Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingmaður segir flugumenn bera út óhróður um sig

„Ég sagði óvart SS-sveit­in,“ seg­ir Ásmund­ur Frið­riks­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem er ósátt­ur við að fjall­að hafi ver­ið um um­mæli hans á Al­þingi. Hann full­yrð­ir að „flugu­menn“ beri út óhróð­ur um hann.

Þingmaður segir flugumenn bera út óhróður um sig
Ásmundur Friðriksson Hélt tilfinningaþrungna ræðu um það sem hann nefnir dreifingu óhróðurs um hann í kjölfar umfjöllunar um orð hans um SS-sveit.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hélt tilfiningaþrungna ræðu á þingi í dag þar sem hann sakaði fjölmiðla um að ganga erinda Pírata og sagði þá hafa flugumenn á sínum snærum við að bera út óhróður um hann.

Tilefni ræðu Ásmundar var að greint var frá því í fjölmiðlum í gær að hann hefði sagt á Alþingi að „SS-menn“ að sunnan kæmu í veg fyrir framfarir á Vestfjörðum, vegna þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefði synjað laxeldi í Patreksfirði og Tálknafirði um starfsleyfi á grundvelli umhverfissjónarmiða.

Ásmundur sagðist í dag hafa ruglast. Hann hefði skrifað á minnisblað sitt „SS“, sem skammstöfun fyrir „sérfræðingar að sunnan“, en óvart lesið það upp. „Ég sagði óvart SS-sveitin. Sérfræðingarnir að sunnan. Það fannst mér mjög miður. Og hafi ég ætlað að vera með eitthvað gáttlæti í huga á þessari stundu, sem var mjög alvarleg, að þá var það ekki svo. En það stóð ekki á viðbrögðunum. Píratarnir stóðu hér upp og fóru að bendla mig við stormsveitir þriðja ríkisins. Og það er eins og þegar þeir tala um mig í þessum sal, að það er eins og bóndi blístri á hlíðinn smalahund, þegar Stundin og Kjarninn, í þessu tilfelli, og oftast Ríkisútvarpið, taka upp eftir þeim það sem ég mismælti mig hér í gær. Og þeir fara að bera mig saman við þessa morðóðu hunda frá Þýskalandi.“

Þess ber að geta að fullyrðing Ásmdunar um að Stundin hafi fjallað um ummæli hans í gær, er röng.

Ræða ÁsmundarÁsmundur Friðriksson gagnrýndi opinbera umfjöllun um orð hans á Alþingi í dag.

Dró orð sín til baka

Kjarninn fjallaði hins vegar um ummæli Ásmundar í frétt í gær,  sem og gagnrýni píratans Smára McCarthy á líkingu við sérsveitir nasista, sem gengu undir nafninu SS-sveitir.  Smári steig upp í pontu og brást við orðum Ásmundar á þingi í gær: „Ég kem aðallega til að gera athugasemd við það að hv. þingmaður skuli líkja stofnunum sem eru mikilvægar samfélaginu, og eru vissulega sumar með höfuðstöðvar í Reykjavík, við stormsveitir nasista sem stóðu að miklum morðum og ódæðum í seinni heimsstyrjöld. Mér finnst það ósmekklegt þar sem annað er lagalaus skríll sem drap fólk og hitt eru stofnanir sem eru mikilvægar samfélaginu og voru stofnaðar til að framfylgja lögum sem voru sett í þessum sal. Mér þykir full ástæða til að biðja hv. þingmann um að draga þau tilteknu orð til baka svo að við getum rætt málið á eðlilegum grundvelli.“

Svo fór í gær að Ásmundur dró orð sín til baka og áréttaði: „Það er hárrétt hjá háttvirtum þingmanni að það var algjörlega ósæmilegt að minnast á þetta á þennan hátt. Það var heldur ekki meint þannig. Ég var að tala um sérfræðingana að sunnan og skammstafaði það þannig. Ég vil taka skýrt fram að ég ætlaði ekki að höggva í sama knérunn og átti alls ekki von á því að sú mynd yrði dregin upp af umræðu minni, ég ætla ekki einu sinni að nefna það á nafn af því það er ekki minn háttur.“

„Svo hafa þeir flugumenn úti í bæ“

Ásmundur fullyrti í ræðu sinni í dag að ekki væri fjallað um að pírati hefði sagt Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, hafa „sömu skoðanir og Adolf Hitler“.

„Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur.“

Hann fullyrti auk þess að flugumenn væru á ferli sem dreifðu óhróðri um hann. „Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur. Sömu aðilar tala um þjóðhöfðingja vestrænna ríkja, sem kosnir eru af fólkinu, og líkja þeim við Mussolini og þennan títtnefnda Adolf Hitler. Og svo hafa þeir alls konar flugumenn úti í bæ sem bera ófögnuðinn út um mann. Þetta er fólkið sem stendur upp í þessum sal, trekk í trekk, ber upp á mann lygar, hefur sagt að ég væri þjófur, hafi stolið peningum af þinginu, og þau þurfa ekki að standa fyrir neinu. Og svo hafa þeir flugumenn úti í bæ, sem senda ósómann yfir mann, sem taka ósómann úr fjölmiðlunum og senda yfir mann . Á fésbókinni og víðar. Mér finnst bara að þetta sé óboðlegt fyrir þingið að það skuli vera talað svona um þingmenn, að þeir séu SS-menn.“

Ásmundur hefur sætt gagnrýni vegna rangra fullyrðinga hans um kostnað við móttöku hælisleitenda. Einnig hefur hann lagt til að bakgrunnur allra múslima á Íslandi verði kannaður með tilliti til þess að hætta sé á að þeir séu hryðjuverkamenn. Þá hefur Ásmundur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum eftir að í ljós kom að hann hefði innheimt 4,6 milljónir króna í akstursgreiðslur frá Alþingi, vegna aksturs sem samkvæmt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda kostaði hann að raunvirði aðeins rúmar tvær milljónir króna.

Ásakaði formann velferðarnefndar

Ásmundur hefur áður gagnrýnt fjölmiðla á Alþingi og sagði meðal annars í ræðustól á þingi að hann hefði „ekki miklar mætur“ á Stundinni. Áður hafði Stundin fjallaði um að hann hefði svarað fjöldapósti vegna boðunar fundar um barnaverndarmál í velferðarnefnd Alþingis, sem hann á sæti í, með þeim orðum að hann myndi sleppa fundinum, með þeirri skýringu að málið sem um ræddi hefði verið til umfjöllunar í Stundinni: „Ég verð ekki á þessum fundi og ég les ekki Stundina, en er það fjölmiðill sem fólk tekur mark á aðrir en Píratar. Bkv Ási Friðriks.“ Þá sakaði hann formann nefndarinnar, Halldóru Mogensen, þingmann pírata, um að „mígleka“ upplýsingum til Stundarinnar, vegna birtingar tölvupóstins, en nokkur fjöldi fólks fékk viðkomandi tölvupóst fyrir utan Halldóru, sem hafnaði alfarið ásökunum Ásmundar.

Fyrirvari um hagsmuni: Fjölmiðillinn Stundin, sem flytur þessa frétt, kemur fyrir í orðum þingmannsins sem fjallað er um.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu