Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stjórnarformaður 365 segir Guðmund í Brimi ekki umgangast sannleikann með réttum hætti

Sak­ar Guð­mund Kristjáns­son um að dylgja um og vega að starfs­heiðri blaða­manna Frétta­blaðs­ins.

Stjórnarformaður 365 segir Guðmund í Brimi ekki umgangast sannleikann með réttum hætti
Sakar Guðmund í Brimi um dylgjur Einar Þór Sverrisson, stjórnarformaður 365 miðla, er afar harðorður í garð Guðmundar í Brimi. Mynd: Pressphotos

Einar Þór Sverrisson, stjórnarformaður 365 miðla, segir í yfirlýsingu að Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður og aðaleigandi Brims, fari fram með dylgjum, vegi að starfsheiðri blaðamanna Fréttablaðsins og að hann umgangist ekki sannleikann eða lög og reglur samfélagsins með réttum hætti.

Þetta harkalega orðalag er tilkomið vegna yfirlýsingar Guðmundar frá því fyrr í dag, í tilefni fréttar Fréttablaðsins um rannsókn Samkeppniseftirlitsins á meintum samkeppnislagabrotum Guðmundar. Í yfirlýsingu Guðmundar kom fram að rétt sé að Samkeppniseftirlitið hafi til skoðunar tvö atriði en ekki fjögur líkt og kom fram í frétt Fréttablaðsins. Þá klikkir Guðmundur út með eftirfarandi setningu: „En vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins má geta þessa að stjórnarformaður Fréttablaðsins er einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar  í Vestmannaeyjum hf. og varaformaður stjórnar VSV.“

Einar Þór er afar ósáttur við þetta niðurlag í yfirlýsingu Guðmundar og segir hann Guðmund með þessum orðum gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins, vega að starfsheiðri þeirra og dylgja um að þeir lúti boðvaldi stjórnar varðandi fréttaflutning. Þá segir Einar í sinni yfirlýsingu: „Ég hef oft séð til þess að það fer ekki Guðmundi Kristjánssyni vel að umgangast sannleikann og lög og reglur samfélagsins með réttum hætti. Þann veikleika sinn getur hann ekki yfirfært yfir á aðra.

 Um yfirlýsingu Guðmundar verður það eitt sagt að margur heldur mig sig.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár