Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Dótturfélag Íslandspósts áfram fjármagnað með vaxtalausu láni þrátt fyrir fyrirmæli Samkeppniseftirlitsins

Raun­veru­leg skuld ePósts við móð­ur­fé­lag­ið er álíka há neyð­ar­lán­inu sem fjár­mála­ráð­herra veit­ir Ís­land­s­pósti. Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið felldi nið­ur níu rann­sókn­ir á meint­um sam­keppn­islaga­brot­um með skil­yrð­um sem ekki voru upp­fyllt sam­kvæmt nýj­asta árs­reikn­ingi dótt­ur­fé­lags­ins.

Dótturfélag Íslandspósts áfram fjármagnað með vaxtalausu láni þrátt fyrir fyrirmæli Samkeppniseftirlitsins
Sátt um breytingar Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins og Ingimundur Sigurpálsson er forstjóri Íslandspóts. Í febrúar 2017 felldi Samkeppniseftirlitið niður níu rannsóknir á meintum samkeppnisbrotum Íslandspósts með því skilyrði að Íslandspóstur gripi til tiltekinna ráðstafana og hætti að nota fjármagn sem stafar frá einkaréttarvarinni starfsemi til niðurgreiðslu samkeppnisrekstrar dótturfélaga. Í árslok 2017 reiddi ePóstur sig þó enn á vaxtalaust lán frá móðurfélaginu.

ePóstur ehf., dótturfélag Íslandspósts sem sinnir rafrænni póstþjónustu, reiðir sig enn á vaxtalaust lán frá móðurfélaginu þrátt fyrir að Íslandspóstur hafi skuldbundið sig, með sátt við Samkeppniseftirlitið, til að hverfa frá slíkum viðskiptaháttum. 

Skuld ePósts við móðurfélagið nemur um 284 milljónum, samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2017 sem samþykktur var á aðalfundi þann 25. júní síðastliðinn, en vaxtagjöld ePósts voru aðeins 5.547 krónur. 

Þetta er ekki í samræmi við ákvæði sáttarinnar við Samkeppniseftirlitið um að ábyrgð ríkisfyrirtækisins Íslandspósts gagnvart dótturfélögum skuli takmarkast við eiginfjárframlag og að stofnfjármögnun dótturfélaga skuli vera á kjörum sem eru ekki undir markaðskjörum sem sambærileg fyrirtæki njóta.

Brot gegn sáttinni varða viðurlögum

Í febrúar 2017 felldi Samkeppniseftirlitið niður níu rannsóknir á meintum samkeppnisbrotum Íslandspósts með því skilyrði að Íslandspóstur gripi til tiltekinna ráðstafana og tryggði að fjármagn sem stafar frá einkarétti væri ekki nýtt til niðurgreiðslu samkeppnisrekstrar. Sáttin er bindandi fyrir Íslandspóst og varða brot gegn ákvæðisorðum hennar viðurlögum samkvæmt IX. kafla samkeppnislaga. 

„Íslandspósti er óheimilt að veita dótturfélögum sínum lán á kjörum sem eru undir markaðskjörum sem sambærileg fyrirtæki njóta. Skulu kjör áður veittra lána Íslandspósts til dótturfélaga endurskoðuð með hliðsjón af þessu ákvæði,“ segir í sáttinni, en ársreikningur ePósts vegna síðasta árs, sem samþykktur var á aðalfundi félagsins 25. júní síðastliðinn, sýnir að slík endurskoðun fór ekki fram. 

Lánið frá móðurfélaginu bar enga vexti, en ef ePóstur hefði tekið lán af sömu stærðargráðu á markaðskjörum hlypu vaxtagjöldin á tugum milljóna enda er félagið í krappri stöðu og rekstrartap verulegt. Má leiða líkum að því að uppsafnaðir vextir af láni Íslandspósts til ePósts frá 2013 væru hátt í 200 milljónir.

Raunveruleg skuld dótturfélags álíka há neyðarláninu

DV greindi frá því árið 2013 að Íslandspóstur hefði tapað um 1.400 milljónum frá aldamótum á samkeppnishluta starfsemi sinnar og dótturfélaga. Á sama tíma hagnaðist Íslandspóstur um 1100 milljónir á starfsemi sem rekja má til einkaréttar fyrirtækisins á sviði póstþjónustu. Dótturfélagið ePóstur ehf. var sett á fót árið 2012 en Ríkisendurskoðun hafði frá upphafi efasemdir um stofnun þess. Árið 2013 fékk ePóstur 247 milljóna skammtímalán frá móðurfélaginu. Sama ár óskaði Íslandspóstur eftir hækkun á gjaldskrá bréfapósts í einkarétti með vísan til þess að handbært fé væri uppurið og rekstrarhalli Íslandspósts fjármagnaður með viðvarandi yfirdráttarlánum. 

Skuld ePósts við móðurfélag var 284 milljónir í fyrra og 309 milljónir árið þar áður samkvæmt efnahagsreikningi félagsins en vaxtagjöld nær engin.

Sú skuld sem dótturfélagið stæði í ef ákvæði sáttarinnar við Samkeppniseftirlitið væri fylgt, myndi hins vegar slaga hátt upp í 500 milljónir, sem er álíka há upphæð og neyðarlánið sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lagt til að ríkið veiti Íslandspósti vegna lausafjárvanda fyrirtækisins.

Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, situr í stjórn Íslandspósts en tregða stjórnarinnar til að veita upplýsingar um meðferð fjármuna hefur verið gagnrýnd, meðal annars af Félagi atvinnurekenda og af fyrrverandi formanni fjárlaganefndar

Skattalegt hagræði bjargaði afkomunni

Í sátt Íslandspósts við Samkeppniseftirlitið er kveðið á um að ef taprekstur á samkeppnisþætti á tilteknu rekstrarári sé yfirvofandi beri að „grípa til viðeigandi aðgerða til þess að afstýra því að tapreksturinn verði fjármagnaður með tekjum af þjónustu í einkarétti umfram það sem heimilt er skv. 6. mgr. 16. gr. laga nr. 19/2002 um póstþjónustu vegna starfsemi innan alþjónustu“.  Þá kemur fram að ef dótturfélög sem ekki sinna pósttengdri starfsemi séu rekin með tapi í tvö ár í röð eða í tvö ár af þremur samliggjandi rekstrarárum, skuli leggja starfsemina niður eða selja hana frá Íslandspósti.

Athygli vekur að samkvæmt ársreikningi ePósts frá því í fyrra nýtti móðurfélagið, Íslandspóstur, skattalegt tap dótturfélagsins að fjárhæð 161,8 milljón króna við gerð skattframtals og eru því 32,4 milljónir færðar sem tekjur í rekstrarreikningi ePósts. Án þessarar færslu væri tap ePósts samkvæmt rekstrarreikningi 28,9 milljónir, en með því að tekjufæra skattalegt hagræði skilaði félagið 3,4 milljóna hagnaði og kom þannig í veg fyrir að rekstrarstaðan væri neikvæð tvö ár í röð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár