Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

10 ára gjaldþrotaskiptum Samson lokið: Erlendir bankar töpuðu tugum milljarða

Þýski Comm­erzbank tap­aði 23,8 millj­örð­um ís­lenskra króna vegna gjald­þrots Sam­son eign­ar­halds­fé­lags og suð­urafríski bank­inn Stand­ard Bank tap­aði 12,8 millj­örð­um. Glitn­ir og gamli Lands­bank­inn í hópi stærstu kröfu­haf­anna.

10 ára gjaldþrotaskiptum Samson lokið: Erlendir bankar töpuðu tugum milljarða

Suður-afríski bankinn Standard tapaði 12,8 milljörðum vegna gjaldþrots Samson eignarhaldsfélags ehf. og þýski bankinn Commerzbank tapaði 23,8 milljörðum. 

Skiptum á búi Samson, fjárfestingarfélagi Björgólfsfeðga sem keypti hlut ríkisins í Landsbankanum árið 2002, lauk með úthlutunargerð þann 5. september síðastliðinn. 

Um tíu ár eru liðin síðan félagið var lýst gjaldþrota í kjölfar bankahrunsins og yfirtöku ríkisins á Landsbankanum. Hlutaféð í Landsbankanum var helsta eign Samsons sem hafði veðsett hlutinn fyrir tugmilljarða lánum frá Commerzbank og Standard.

Lýstar kröfur í þrotabú Samson námu 77,4 milljörðum króna og fengust 6,5 milljarðar upp í kröfurnar eða 8,6 prósent að því er fram kom í Lögbirtingarblaðinu á miðvikudag. 

Að sögn Helga Birgissonar, skiptastjóra þrotabúsins, lýsti Commerzbank 26 milljarða kröfu í búið en Standard lýsti kröfu upp á 14 milljarða. Kröfur Glitnis voru 9 milljarðar og kröfur gamla Landsbankans 5 milljarðar. 

„Greiddust að fullu búskröfur að fjárhæð 1.625.223 kr. og forgagnskröfur að fjárhæð kr. 1.703.915. Upp í almennar kröfur sem voru samtals kr. 77.443.122.895 greiddust kr. 6.465.281.540 eða 8,593%. Ekkert fékkst greitt upp í eftirstæðar kröfur,“ segir í tilkynningu um skiptalokin. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár