Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Gagnrýnir aðgerðaleysi forystu sjómannafélaga

Heið­veig María Ein­ars­dótt­ir gafst upp á að bíða eft­ir for­ystu sjó­manna og sendi sjálf inn um­sögn við frum­varp sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra um veiði­gjöld­in. Sama að­gerð­ar­leysi birt­ist henni í mál­um sem varða sjó­menn.

Gagnrýnir aðgerðaleysi forystu sjómannafélaga
Veiðigjöld umdeild Heiðveig María telur að frumvarpið gefi útgerðum hvata til þess að lækka verð til sjómanna.

 Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, gagnrýnir forystu sjómanna fyrir aðgerðarleysi, en aðeins ein umsögn hefur verið send inn vegna frumvarps Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um veiðigjöld. Hana skrifar Heiðveig sjálf, en hún deildi umsögninni í færslu á Facebook síðu sinni í dag. „Miðað við mína reynslu af samskiptum við okkar verkalýðsforystu gerði ég ekki ráð fyrir að okkar hagsmuna væri gætt hér frekar en fyrri daginn þegar nýtt veiðigjaldafrumvarp var kynnt nú í síðustu viku,“ segir í færslunni. 

Gafst upp og sendi sjálf inn umsögn

Segist Heiðveig ítrekað hafa reynt að vekja athygli á málum sem þarf að bregðast við, „bæði í beinum samtölum við forsvarsmenn þessara félaga og með skrifum, og fleira til að vekja athygli á þeim atriðum sem mér finnst mikilvægt að sé fjallað um og unnið að á þeim tíma sem líður á milli samningaviðræðna“.

 „Miðað við mína reynslu af samskiptum við okkar verkalýðsforystu gerði ég ekki ráð fyrir að okkar hagsmuna væri gætt hér frekar en fyrri daginn“

Hún hafi meðal annars bent á hvernig sjómenn fengu einir stétta ekki aukið mótframlag launagreiðanda í lífeyrissjóði, gagnrýnt framgöngu forystunnar varðandi myndavélaeftirlit og nú síðast varðandi frumvarp um breytingar á veiðigjaldinu.

„Við sjómenn ræðum það okkar á milli að líklega verði veiðigjöldin að einhverju leiti klipin af okkar hlut og af þeirri ástæðu hef ég tekið saman athugasemdir og umsögn um frumvarpið og komið þeim á framfæri við Atvinnuveganefnd Alþingis sem fer með málið.“

Frumvarpið „illa unnið“

Heiðveig tekur saman helstu atriði umsagnarinnar og segir að frumvarpið sé „illa unnið og langt í frá boðlegt sem grunnur að einhverskonar sátt um pólítískt hitamál“. Aðalatriði umsagnarinnar er að verðmætaaukning fiskvinnslu er ekki tekið inn í gjaldstofninn til útreiknings á veiðigjaldi. „Þetta er hvati fyrir útgerðir að lækka verð til sjómanna og handstýra enn frekar verðmyndun á fiski,“ segir í færslu Heiðveigar. Eins er ekki tekið á því að sjómenn fái ekki gert upp á réttum verðum, en opinber gögn sýna fram á það.

Í samtali við Stundina gagnrýnir Heiðveig forystu sjómanna fyrir aðgerðarleysi í þessu máli. Verkalýðsfélögin hafi ekki sent inn neina umsögn og hefur hún engin svör fengið með hvort þau vildu gera það.

„Á sama tíma og sjómannaforystan telur hag sjómanna hafa tekið stakkaskiptum eftir síðustu samninga með fríu fæði og vinnufötum sem þeir sjálfir og hjálparlaust, að eigin mati, komu inn í okkar kjör líður mér eins og þeim finnist þeir getað tekið sér pásu frá þeim málum sem okkur varða - félaga þessara stéttarfélaga.“

Sama aðgerðarleysi birtist víðar

Hún segir sama aðgerðarleysi birtast í öðrum málum. Til dæmis benti hún á að sjómenn fengu einir stétta ekki aukið mótframlag launagreiðanda í lífeyrissjóði. Það var fátt um svör hjá Sjómannasambandinu og gögnin sýna að ekkert verkalýðsfélag sjómanna senti inn umsögn fyrir frumvarpið.

Heiðveig minnist einnig á umfjöllun um frumvarp sem segir að taka eigi upp myndavélaeftirlit með veiðum, vinnslu og vigtun afla. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, sagði í samtali við RÚV í  ágúst að sjómönnum og sjómannaforystu hugnist þessu vel. „Málið er að það eru mjög skiptar skoðanir um þetta og þetta varðar okkur alveg helling, það hefur aldrei farið nein umræða fram á milli þessara aðila, á milli félaganna og sjómannanna sjálfra.“

Lesa má frumvarpið og umsögn Heiðveigar á vef Alþingis.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sjávarútvegur

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
FréttirSjávarútvegur

Sam­herji greið­ir nær enga skatta á Kýp­ur af tug­millj­arða eign­um

Dótt­ur­fé­lög Sam­herja á Kýp­ur stunda millj­arða króna við­skipti með fisk við önn­ur fé­lög Sam­herja en þessi við­skipti koma ekki fram í op­in­ber­um gögn­um Hag­stofu Ís­lands. Fé­lög­in greiddu að­eins 22 millj­ón­ir króna í skatta þar í landi á ár­un­um 2013 og 2014, þrátt fyr­ir að eiga rúm­lega 20 millj­arða eign­ir þar. Fé­lög Sam­herja hafa með­al ann­ars lán­að pen­inga til Ís­lands í gegn­um fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Ís­lands.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár