Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stjórnarformaður 365 segir Guðmund í Brimi ekki umgangast sannleikann með réttum hætti

Sak­ar Guð­mund Kristjáns­son um að dylgja um og vega að starfs­heiðri blaða­manna Frétta­blaðs­ins.

Stjórnarformaður 365 segir Guðmund í Brimi ekki umgangast sannleikann með réttum hætti
Sakar Guðmund í Brimi um dylgjur Einar Þór Sverrisson, stjórnarformaður 365 miðla, er afar harðorður í garð Guðmundar í Brimi. Mynd: Pressphotos

Einar Þór Sverrisson, stjórnarformaður 365 miðla, segir í yfirlýsingu að Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður og aðaleigandi Brims, fari fram með dylgjum, vegi að starfsheiðri blaðamanna Fréttablaðsins og að hann umgangist ekki sannleikann eða lög og reglur samfélagsins með réttum hætti.

Þetta harkalega orðalag er tilkomið vegna yfirlýsingar Guðmundar frá því fyrr í dag, í tilefni fréttar Fréttablaðsins um rannsókn Samkeppniseftirlitsins á meintum samkeppnislagabrotum Guðmundar. Í yfirlýsingu Guðmundar kom fram að rétt sé að Samkeppniseftirlitið hafi til skoðunar tvö atriði en ekki fjögur líkt og kom fram í frétt Fréttablaðsins. Þá klikkir Guðmundur út með eftirfarandi setningu: „En vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins má geta þessa að stjórnarformaður Fréttablaðsins er einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar  í Vestmannaeyjum hf. og varaformaður stjórnar VSV.“

Einar Þór er afar ósáttur við þetta niðurlag í yfirlýsingu Guðmundar og segir hann Guðmund með þessum orðum gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins, vega að starfsheiðri þeirra og dylgja um að þeir lúti boðvaldi stjórnar varðandi fréttaflutning. Þá segir Einar í sinni yfirlýsingu: „Ég hef oft séð til þess að það fer ekki Guðmundi Kristjánssyni vel að umgangast sannleikann og lög og reglur samfélagsins með réttum hætti. Þann veikleika sinn getur hann ekki yfirfært yfir á aðra.

 Um yfirlýsingu Guðmundar verður það eitt sagt að margur heldur mig sig.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár