Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Íslenski fáninn og misgjörðir gegn Geir í brennidepli

Þing­menn Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins end­ur­flytja þing­mál frá síð­asta þingi, með­al ann­ars um notk­un þjóð­fán­ans og af­sök­un­ar­beiðni til Geirs Haar­de. Vilja „árétta að dómsvaldi megi aldrei beita í póli­tísk­um til­gangi“ þótt Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu telji það ekki hafa ver­ið gert í Lands­dóms­mál­inu.

Íslenski fáninn og misgjörðir gegn Geir í brennidepli
Þingmenn Miðflokksins Birgir Þórarinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd: Alþingi

Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins áttu frumkvæði að fyrstu þingmannamálunum sem lögð voru fram og birt á Alþingisvefnum þegar þingfundur hófst í morgun. 

Málin varða annars vegar íslenska fánann og notkun hans á byggingum og hins vegar meintar misgjörðir Alþingis í garð Geirs Hilmars Haarde. Um er að ræða tillögur sem lagðar voru fram á síðasta þingi og eru endurfluttar óbreyttar.

Sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru meðflutningsmenn að þingsályktunartillögu um óréttmæti málshöfðunar Alþingis gegn ráðherrum og afsökunarbeiðni Alþingis til handa fyrrverandi formanns flokksins sem nú er sendiherra Íslands í Washington.

Vilja að fáninn sé lýstur upp í skammdeginu

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður fánafrumvarpsins, en þar er lagt til að lögfest verði að flagga skuli alla daga ársins frá kl. 8 að morgni til kl. 21 að kvöldi á byggingum hinna þriggja arma ríkisvaldsins auk bygginga embættis forseta Íslands, þ.e. við forsetasetrið á Bessastöðum og skrifstofu forseta á Sóleyjargötu. Þá verði fáninn verði lýstur upp í skammdeginu. Með Birgi á frumvarpinu eru aðrir þingmenn Miðflokksins og tveir úr Flokki fólksins; Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Páll Jónsson, Þorsteinn Sæmundsson, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason.

Sigmundur Davíð er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar um Landsdómsmálið. Þar er lagt til að Alþingi álykti að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun á hendur ráðherrum eftir hrun vegna pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis, ranglega hafi verið staðið að atkvæðagreiðslu um tillöguna og rangt hafi verið að samþykkja hana. „Alþingi álykti enn fremur að þeir fyrrverandi ráðherrar sem upphaflega þingsályktunartillagan beindist gegn, og sá ráðherra sem loks var ákveðið að höfða mál gegn, sbr. þingsályktun nr. 30/138, verðskuldi afsökunarbeiðni frá hlutaðeigandi aðilum,“ segir í greinargerð tillögunnar. Með þingmönnum Miðflokksins og Flokks fólksins eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Brynjar Níelsson, Óli Björn Kárason, Haraldur Benediktsson, Páll Magnússon og Vilhjálmur Árnason.  

Þingmenn senda dómurum pillu

Athygli vekur að í greinargerð kemur fram að flutningsmenn telji mikilvægt að „árétta að dómsvaldi megi aldrei beita í pólitískum tilgangi“.

Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að ekkert benti til þess að dómarar við Landsdóm hefðu verið hlutdrægir í störfum sínum, sætt óeðlilegum þrýstingi eða haft óeðlileg tengsl við stjórnmálamenn. Þá hefði skipun dómstólsins ekki verið á skjön við kröfur Mannréttindasáttmála Evrópu um sjálfstæðan og óvilhallan dómstól. Eins og Stundin benti á var niðurstaða Mannréttindadómstólsins þannig á skjön við þungar ásakanir Geirs H. Haarde á hendur dómurum í Landsdómi, en í þeim hópi eru t.d. héraðsdómarar, dómarar og dómsforseti Hæstaréttar Íslands, núverandi landsréttardómari og dósent við lagadeild Háskóla Íslands. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
5
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
5
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár