Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Býður sig fram sem formaður Sjómannafélags Íslands fyrst kvenna

Heið­veig hef­ur ver­ið virk í hags­muna­bar­áttu sjó­manna og með­al ann­ars vak­ið at­hygli á veiði­gjalda­frum­varpi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra. Hún til­kynni fram­boð sitt til for­manns í dag.

Býður sig fram sem formaður Sjómannafélags Íslands fyrst kvenna
Heiðveig María Skortur á samstöðu er á meðal forystu og sjómanna samkvæmt Heiðveigu.

Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, tilkynnti í dag framboð sitt til formanns Sjómannafélags Íslands. Framboðið tilkynnti hún á Facebook síðu sinni í dag.

Baráttumál hennar eru að bæta úr því sem hún kallar skort á samstöðu sjómanna og aðgerðarleysi forystunnar. 

„Ég vil í framhaldi af þessari ákvörðun örva umræðu meðal sjómanna og kalla á sama tíma eftir áhugasömu fólki til að vinna að og móta stefnu framboðsins.“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Heiðveig er á meðal fárra kvenna í félaginu og fyrsta konan til að bjóða sig fram í stjórn félagsins. Hún lýsti yfir framboði sínu í tölvupósti til stjórnar félagsins í maí þar sem hún meðal annars óskaði eftir upplýsingum um hvernig mótframboðum gegn sitjandi stjórn væri háttað og einnig um upplýsingar ársreikninga síðustu þriggja ára. Þrátt fyrir ítrekun fékk hún ekkert svar frá forystunni. 

„Ég skal leyfa mér að fullyrða það að það er engin önnur stétt á Íslandi, aðrir en opinberir starfsmenn, sem eru með kjör sín jafn bundin í lög og sjómenn,“ segir Heiðveig í samtali við Stundina. „Það er mikið af lagagreinum sem snerta kjör okkar.“

Stundin fjallaði um umsögn Heiðveigar við veiðigjaldafrumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í gær, en þar minnist Heiðveig meðal annars á að lögin snerti kjör sjómanna enn frekar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sjávarútvegur

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
FréttirSjávarútvegur

Sam­herji greið­ir nær enga skatta á Kýp­ur af tug­millj­arða eign­um

Dótt­ur­fé­lög Sam­herja á Kýp­ur stunda millj­arða króna við­skipti með fisk við önn­ur fé­lög Sam­herja en þessi við­skipti koma ekki fram í op­in­ber­um gögn­um Hag­stofu Ís­lands. Fé­lög­in greiddu að­eins 22 millj­ón­ir króna í skatta þar í landi á ár­un­um 2013 og 2014, þrátt fyr­ir að eiga rúm­lega 20 millj­arða eign­ir þar. Fé­lög Sam­herja hafa með­al ann­ars lán­að pen­inga til Ís­lands í gegn­um fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Ís­lands.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár