Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kennarinn sagði mér að það vantaði ljósið í augun mín

Cat­ar­ina Re­bello var týnd í skóla þang­að til kenn­ar­inn henn­ar spurði hana hvernig hún vildi sjá sjálfa sig í fram­tíð­inni.

Ég var í náttúrufræðitíma þegar ég var sextán ára ef ég man rétt. Mér fannst ég vera svo týnd, ég vissi ekki hvort ég vildi vera í skóla eða hvort ég vildi bara hanga með vinum mínum. Kennarinn minn kallaði mig til sín og spurði mig hvernig ég sæi sjálfa mig í framtíðinni og ég sagði bara: „Ég veit það ekki, ég er týnd og veit ekkert hvað ég vil gera, allt er svaka glatað akkúrat núna!“

Þá sagði hún að það væri ekkert blik í augunum mínum, sem er portúgalskt máltæki. Ég myndi sjá eftir þessu augnabliki þegar ég væri orðin 21 árs og búin með skóla, það er ef ég myndi ekki ná áttum og bara svona ... demba mér í eitthvað. Þegar maður er í skóla þá hugsar maður bara: „Ég þoli þetta ekki, ég er bara föst hérna inni með fullt af fólki,“ en á fullorðinsárum þá fattar maður að þetta er tími sem maður á að njóta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár