Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Braut gegn stjórnarskrá af stórfelldu gáleysi en segist hafa „unnið Landsdómsmálið efnislega“

Dreg­in var upp vill­andi mynd af Lands­dóms­mál­inu og nið­ur­stöð­um þess í við­tali Kast­ljóss við Geir H. Haar­de. Frétta­mað­ur sagði Geir hafa ver­ið dæmd­an fyr­ir að halda ekki fund­ar­gerð­ir og Geir sagð­ist hafa unn­ið Lands­dóms­mál­ið efn­is­lega. Hvor­ugt kem­ur heim og sam­an við nið­ur­stöðu Lands­dóms.

Braut gegn stjórnarskrá af stórfelldu gáleysi en segist hafa „unnið Landsdómsmálið efnislega“
Geir fyrir Landsdómi Var dæmdur fyrir stjórnarskrárbrot og stórfellt gáleysi í aðdraganda hrunsins. Mynd: Pressphotos.biz / Gréta

G

eir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi sendiherra Íslands í Washington, hélt því fram í Kastljóssþætti um hrunið að hann hafi verið „sýknaður af öllum efnislegu ákæruatriðum, eins og þú sagðir, öllum alvarlegustu atriðunum“. Þetta kemur illa heim og saman við dóm Landsdóms þar sem Geir var sakfelldur fyrir stjórnarskrárbrot og stórfellt gáleysi í aðdraganda hrunsins. 

Þegar vikið var að Landsdómsmálinu í Kastljósi fullyrti spyrill ranglega að Geir hefði verið sakfelldur fyrir það eitt „að halda ekki fundargerðir“. Hið rétta er að Geir var sakfelldur fyrir brot gegn 17. gr. stjórnarskrár lýðveldisins um skylduna til að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni. 

Geir hefur áður sett fram staðhæfingar sem eru á skjön við dóminn. „Það er sakfellt fyrir eitt smáatriði í þessu og það meira að segja svo smávægilega að það er ekki refsað fyrir það. Og þetta smáatriði er formsatriði. Það er svokallað formbrot.“  Hins vegar kom skýrt fram í niðurstöðu meirihluta Landsdóms að sú háttsemi Geirs að láta farast fyrir að hlíta fyrirmælum 17. greinar stjórnarskrárinnar varð ekki eingöngu til þess að brotin væri formregla, heldur stuðlaði hún að því að ekki var á vettvangi ríkisstjórnarinnar mörkuð pólitísk stefna til að takast á við þann mikla vanda sem Geir hlaut að vera ljós í febrúar 2008. 

Í viðtalinu við Geir sagði hann að ákvörðun Alþingis um að ákæra hann hefði ekki verið „góð leið til að gera upp hrunið“. Rætur dómsmálsins hefðu verið pólítísks eðlis. „Menn voru að reyna að hefna sín á gömlum pólítískum andstæðingi og hans flokki,“ sagði Geir í viðtalinu. Þá hélt því fram að með sýknuninni hefði Landsdómur hreinsað hann af áfellisdómum yfir honum sem fram komu í rannsóknarskýrslu Alþingis.

Þetta er athyglisverð túlkun í ljósi þess að í skýrslu rannsóknarnefndar er sérstaklega fjallað um að það hljóti að „veikja starf stjórnvalda verulega“ ef jafn mikilvæg málefni og yfirvofandi efnahagshrun eru ekki rædd á vettvangi ríkisstjórnar. „Rétt er að benda á ákvæði 17. gr. stjórnarskrárinnar í þessu sambandi. Samkvæmt þeim er skylt að ræða nýmæli í lögum og „mikilvæg stjórnarmálefni“ á ráðherrafundum, eða ríkisstjórnarfundum eins og þeir kallast að jafnaði,“ segir í kafla skýrslunnar um ábyrgð, mistök og vanrækslu. Var svo Geir dæmdur fyrir einmitt þetta í Landsdómi, en ekki taldist sannað með óyggjandi hætti að hann hefði brotið lög að öðru leyti. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
FréttirFjármálahrunið

Jón Ás­geir var á „djöfla­mergn­um“ og reyndi að fá Sam­herja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár