Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Alda Lóa segir frétt Morgunblaðsins „aðför að valdalausu fólki“

Alda Lóa Leifs­dótt­ir blaða­mað­ur seg­ir vinnu­brögð Morg­un­blaðs­ins ótrú­lega og fram­göngu fjár­mála­stjóra Efl­ing­ar að­för að valda­lausu fólki. Eig­in­mað­ur Öldu, Gunn­ar Smári Eg­ils­son, ber fjár­drátt upp á fjár­mála­stjór­ann.

Alda Lóa segir frétt Morgunblaðsins „aðför að valdalausu fólki“
Formaður Eflingar Vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Stundina. Mynd: Heiða Helgadóttir

Skrif Morgunblaðsins um meint átök innan stéttarfélagsins Eflingar eru aðför að valdalausu fólki, loks þegar það fær smá athygli. Þetta segir Alda Lóa Leifsdóttir, blaðamaður og ljósmyndari, en störf hennar fyrir Eflingu hafa verið dregin inn í harkalegar deilur undanfarna daga í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. „Mér finnst þetta vera aðför gegn minni vinnu,“ segir Alda Lóa.

Í frétt Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag var fullyrt að á skrifstofu Eflingar stéttarfélags logaði allt í deilum sem, að sögn blaðsins, mætti rekja til ofríkis nýs formanns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og framkvæmdastjórans Viðars Þorsteinssonar. Í fréttinni var greint frá því að fjármálastjóri Eflingar til áratuga, Kristjana Valgeirsdóttir, væri komin í veikindaleyfi og fullyrt að ástæðan væri átök hennar við formann félagsins, Sólveigu Önnu, og framkvæmdastjórann Viðar. Samkvæmt fréttinni átti Kristjana að hafa neitað að greiða Öldu Lóu háan reikning, um eina milljón króna, fyrir skrif og ljósmyndatöku í þágu Eflingar nema með samþykki stjórnar félagsins. Áður á Alda Lóa, samkvæmt sömu frétt, þegar að hafa fengið greiddar fjórar milljónir fyrir verkið.

Segist hafa sent inn tilboð sem var samþykkt

Alda Lóa segist í samtali við Stundina ekki hafa fengið greitt að fullu fyrir verkefnið sitt „Fólkið í Eflingu“ sem hófst núna í júní og hefur vakið mikla athygli. „Mér finnst þetta vera aðför gegn minni vinnu,“ segir Alda Lóa í samtali við Stundina.

Alda Lóa segir að hún hafi sent inn tilboð fyrir verkefnið á Eflingu sem var samþykkt. Laun Öldu voru verktakalaun á blaðamannataxta. Í tilboðinu var líka tækjakostnaður þar sem Alda er ljósmyndari. Fyrir viðtölin þurfti hún einnig að ferðast til Hveragerðis og Þorlákshafnar. 

Gunnar Smári sakar fjármálastjórann um fjárdrátt

Gunnar Smári Egilsson, eiginmaður Öldu, birti úttekt á Facebook-síðu sinni þar sem hann rakti þær greiðslur sem hann segir Öldu hafa fengið frá Eflingu og jafnframt að Alda hafi enn aðeins fengið greitt fyrir 63 af 100 samþykktum viðtölum. Gunnar Smári nafngreindi fjármálastjórann Kristjönu á Facebook og sagði hana hafa kosið að sverta nafn eiginkonu sinnar til að koma höggi á yfirmenn sína, þau Sólveigu og Viðar. Þá greindi  Gunnar Smári einnig frá því að Alda Lóa segði það fjarri sannleikanum að hún hefði fengið fjórar milljónir borgaðar frá Eflingu. Bar hann í athugasemd á Facebook það upp á fjármálastjórann Kristjönu að hún hefði stungið á sig góðum hluta af þeirri upphæð. Sagði Gunnar Smári jafnframt að honum væri skapi næst að ganga í Eflingu til að krefjast þess að gerð yrði rannsókn á störfum hennar innan félagsins síðustu áratugi. Kristjana hefur ráðið sér lögmann og neitað að svara um málið. Stundin hefur ekki náð sambandi við Kristjönu. Rétt er að geta þess að Gunnar Smári er stofnandi Sósíalistaflokks Íslands og er formaður framkvæmdastjórnar flokksins. Sósíalistaflokkurinn var hvað stærstur bakhjarla B-lista Sólveigar Önnu fyrir síðustu kosningar í stjórn Eflingar.

Formaðurinn neitar að tjá sig

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur neitað að svara til um ástæðu veikindaleyfisins. Hún vildi ekki tjá sig um ásakanir Gunnars Smára í samtali við Stundina og vísaði í yfirlýsinguna sem hún og Viðar Þorsteinsson gáfu út vegna skrifa Morgunblaðsins. 

Í yfirlýsingunni hafna þau fréttaflutningi Morgunblaðsins með þeim orðum að aðeins sé um „óstaðfestar sögusagnir og dylgjur“  að ræða. 

„Hvorki formaður né framkvæmdastjóri Eflingar kannast við þá fullyrðingu blaðamanns Morgunblaðsins að fjármálastjóri hafi neitað að greiða reikninga frá Öldu Lóu Leifsdóttur blaðamanni sökum þess að þeir hafi ekki verið samþykktir af stjórn. Alda Lóa hefur með ótvíræðu samþykki stjórnar Eflingar unnið hið glæsilega kynningarverkefni „Fólkið í Eflingu“, og fyrir þá vinnu sína hefur hún að sjálfsögðu fengið greitt. Hafa þær greiðslur verið í fullkomnu samræmi við ákvörðun stjórnar um úthlutun fjármuna til verkefnisins,“ segir í yfirlýsingunni. „Fjármálastjóri og bókari hafa annast meðhöndlun innsendra reikninga vegna verkefnisins athugasemdalaust. Fullyrðing Morgunblaðsins um að þær greiðslur hafi verið ásteitingarsteinn milli nýrra stjórnenda og fjármálastjóra félagsins er röng og stenst enga skoðun.“

Alda Lóa segir að frétt Morgunblaðsins sé ósönn hvað hana varði. „Þetta eru bara ótrúleg vinnubrögð,“ segir Alda Lóa. „Þetta hryggir mig, mér finnst þetta vera aðför að valdalausu fólki. Þegar það fær loksins einhverja smá athygli að það fái þessi sóðalegu viðbrögð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár