Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Orri Páll krefst þess að umfjöllun um frásögn Meagan og vinkvenna hennar verði stöðvuð

Lög­mað­ur Orra Páls Dýra­son­ar, frá­far­andi tromm­ara Sig­ur Rós­ar, fer fram á að Stund­in stöðvi um­fjöll­un um frá­sögn Meag­an Boyd og vin­kvenna henn­ar.

Orri Páll krefst þess að umfjöllun um frásögn Meagan og vinkvenna hennar verði stöðvuð
Orri Páll Dýrason

Lögmaður Orra Páls Dýrasonar, fráfarandi trommara Sigur Rósar, krefst þess að Stundin stöðvi umfjöllun sína um frásögn ungrar, bandarískrar konu, Meagan Boyd, sem sakar hann um nauðgun, ásamt vitnisburð vinkvenna hennar. Ritstjórum Stundarinnar barst bréf þess efnis í dag.

Í bréfi lögmannsins er farið fram á að Stundin birti ekki frekari umfjallanir um frásögn Meagan Boyd, þar sem hún greinir frá því að  Orri Páll hefði beitt hana kynferðisofbeldi. Stundin hafði ítrekað leitað til Orra Páls og umboðsskrifstofu hans vegna fréttar sem birtist í prentútgáfu Stundarinnar á morgun, en ekki fengið svör fyrr en bréf lögmannsins barst.

„Eftir því sem næst verður komist stendur til að birta viðtal í tímaritinu Stundinni við konuna og hugsanlega vinkonur hennar,“ segir í bréfinu. „Umbjóðandi minn vill þess vegna árétta, að málið snýst um að settar hafa verið fram fullyrðingar um alvarlega refsiverða háttsemi af hálfu umbjóðanda míns, sem engar sönnur hafa verið færðar fyrir. Umbjóðandi minn vinnur að því að fá sig hreinsaðan af þessum ásökunum, en hafði í hyggju að gera það utan kastljóss fjölmiðlanna. Hann telur þessar ásakanir bæði grófar ærumeiðingar í sinn garð og freklegt brot á friðhelgi einkalífs hans og fjölskyldu, ekki síst barna hans.“

Segir umfjöllunina einhliða

Í bréfinu segir að frekari skrif um málið feli í sér umfjöllun um persónu Orra Páls og einkalífshagsmuni hans, sem hann eigi rétt á að njóta friðar um. Þá sé umfjöllunin í samhengi sem hann kæri sig ekki um.

„Með bréfi þessu er farið fram á að Útgáfufélagið Stundin ehf. birti ekki frekari umfjallanir um ásakanir konunnar í garð umbjóðanda míns, sérstaklega meðan enn hafa engar sönnur verið færðar fyrir þeim og viðeigandi yfirvöld hafa ekki tekið þær til skoðunar. Athygli er vakin á því að Útgáfufélagið Stundin ehf. hefur ekki, og getur ekki, haft nokkra sennilega ástæðu til að ætla að ásakanir þessarar konu séu réttar. Umbjóðandi minn áskilur sér því allan rétt gagnvart fjölmiðlinum ef þessar ásakanir, sem umbjóðandi minn hefur alfarið hafnað, eru birtar og fá frekari útbreiðslu með einhliða umfjöllun í Stundinni, s.s. með viðtali við umrædda konu og fjölmiðillinn kjósi þannig að gera persónuleg málefni umbjóðanda míns að áframhaldandi fréttaefni, í stað þess að þau séu leyst á viðeigandi vettvangi.“

Umfjöllunin verður ekki stöðvuð

Ritstjórar Stundarinnar, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, hafa svarað lögmanni Orra Páls. Þar er kröfu um stöðvun umfjöllunarinnar hafnað. Umfjöllunin verður birt í prentútgáfu Stundarinnar, sem kemur út á morgun.

Svar Stundarinnar er eftirfarandi:

Tilgangur umfjöllunar Stundarinnar snýr að því að greina frá bakgrunni, vitnum og eðli þeirra atvika sem ung kona, Meagan Boyd, greindi frá og hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum víða um heim. 

Fjallað hefur verið um málið í öllum helstu fjölmiðlum Íslands, til dæmis Ríkisútvarpinu, Morgunblaðinu, Fréttablaðinu, Vísi, og svo framvegis, en einnig erlendis, allt frá Washington Post til South China Morning Post. 

Konan steig fram í anda Me-too-byltingarinnar, sem gengur út á að tryggja konum rými til frásagna, og verður umfjöllun um þau mál ekki afturkölluð. Frásögn hennar varð til þess að Orri Páll Dýrason sagði skilið við eina þekktustu hljómsveit Íslandssögunnar, sem á aðdáendur um allan heim. Umfjöllunin er ekki einhliða að öðru leyti en því að Orri Páll kaus að svara ekki spurningum vegna málsins, en þegar fram komnum skýringum hans er komið skýrt á framfæri í umfjölluninni. 

Krafa Orra Páls um að umfjöllunin verði stöðvuð stangast á við tjáningarfrelsi konunnar, rétt almennings til upplýsinga um það sem er í samfélagsumræðunni og svo tjáningarfrelsi fjölmiðla. Að stöðva umfjöllun núna, í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að vitni greini frá og að konan færi fram frásögn af umræddum atvikum, er óréttlætanlegt. Stundin mun verjast fyrir dómstólum ef þess krefst.

Fyrir hönd Stundarinnar

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri

Jón Trausti Reynisson ritstjóri

---

Fyrirvari um hagsmuni: Í greininni fjallar Stundin um mögulegt dómsmál sem fjölmiðillinn er beinn aðili að.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.
Segist hafa fengið „gríðarlegan stuðning“ eftir sýknudóminn
FréttirKynferðisbrot

Seg­ist hafa feng­ið „gríð­ar­leg­an stuðn­ing“ eft­ir sýknu­dóm­inn

Mað­ur á sex­tugs­aldri sem ját­aði að hafa strok­ið þroska­skertri konu með kyn­ferð­is­leg­um hætti og lát­ið hana snerta lim sinn ut­an klæða var sýkn­að­ur í Hér­aðs­dómi Suð­ur­lands ár­ið 2017. Hann er ánægð­ur með með­ferð­ina sem hann fékk í ís­lensku rétt­ar­kerfi. „Ég var í sam­bandi við móð­ur stúlk­unn­ar með­an á þessu stóð og þau buðu mér heim í kaffi,“ seg­ir hann.

Mest lesið

Ágreiningurinn um útlendingamáin
3
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Lenya Rún efst í Reykjavíkurkjördæmunum
4
FréttirAlþingiskosningar 2024

Lenya Rún efst í Reykja­vík­ur­kjör­dæmun­um

Lenya Rún var efst í próf­kjöri Pírata sem var sam­eig­in­legt fyr­ir bæði Reykja­vík­ur­kjör­dæm­in og leið­ir hún því ann­an lista flokks­ins í Reykja­vík fyr­ir al­þing­is­kosn­ing­arn­ar. Fyr­ir neð­an hana í próf­kjör­inu voru þrír sitj­andi þing­menn flokks­ins og tveir borg­ar­full­trú­ar. Ugla Stef­an­ía leið­ir list­ann í Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
4
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
6
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár