Menningargagnrýni er vandmeðfarið greinarform þar sem takast á kröfur um hlutlægni og hlutdrægni, að fjallað sé um einstök verk af fagmennsku en jafnframt er rödd og innsæi menningarrýnisins hampað. Í átakanlegum og umdeildum verkum getur þetta reynst vera grettisglíma að halda þessu jafnvægi, en í kvikmyndinni um voðaverkin í Útey er þetta form ófullnægjandi.
Það er borðliggjandi að öll umfjöllun sem tekur á leik eða sviðsetningu, búningahönnun eða hljóðheimi nær ekki umfangi myndarinnar og þeim skilaboðum sem hún reynir að koma til skila. Þessi mynd er skipuð skálduðum persónum, en hún er byggð á sönnum atburðum sem eru svo nýliðnir að þeir eru flestum í fersku minni. Kvikmyndin er reynslusaga með pólitískum skilaboðum sem eiga erindi við okkur öll.
Þegar ég heyrði fyrst um þessa kvikmynd leið mér óþægilega þar sem þetta er atburður sem stendur mér nærri. Spurningar vöknuðu um réttmæti þess að tala um þessa viðburði þegar grasið …
Athugasemdir