Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kennarinn sagði mér að það vantaði ljósið í augun mín

Cat­ar­ina Re­bello var týnd í skóla þang­að til kenn­ar­inn henn­ar spurði hana hvernig hún vildi sjá sjálfa sig í fram­tíð­inni.

Ég var í náttúrufræðitíma þegar ég var sextán ára ef ég man rétt. Mér fannst ég vera svo týnd, ég vissi ekki hvort ég vildi vera í skóla eða hvort ég vildi bara hanga með vinum mínum. Kennarinn minn kallaði mig til sín og spurði mig hvernig ég sæi sjálfa mig í framtíðinni og ég sagði bara: „Ég veit það ekki, ég er týnd og veit ekkert hvað ég vil gera, allt er svaka glatað akkúrat núna!“

Þá sagði hún að það væri ekkert blik í augunum mínum, sem er portúgalskt máltæki. Ég myndi sjá eftir þessu augnabliki þegar ég væri orðin 21 árs og búin með skóla, það er ef ég myndi ekki ná áttum og bara svona ... demba mér í eitthvað. Þegar maður er í skóla þá hugsar maður bara: „Ég þoli þetta ekki, ég er bara föst hérna inni með fullt af fólki,“ en á fullorðinsárum þá fattar maður að þetta er tími sem maður á að njóta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu