Ég var í náttúrufræðitíma þegar ég var sextán ára ef ég man rétt. Mér fannst ég vera svo týnd, ég vissi ekki hvort ég vildi vera í skóla eða hvort ég vildi bara hanga með vinum mínum. Kennarinn minn kallaði mig til sín og spurði mig hvernig ég sæi sjálfa mig í framtíðinni og ég sagði bara: „Ég veit það ekki, ég er týnd og veit ekkert hvað ég vil gera, allt er svaka glatað akkúrat núna!“
Þá sagði hún að það væri ekkert blik í augunum mínum, sem er portúgalskt máltæki. Ég myndi sjá eftir þessu augnabliki þegar ég væri orðin 21 árs og búin með skóla, það er ef ég myndi ekki ná áttum og bara svona ... demba mér í eitthvað. Þegar maður er í skóla þá hugsar maður bara: „Ég þoli þetta ekki, ég er bara föst hérna inni með fullt af fólki,“ en á fullorðinsárum þá fattar maður að þetta er tími sem maður á að njóta.
Athugasemdir