hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem gegnt hafði starfi formanns stjórnar frá 2011. Laun formanns voru hækkuð úr 240 þúsund krónum á sama aðalfundi og þegar Illugi var skipaður í stjórn.

Hefur Illugi fengið að minnsta kosti 24 milljónir króna fyrir þrjár stöður á vegum hins opinbera sem samflokksmenn hans hafa skipað hann í, auk biðlauna, frá því hann hætti á Alþingi og sem ráðherra í janúar 2017. Tekjur hans af þessum þremur verkefnum og biðlaununum hafa þannig numið rúmri 1,1 milljón króna að meðaltali á mánuði.

Illugi Gunnarsson tilkynnti um brotthvarf sitt úr stjórnmálum um ári eftir að Orku Energy-málið svokallaða kom upp þar sem hann var staðinn að því að hafa selt Hauki Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy og fyrrum vinnuveitanda sínum, íbúð sína vegna fjárhagsörðugleika og fengið að leigja hana af honum. Hagsmunatengslin lágu í þagnargildi þegar Illugi undirritaði samstarfssamning við kínverska ríkið í maí 2015 og tryggði Orku Energy stöðu „framkvæmdaraðila“ fyrir hönd íslenska ríkisins, en venjulega fá aðeins ríkisfyrirtæki eða ríkisstofnanir slíka stöðu í samningum milli einstakra ríkja.

Á meðal þeirra sem gagnrýndu Illuga harðlega var Páll Magnússon, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Sagði hann að fyrir lægju „sterkar vísbendingar um brot menntamálaráðherra á hegningarlagaákvæðum um mútuþægni“ og að pólitísk spilling á Íslandi hefði „sjaldan birst jafn hrein og kristaltær“. 

Valinn í þrjár stöður til viðbótar við biðlaun

Stundin hefur áður greint frá því að Illugi fékk greiddar 8,3 milljónir króna fyrir setu í nefnd um endurskoðun ramma peningastefnu. Var hann skipaður í nefndina af Bjarna, sem þá var forsætisráðherra. Illugi og Bjarni hafa verið bandamenn í Sjálfstæðisflokknum undanfarna áratugi. 

Þá var hann skipaður af flokksbróður sínum Jóni Gunnarssyni, þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem formaður stjórnar Byggðastofnunar. Hafði hann fengið greiddar tæpar 3,6 milljónir króna frá apríl 2017 til júníloka 2018 fyrir setu í stjórninni.

Loks átti hann rétt á biðlaunum til sex mánaða, bæði sem þingmaður og ráðherra, alls 10.957.638 kr. Fékk hann þau greidd að fullu, þrátt fyrir að hafa gegnt öðrum störfum á sama tímabili, sem að öllu jöfnu hefðu átt að leiða til skerðingar biðlauna, samkvæmt upplýsingum frá fjármálaskrifstofu Alþingis.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár