Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Íslenski fáninn og misgjörðir gegn Geir í brennidepli

Þing­menn Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins end­ur­flytja þing­mál frá síð­asta þingi, með­al ann­ars um notk­un þjóð­fán­ans og af­sök­un­ar­beiðni til Geirs Haar­de. Vilja „árétta að dómsvaldi megi aldrei beita í póli­tísk­um til­gangi“ þótt Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu telji það ekki hafa ver­ið gert í Lands­dóms­mál­inu.

Íslenski fáninn og misgjörðir gegn Geir í brennidepli
Þingmenn Miðflokksins Birgir Þórarinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd: Alþingi

Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins áttu frumkvæði að fyrstu þingmannamálunum sem lögð voru fram og birt á Alþingisvefnum þegar þingfundur hófst í morgun. 

Málin varða annars vegar íslenska fánann og notkun hans á byggingum og hins vegar meintar misgjörðir Alþingis í garð Geirs Hilmars Haarde. Um er að ræða tillögur sem lagðar voru fram á síðasta þingi og eru endurfluttar óbreyttar.

Sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru meðflutningsmenn að þingsályktunartillögu um óréttmæti málshöfðunar Alþingis gegn ráðherrum og afsökunarbeiðni Alþingis til handa fyrrverandi formanns flokksins sem nú er sendiherra Íslands í Washington.

Vilja að fáninn sé lýstur upp í skammdeginu

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður fánafrumvarpsins, en þar er lagt til að lögfest verði að flagga skuli alla daga ársins frá kl. 8 að morgni til kl. 21 að kvöldi á byggingum hinna þriggja arma ríkisvaldsins auk bygginga embættis forseta Íslands, þ.e. við forsetasetrið á Bessastöðum og skrifstofu forseta á Sóleyjargötu. Þá verði fáninn verði lýstur upp í skammdeginu. Með Birgi á frumvarpinu eru aðrir þingmenn Miðflokksins og tveir úr Flokki fólksins; Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Páll Jónsson, Þorsteinn Sæmundsson, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason.

Sigmundur Davíð er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar um Landsdómsmálið. Þar er lagt til að Alþingi álykti að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun á hendur ráðherrum eftir hrun vegna pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis, ranglega hafi verið staðið að atkvæðagreiðslu um tillöguna og rangt hafi verið að samþykkja hana. „Alþingi álykti enn fremur að þeir fyrrverandi ráðherrar sem upphaflega þingsályktunartillagan beindist gegn, og sá ráðherra sem loks var ákveðið að höfða mál gegn, sbr. þingsályktun nr. 30/138, verðskuldi afsökunarbeiðni frá hlutaðeigandi aðilum,“ segir í greinargerð tillögunnar. Með þingmönnum Miðflokksins og Flokks fólksins eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Brynjar Níelsson, Óli Björn Kárason, Haraldur Benediktsson, Páll Magnússon og Vilhjálmur Árnason.  

Þingmenn senda dómurum pillu

Athygli vekur að í greinargerð kemur fram að flutningsmenn telji mikilvægt að „árétta að dómsvaldi megi aldrei beita í pólitískum tilgangi“.

Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að ekkert benti til þess að dómarar við Landsdóm hefðu verið hlutdrægir í störfum sínum, sætt óeðlilegum þrýstingi eða haft óeðlileg tengsl við stjórnmálamenn. Þá hefði skipun dómstólsins ekki verið á skjön við kröfur Mannréttindasáttmála Evrópu um sjálfstæðan og óvilhallan dómstól. Eins og Stundin benti á var niðurstaða Mannréttindadómstólsins þannig á skjön við þungar ásakanir Geirs H. Haarde á hendur dómurum í Landsdómi, en í þeim hópi eru t.d. héraðsdómarar, dómarar og dómsforseti Hæstaréttar Íslands, núverandi landsréttardómari og dósent við lagadeild Háskóla Íslands. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár