Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Alda Lóa segir frétt Morgunblaðsins „aðför að valdalausu fólki“

Alda Lóa Leifs­dótt­ir blaða­mað­ur seg­ir vinnu­brögð Morg­un­blaðs­ins ótrú­lega og fram­göngu fjár­mála­stjóra Efl­ing­ar að­för að valda­lausu fólki. Eig­in­mað­ur Öldu, Gunn­ar Smári Eg­ils­son, ber fjár­drátt upp á fjár­mála­stjór­ann.

Alda Lóa segir frétt Morgunblaðsins „aðför að valdalausu fólki“
Formaður Eflingar Vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Stundina. Mynd: Heiða Helgadóttir

Skrif Morgunblaðsins um meint átök innan stéttarfélagsins Eflingar eru aðför að valdalausu fólki, loks þegar það fær smá athygli. Þetta segir Alda Lóa Leifsdóttir, blaðamaður og ljósmyndari, en störf hennar fyrir Eflingu hafa verið dregin inn í harkalegar deilur undanfarna daga í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. „Mér finnst þetta vera aðför gegn minni vinnu,“ segir Alda Lóa.

Í frétt Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag var fullyrt að á skrifstofu Eflingar stéttarfélags logaði allt í deilum sem, að sögn blaðsins, mætti rekja til ofríkis nýs formanns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og framkvæmdastjórans Viðars Þorsteinssonar. Í fréttinni var greint frá því að fjármálastjóri Eflingar til áratuga, Kristjana Valgeirsdóttir, væri komin í veikindaleyfi og fullyrt að ástæðan væri átök hennar við formann félagsins, Sólveigu Önnu, og framkvæmdastjórann Viðar. Samkvæmt fréttinni átti Kristjana að hafa neitað að greiða Öldu Lóu háan reikning, um eina milljón króna, fyrir skrif og ljósmyndatöku í þágu Eflingar nema með samþykki stjórnar félagsins. Áður á Alda Lóa, samkvæmt sömu frétt, þegar að hafa fengið greiddar fjórar milljónir fyrir verkið.

Segist hafa sent inn tilboð sem var samþykkt

Alda Lóa segist í samtali við Stundina ekki hafa fengið greitt að fullu fyrir verkefnið sitt „Fólkið í Eflingu“ sem hófst núna í júní og hefur vakið mikla athygli. „Mér finnst þetta vera aðför gegn minni vinnu,“ segir Alda Lóa í samtali við Stundina.

Alda Lóa segir að hún hafi sent inn tilboð fyrir verkefnið á Eflingu sem var samþykkt. Laun Öldu voru verktakalaun á blaðamannataxta. Í tilboðinu var líka tækjakostnaður þar sem Alda er ljósmyndari. Fyrir viðtölin þurfti hún einnig að ferðast til Hveragerðis og Þorlákshafnar. 

Gunnar Smári sakar fjármálastjórann um fjárdrátt

Gunnar Smári Egilsson, eiginmaður Öldu, birti úttekt á Facebook-síðu sinni þar sem hann rakti þær greiðslur sem hann segir Öldu hafa fengið frá Eflingu og jafnframt að Alda hafi enn aðeins fengið greitt fyrir 63 af 100 samþykktum viðtölum. Gunnar Smári nafngreindi fjármálastjórann Kristjönu á Facebook og sagði hana hafa kosið að sverta nafn eiginkonu sinnar til að koma höggi á yfirmenn sína, þau Sólveigu og Viðar. Þá greindi  Gunnar Smári einnig frá því að Alda Lóa segði það fjarri sannleikanum að hún hefði fengið fjórar milljónir borgaðar frá Eflingu. Bar hann í athugasemd á Facebook það upp á fjármálastjórann Kristjönu að hún hefði stungið á sig góðum hluta af þeirri upphæð. Sagði Gunnar Smári jafnframt að honum væri skapi næst að ganga í Eflingu til að krefjast þess að gerð yrði rannsókn á störfum hennar innan félagsins síðustu áratugi. Kristjana hefur ráðið sér lögmann og neitað að svara um málið. Stundin hefur ekki náð sambandi við Kristjönu. Rétt er að geta þess að Gunnar Smári er stofnandi Sósíalistaflokks Íslands og er formaður framkvæmdastjórnar flokksins. Sósíalistaflokkurinn var hvað stærstur bakhjarla B-lista Sólveigar Önnu fyrir síðustu kosningar í stjórn Eflingar.

Formaðurinn neitar að tjá sig

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur neitað að svara til um ástæðu veikindaleyfisins. Hún vildi ekki tjá sig um ásakanir Gunnars Smára í samtali við Stundina og vísaði í yfirlýsinguna sem hún og Viðar Þorsteinsson gáfu út vegna skrifa Morgunblaðsins. 

Í yfirlýsingunni hafna þau fréttaflutningi Morgunblaðsins með þeim orðum að aðeins sé um „óstaðfestar sögusagnir og dylgjur“  að ræða. 

„Hvorki formaður né framkvæmdastjóri Eflingar kannast við þá fullyrðingu blaðamanns Morgunblaðsins að fjármálastjóri hafi neitað að greiða reikninga frá Öldu Lóu Leifsdóttur blaðamanni sökum þess að þeir hafi ekki verið samþykktir af stjórn. Alda Lóa hefur með ótvíræðu samþykki stjórnar Eflingar unnið hið glæsilega kynningarverkefni „Fólkið í Eflingu“, og fyrir þá vinnu sína hefur hún að sjálfsögðu fengið greitt. Hafa þær greiðslur verið í fullkomnu samræmi við ákvörðun stjórnar um úthlutun fjármuna til verkefnisins,“ segir í yfirlýsingunni. „Fjármálastjóri og bókari hafa annast meðhöndlun innsendra reikninga vegna verkefnisins athugasemdalaust. Fullyrðing Morgunblaðsins um að þær greiðslur hafi verið ásteitingarsteinn milli nýrra stjórnenda og fjármálastjóra félagsins er röng og stenst enga skoðun.“

Alda Lóa segir að frétt Morgunblaðsins sé ósönn hvað hana varði. „Þetta eru bara ótrúleg vinnubrögð,“ segir Alda Lóa. „Þetta hryggir mig, mér finnst þetta vera aðför að valdalausu fólki. Þegar það fær loksins einhverja smá athygli að það fái þessi sóðalegu viðbrögð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár