Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Krabbameinsáætlun í skúffu ráðherra

Krabba­meinsáætl­un sem unn­in var fyr­ir heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2016 var aldrei sett í gang. All­ar Norð­ur­landa­þjóð­ir nema Ís­land hafa inn­leitt slíka áætl­un.

Krabbameinsáætlun í skúffu ráðherra

Vinnu lauk við gerð krabbameinsáætlunar fyrir heilbrigðisráðuneytið árið 2016, en áætlunin var aldrei sett í gang. Gildistími hennar var til 2020 en verkefnastjórn hefur aldrei komið saman. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Krabbameinsáætlanir eru algengar í Evrópu og hafa verið innleiddar á öllum Norðurlöndum nema Íslandi. Vinna við íslensku áætlunina hófst 2011 og tók hún fimm ár, með aðkomu helstu sérfræðinga í málaflokknum. Krabbameinsáætlanir miða að því að fækka nýgreiningum krabbameina, draga úr dánartíðni vegna þeirra og bæta lífsgæði einstaklinga með krabbamein með forvörnum og meðferð.

„Þetta er bara sorglegt að svona vinnu skuli daga uppi en því miður er þetta of algengt þegar lagt er af stað í svona mikla vinnu í litlu samfélagi sem er vanburða til að taka heildstæða áætlun og vinna úr,“ segir Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, læknir og formaður hópsins sem vann áætlunina, í viðtali við Fréttablaðið.

Ófeigur segir áætluninni hafa verið stungið í skúffu. „Við Íslendingar erum ekki góðir í að innleiða áætlanir. Ég held að það sé margbúið að sanna þá staðreynd að það er ekki okkar styrkleiki,“ segir Ófeigur.

Krabbamein er að verða algengasta dánarorsök Íslendinga með hækkandi aldri, en um 1.500 manns greinast árlega. Þriðja hver manneskja greinist með krabbamein á lífsleiðinni og hefur sjúkdómurinn mikil áhrif á fjölskyldur þeirra sem greinast.

Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og fyrir aðstandendur, segir að erfitt sé að komast í gegnum frumskóg kerfisins eftir greiningu. Kallar hún eftir stofnun embættis umboðsmanns sjúklinga til að styðja við krabbameinsveika og aðstandendur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár