Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Áfallasamvera vegna óhugnanlegs barnaníðingsmáls í Sandgerði

Sam­fé­lag­ið er sleg­ið yf­ir frétt­um af pari í Sand­gerði sem gef­ið er að sök að hafa nauðg­að dótt­ur sinni og lát­ið aðra dótt­ur horfa á. Ákærðu höfðu sótt kirkju í Garði og seg­ist sókn­ar­prest­ur enn vera að jafna sig á tíð­ind­un­um um hverj­ir ættu í hlut.

Áfallasamvera vegna óhugnanlegs barnaníðingsmáls í Sandgerði
Sandgerði Barnaníðingsmálið hefur vakið óhug á Suðurnesjum og í samfélaginu öllu. Mynd: Shutterstock

Samfélagið í Sandgerði er í losti yfir fréttum af pari sem grunað er um stórfelld kynferðisbrot gegn dætrum sínum, að sögn sóknarprests á svæðinu. Áfallasamvera var haldin í safnaðarheimilinu í gærkvöldi.

Önnur dóttirin kom sjálf á lögreglustöð 10. júlí og lagði fram kæru á hendur móður sinni og stjúpföður. Eftir rannsókn málsins var gefin út ákæra á hendur parinu 1. október fyrir að hafa nauðgað dóttur konunnar og tekið ljósmyndir og myndband af ofbeldinu. Þau eru einnig ákærð fyrir að hafa veitt barninu áfengi og framleitt myndefni sem sýndi hana á kynferðislegan hátt.

Innan réttarvörslukerfisins hefur verið rætt um málið sem „það ógeðslegasta í sögunni“. Þá hafi þau látið hina dótturina horfa á verknaðinn og þannig ógnað á alvarlegan hátt velferð hennar.

Bæði hafa játað sök að hluta í yfirheyrslum. Þá er maðurinn einnig ákærður fyrir vörslu barnakláms, vörslu vopna og að hafa ítrekað rassskellt dæturnar á beran rassinn. Landsréttur …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár