Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

10 ára gjaldþrotaskiptum Samson lokið: Erlendir bankar töpuðu tugum milljarða

Þýski Comm­erzbank tap­aði 23,8 millj­örð­um ís­lenskra króna vegna gjald­þrots Sam­son eign­ar­halds­fé­lags og suð­urafríski bank­inn Stand­ard Bank tap­aði 12,8 millj­örð­um. Glitn­ir og gamli Lands­bank­inn í hópi stærstu kröfu­haf­anna.

10 ára gjaldþrotaskiptum Samson lokið: Erlendir bankar töpuðu tugum milljarða

Suður-afríski bankinn Standard tapaði 12,8 milljörðum vegna gjaldþrots Samson eignarhaldsfélags ehf. og þýski bankinn Commerzbank tapaði 23,8 milljörðum. 

Skiptum á búi Samson, fjárfestingarfélagi Björgólfsfeðga sem keypti hlut ríkisins í Landsbankanum árið 2002, lauk með úthlutunargerð þann 5. september síðastliðinn. 

Um tíu ár eru liðin síðan félagið var lýst gjaldþrota í kjölfar bankahrunsins og yfirtöku ríkisins á Landsbankanum. Hlutaféð í Landsbankanum var helsta eign Samsons sem hafði veðsett hlutinn fyrir tugmilljarða lánum frá Commerzbank og Standard.

Lýstar kröfur í þrotabú Samson námu 77,4 milljörðum króna og fengust 6,5 milljarðar upp í kröfurnar eða 8,6 prósent að því er fram kom í Lögbirtingarblaðinu á miðvikudag. 

Að sögn Helga Birgissonar, skiptastjóra þrotabúsins, lýsti Commerzbank 26 milljarða kröfu í búið en Standard lýsti kröfu upp á 14 milljarða. Kröfur Glitnis voru 9 milljarðar og kröfur gamla Landsbankans 5 milljarðar. 

„Greiddust að fullu búskröfur að fjárhæð 1.625.223 kr. og forgagnskröfur að fjárhæð kr. 1.703.915. Upp í almennar kröfur sem voru samtals kr. 77.443.122.895 greiddust kr. 6.465.281.540 eða 8,593%. Ekkert fékkst greitt upp í eftirstæðar kröfur,“ segir í tilkynningu um skiptalokin. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár