Samfélagið í Sandgerði er í losti yfir fréttum af pari sem grunað er um stórfelld kynferðisbrot gegn dætrum sínum, að sögn sóknarprests á svæðinu. Áfallasamvera var haldin í safnaðarheimilinu í gærkvöldi.
Önnur dóttirin kom sjálf á lögreglustöð 10. júlí og lagði fram kæru á hendur móður sinni og stjúpföður. Eftir rannsókn málsins var gefin út ákæra á hendur parinu 1. október fyrir að hafa nauðgað dóttur konunnar og tekið ljósmyndir og myndband af ofbeldinu. Þau eru einnig ákærð fyrir að hafa veitt barninu áfengi og framleitt myndefni sem sýndi hana á kynferðislegan hátt.
Innan réttarvörslukerfisins hefur verið rætt um málið sem „það ógeðslegasta í sögunni“. Þá hafi þau látið hina dótturina horfa á verknaðinn og þannig ógnað á alvarlegan hátt velferð hennar.
Bæði hafa játað sök að hluta í yfirheyrslum. Þá er maðurinn einnig ákærður fyrir vörslu barnakláms, vörslu vopna og að hafa ítrekað rassskellt dæturnar á beran rassinn. Landsréttur …
Athugasemdir