Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

10 ára gjaldþrotaskiptum Samson lokið: Erlendir bankar töpuðu tugum milljarða

Þýski Comm­erzbank tap­aði 23,8 millj­örð­um ís­lenskra króna vegna gjald­þrots Sam­son eign­ar­halds­fé­lags og suð­urafríski bank­inn Stand­ard Bank tap­aði 12,8 millj­örð­um. Glitn­ir og gamli Lands­bank­inn í hópi stærstu kröfu­haf­anna.

10 ára gjaldþrotaskiptum Samson lokið: Erlendir bankar töpuðu tugum milljarða

Suður-afríski bankinn Standard tapaði 12,8 milljörðum vegna gjaldþrots Samson eignarhaldsfélags ehf. og þýski bankinn Commerzbank tapaði 23,8 milljörðum. 

Skiptum á búi Samson, fjárfestingarfélagi Björgólfsfeðga sem keypti hlut ríkisins í Landsbankanum árið 2002, lauk með úthlutunargerð þann 5. september síðastliðinn. 

Um tíu ár eru liðin síðan félagið var lýst gjaldþrota í kjölfar bankahrunsins og yfirtöku ríkisins á Landsbankanum. Hlutaféð í Landsbankanum var helsta eign Samsons sem hafði veðsett hlutinn fyrir tugmilljarða lánum frá Commerzbank og Standard.

Lýstar kröfur í þrotabú Samson námu 77,4 milljörðum króna og fengust 6,5 milljarðar upp í kröfurnar eða 8,6 prósent að því er fram kom í Lögbirtingarblaðinu á miðvikudag. 

Að sögn Helga Birgissonar, skiptastjóra þrotabúsins, lýsti Commerzbank 26 milljarða kröfu í búið en Standard lýsti kröfu upp á 14 milljarða. Kröfur Glitnis voru 9 milljarðar og kröfur gamla Landsbankans 5 milljarðar. 

„Greiddust að fullu búskröfur að fjárhæð 1.625.223 kr. og forgagnskröfur að fjárhæð kr. 1.703.915. Upp í almennar kröfur sem voru samtals kr. 77.443.122.895 greiddust kr. 6.465.281.540 eða 8,593%. Ekkert fékkst greitt upp í eftirstæðar kröfur,“ segir í tilkynningu um skiptalokin. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár