Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

10 ára gjaldþrotaskiptum Samson lokið: Erlendir bankar töpuðu tugum milljarða

Þýski Comm­erzbank tap­aði 23,8 millj­örð­um ís­lenskra króna vegna gjald­þrots Sam­son eign­ar­halds­fé­lags og suð­urafríski bank­inn Stand­ard Bank tap­aði 12,8 millj­örð­um. Glitn­ir og gamli Lands­bank­inn í hópi stærstu kröfu­haf­anna.

10 ára gjaldþrotaskiptum Samson lokið: Erlendir bankar töpuðu tugum milljarða

Suður-afríski bankinn Standard tapaði 12,8 milljörðum vegna gjaldþrots Samson eignarhaldsfélags ehf. og þýski bankinn Commerzbank tapaði 23,8 milljörðum. 

Skiptum á búi Samson, fjárfestingarfélagi Björgólfsfeðga sem keypti hlut ríkisins í Landsbankanum árið 2002, lauk með úthlutunargerð þann 5. september síðastliðinn. 

Um tíu ár eru liðin síðan félagið var lýst gjaldþrota í kjölfar bankahrunsins og yfirtöku ríkisins á Landsbankanum. Hlutaféð í Landsbankanum var helsta eign Samsons sem hafði veðsett hlutinn fyrir tugmilljarða lánum frá Commerzbank og Standard.

Lýstar kröfur í þrotabú Samson námu 77,4 milljörðum króna og fengust 6,5 milljarðar upp í kröfurnar eða 8,6 prósent að því er fram kom í Lögbirtingarblaðinu á miðvikudag. 

Að sögn Helga Birgissonar, skiptastjóra þrotabúsins, lýsti Commerzbank 26 milljarða kröfu í búið en Standard lýsti kröfu upp á 14 milljarða. Kröfur Glitnis voru 9 milljarðar og kröfur gamla Landsbankans 5 milljarðar. 

„Greiddust að fullu búskröfur að fjárhæð 1.625.223 kr. og forgagnskröfur að fjárhæð kr. 1.703.915. Upp í almennar kröfur sem voru samtals kr. 77.443.122.895 greiddust kr. 6.465.281.540 eða 8,593%. Ekkert fékkst greitt upp í eftirstæðar kröfur,“ segir í tilkynningu um skiptalokin. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár