Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stjórnarformaður 365 segir Guðmund í Brimi ekki umgangast sannleikann með réttum hætti

Sak­ar Guð­mund Kristjáns­son um að dylgja um og vega að starfs­heiðri blaða­manna Frétta­blaðs­ins.

Stjórnarformaður 365 segir Guðmund í Brimi ekki umgangast sannleikann með réttum hætti
Sakar Guðmund í Brimi um dylgjur Einar Þór Sverrisson, stjórnarformaður 365 miðla, er afar harðorður í garð Guðmundar í Brimi. Mynd: Pressphotos

Einar Þór Sverrisson, stjórnarformaður 365 miðla, segir í yfirlýsingu að Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður og aðaleigandi Brims, fari fram með dylgjum, vegi að starfsheiðri blaðamanna Fréttablaðsins og að hann umgangist ekki sannleikann eða lög og reglur samfélagsins með réttum hætti.

Þetta harkalega orðalag er tilkomið vegna yfirlýsingar Guðmundar frá því fyrr í dag, í tilefni fréttar Fréttablaðsins um rannsókn Samkeppniseftirlitsins á meintum samkeppnislagabrotum Guðmundar. Í yfirlýsingu Guðmundar kom fram að rétt sé að Samkeppniseftirlitið hafi til skoðunar tvö atriði en ekki fjögur líkt og kom fram í frétt Fréttablaðsins. Þá klikkir Guðmundur út með eftirfarandi setningu: „En vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins má geta þessa að stjórnarformaður Fréttablaðsins er einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar  í Vestmannaeyjum hf. og varaformaður stjórnar VSV.“

Einar Þór er afar ósáttur við þetta niðurlag í yfirlýsingu Guðmundar og segir hann Guðmund með þessum orðum gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins, vega að starfsheiðri þeirra og dylgja um að þeir lúti boðvaldi stjórnar varðandi fréttaflutning. Þá segir Einar í sinni yfirlýsingu: „Ég hef oft séð til þess að það fer ekki Guðmundi Kristjánssyni vel að umgangast sannleikann og lög og reglur samfélagsins með réttum hætti. Þann veikleika sinn getur hann ekki yfirfært yfir á aðra.

 Um yfirlýsingu Guðmundar verður það eitt sagt að margur heldur mig sig.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár