Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Braut gegn stjórnarskrá af stórfelldu gáleysi en segist hafa „unnið Landsdómsmálið efnislega“

Dreg­in var upp vill­andi mynd af Lands­dóms­mál­inu og nið­ur­stöð­um þess í við­tali Kast­ljóss við Geir H. Haar­de. Frétta­mað­ur sagði Geir hafa ver­ið dæmd­an fyr­ir að halda ekki fund­ar­gerð­ir og Geir sagð­ist hafa unn­ið Lands­dóms­mál­ið efn­is­lega. Hvor­ugt kem­ur heim og sam­an við nið­ur­stöðu Lands­dóms.

Braut gegn stjórnarskrá af stórfelldu gáleysi en segist hafa „unnið Landsdómsmálið efnislega“
Geir fyrir Landsdómi Var dæmdur fyrir stjórnarskrárbrot og stórfellt gáleysi í aðdraganda hrunsins. Mynd: Pressphotos.biz / Gréta

G

eir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi sendiherra Íslands í Washington, hélt því fram í Kastljóssþætti um hrunið að hann hafi verið „sýknaður af öllum efnislegu ákæruatriðum, eins og þú sagðir, öllum alvarlegustu atriðunum“. Þetta kemur illa heim og saman við dóm Landsdóms þar sem Geir var sakfelldur fyrir stjórnarskrárbrot og stórfellt gáleysi í aðdraganda hrunsins. 

Þegar vikið var að Landsdómsmálinu í Kastljósi fullyrti spyrill ranglega að Geir hefði verið sakfelldur fyrir það eitt „að halda ekki fundargerðir“. Hið rétta er að Geir var sakfelldur fyrir brot gegn 17. gr. stjórnarskrár lýðveldisins um skylduna til að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni. 

Geir hefur áður sett fram staðhæfingar sem eru á skjön við dóminn. „Það er sakfellt fyrir eitt smáatriði í þessu og það meira að segja svo smávægilega að það er ekki refsað fyrir það. Og þetta smáatriði er formsatriði. Það er svokallað formbrot.“  Hins vegar kom skýrt fram í niðurstöðu meirihluta Landsdóms að sú háttsemi Geirs að láta farast fyrir að hlíta fyrirmælum 17. greinar stjórnarskrárinnar varð ekki eingöngu til þess að brotin væri formregla, heldur stuðlaði hún að því að ekki var á vettvangi ríkisstjórnarinnar mörkuð pólitísk stefna til að takast á við þann mikla vanda sem Geir hlaut að vera ljós í febrúar 2008. 

Í viðtalinu við Geir sagði hann að ákvörðun Alþingis um að ákæra hann hefði ekki verið „góð leið til að gera upp hrunið“. Rætur dómsmálsins hefðu verið pólítísks eðlis. „Menn voru að reyna að hefna sín á gömlum pólítískum andstæðingi og hans flokki,“ sagði Geir í viðtalinu. Þá hélt því fram að með sýknuninni hefði Landsdómur hreinsað hann af áfellisdómum yfir honum sem fram komu í rannsóknarskýrslu Alþingis.

Þetta er athyglisverð túlkun í ljósi þess að í skýrslu rannsóknarnefndar er sérstaklega fjallað um að það hljóti að „veikja starf stjórnvalda verulega“ ef jafn mikilvæg málefni og yfirvofandi efnahagshrun eru ekki rædd á vettvangi ríkisstjórnar. „Rétt er að benda á ákvæði 17. gr. stjórnarskrárinnar í þessu sambandi. Samkvæmt þeim er skylt að ræða nýmæli í lögum og „mikilvæg stjórnarmálefni“ á ráðherrafundum, eða ríkisstjórnarfundum eins og þeir kallast að jafnaði,“ segir í kafla skýrslunnar um ábyrgð, mistök og vanrækslu. Var svo Geir dæmdur fyrir einmitt þetta í Landsdómi, en ekki taldist sannað með óyggjandi hætti að hann hefði brotið lög að öðru leyti. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
FréttirFjármálahrunið

Jón Ás­geir var á „djöfla­mergn­um“ og reyndi að fá Sam­herja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
3
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.
Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
6
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár