Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Alda Lóa segir frétt Morgunblaðsins „aðför að valdalausu fólki“

Alda Lóa Leifs­dótt­ir blaða­mað­ur seg­ir vinnu­brögð Morg­un­blaðs­ins ótrú­lega og fram­göngu fjár­mála­stjóra Efl­ing­ar að­för að valda­lausu fólki. Eig­in­mað­ur Öldu, Gunn­ar Smári Eg­ils­son, ber fjár­drátt upp á fjár­mála­stjór­ann.

Alda Lóa segir frétt Morgunblaðsins „aðför að valdalausu fólki“
Formaður Eflingar Vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Stundina. Mynd: Heiða Helgadóttir

Skrif Morgunblaðsins um meint átök innan stéttarfélagsins Eflingar eru aðför að valdalausu fólki, loks þegar það fær smá athygli. Þetta segir Alda Lóa Leifsdóttir, blaðamaður og ljósmyndari, en störf hennar fyrir Eflingu hafa verið dregin inn í harkalegar deilur undanfarna daga í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. „Mér finnst þetta vera aðför gegn minni vinnu,“ segir Alda Lóa.

Í frétt Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag var fullyrt að á skrifstofu Eflingar stéttarfélags logaði allt í deilum sem, að sögn blaðsins, mætti rekja til ofríkis nýs formanns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og framkvæmdastjórans Viðars Þorsteinssonar. Í fréttinni var greint frá því að fjármálastjóri Eflingar til áratuga, Kristjana Valgeirsdóttir, væri komin í veikindaleyfi og fullyrt að ástæðan væri átök hennar við formann félagsins, Sólveigu Önnu, og framkvæmdastjórann Viðar. Samkvæmt fréttinni átti Kristjana að hafa neitað að greiða Öldu Lóu háan reikning, um eina milljón króna, fyrir skrif og ljósmyndatöku í þágu Eflingar nema með samþykki stjórnar félagsins. Áður á Alda Lóa, samkvæmt sömu frétt, þegar að hafa fengið greiddar fjórar milljónir fyrir verkið.

Segist hafa sent inn tilboð sem var samþykkt

Alda Lóa segist í samtali við Stundina ekki hafa fengið greitt að fullu fyrir verkefnið sitt „Fólkið í Eflingu“ sem hófst núna í júní og hefur vakið mikla athygli. „Mér finnst þetta vera aðför gegn minni vinnu,“ segir Alda Lóa í samtali við Stundina.

Alda Lóa segir að hún hafi sent inn tilboð fyrir verkefnið á Eflingu sem var samþykkt. Laun Öldu voru verktakalaun á blaðamannataxta. Í tilboðinu var líka tækjakostnaður þar sem Alda er ljósmyndari. Fyrir viðtölin þurfti hún einnig að ferðast til Hveragerðis og Þorlákshafnar. 

Gunnar Smári sakar fjármálastjórann um fjárdrátt

Gunnar Smári Egilsson, eiginmaður Öldu, birti úttekt á Facebook-síðu sinni þar sem hann rakti þær greiðslur sem hann segir Öldu hafa fengið frá Eflingu og jafnframt að Alda hafi enn aðeins fengið greitt fyrir 63 af 100 samþykktum viðtölum. Gunnar Smári nafngreindi fjármálastjórann Kristjönu á Facebook og sagði hana hafa kosið að sverta nafn eiginkonu sinnar til að koma höggi á yfirmenn sína, þau Sólveigu og Viðar. Þá greindi  Gunnar Smári einnig frá því að Alda Lóa segði það fjarri sannleikanum að hún hefði fengið fjórar milljónir borgaðar frá Eflingu. Bar hann í athugasemd á Facebook það upp á fjármálastjórann Kristjönu að hún hefði stungið á sig góðum hluta af þeirri upphæð. Sagði Gunnar Smári jafnframt að honum væri skapi næst að ganga í Eflingu til að krefjast þess að gerð yrði rannsókn á störfum hennar innan félagsins síðustu áratugi. Kristjana hefur ráðið sér lögmann og neitað að svara um málið. Stundin hefur ekki náð sambandi við Kristjönu. Rétt er að geta þess að Gunnar Smári er stofnandi Sósíalistaflokks Íslands og er formaður framkvæmdastjórnar flokksins. Sósíalistaflokkurinn var hvað stærstur bakhjarla B-lista Sólveigar Önnu fyrir síðustu kosningar í stjórn Eflingar.

Formaðurinn neitar að tjá sig

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur neitað að svara til um ástæðu veikindaleyfisins. Hún vildi ekki tjá sig um ásakanir Gunnars Smára í samtali við Stundina og vísaði í yfirlýsinguna sem hún og Viðar Þorsteinsson gáfu út vegna skrifa Morgunblaðsins. 

Í yfirlýsingunni hafna þau fréttaflutningi Morgunblaðsins með þeim orðum að aðeins sé um „óstaðfestar sögusagnir og dylgjur“  að ræða. 

„Hvorki formaður né framkvæmdastjóri Eflingar kannast við þá fullyrðingu blaðamanns Morgunblaðsins að fjármálastjóri hafi neitað að greiða reikninga frá Öldu Lóu Leifsdóttur blaðamanni sökum þess að þeir hafi ekki verið samþykktir af stjórn. Alda Lóa hefur með ótvíræðu samþykki stjórnar Eflingar unnið hið glæsilega kynningarverkefni „Fólkið í Eflingu“, og fyrir þá vinnu sína hefur hún að sjálfsögðu fengið greitt. Hafa þær greiðslur verið í fullkomnu samræmi við ákvörðun stjórnar um úthlutun fjármuna til verkefnisins,“ segir í yfirlýsingunni. „Fjármálastjóri og bókari hafa annast meðhöndlun innsendra reikninga vegna verkefnisins athugasemdalaust. Fullyrðing Morgunblaðsins um að þær greiðslur hafi verið ásteitingarsteinn milli nýrra stjórnenda og fjármálastjóra félagsins er röng og stenst enga skoðun.“

Alda Lóa segir að frétt Morgunblaðsins sé ósönn hvað hana varði. „Þetta eru bara ótrúleg vinnubrögð,“ segir Alda Lóa. „Þetta hryggir mig, mér finnst þetta vera aðför að valdalausu fólki. Þegar það fær loksins einhverja smá athygli að það fái þessi sóðalegu viðbrögð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu