Sigríður Dóra sló til og flutti til Argentínu um leið og hún var búin að skila BA- ritgerð sinni í félagsfræði. Hún hefur búið þar nú í rúma tvo mánuði og lýsir dvölinni sem talsverðri breytingu frá íslenskum hversdagsleika.
„Ég fór til Argentínu árið 2014 í skiptinám og var þar í smá tíma. Mig langaði ekkert að fara aftur heim en ákvað að gefa því séns. Hélt alltaf að ég myndi breyta um skoðun en það gerðist aldrei, mig langaði bara til þess að fara aftur út.
Það eru auðvitað margar ástæður fyrir því að ég ákvað loksins að fara og allt það, en í grunninn var það andrúmsloftið heima sem mér fannst bara orðið fráhrindandi, þetta endalausa framakapphlaup sem leiðir mann ekkert, tilhugsunin að fara beint í framhaldsnám og taka íbúðalán fyllti mig vonleysistilfinningu og mér leið eins og lífið yrði búið,“ segir hún.
„Hér er tempóið allt annað, …
Athugasemdir