Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Öryrkjar í hart gegn Tryggingastofnun og ríkinu

Stjórn Ör­yrkja­banda­lags­ins hef­ur fal­ið lög­manni sín­um að hefja inn­heimtu­að­gerð­ir vegna „krónu á móti krónu“ skerð­inga. Telja skerð­ing­arn­ar fela í sér ólög­mæta mis­mun­um og brjóta gegn jafn­ræð­is­reglu stjórn­ar­skrár.

Öryrkjar í hart gegn Tryggingastofnun og ríkinu

Stjórn Öryrkjabandalagasins hefur falið lögmanni sínum að hefja innheimtuaðgerðir gegn Tryggingastofnun ríkisins og íslenska ríkinu vegna svokallaðra „krónu á móti krónu“ skerðinga. Er lögmanni bandalagsins heimilt að beita þeim innheimtuaðgerðum sem þörf er á, þar með talið að höfða mál gegn dómstólum ef þörf krefur.

Forsaga málsins er að haustið 2008 setti þáverandi félagsmálaráðherra reglugerð um nýjan bótaflokk, sérstaka framfærsluuppbót, og var hann lögfestur á Alþingi árið 2009. Sérstök framfærsluuppbót náði í upphafi til bæði örorkulífeyrisþega og ellilífeyrisþega og skertist uppbótin um krónu á móti hverri krónu sem lífeyrisþegi vann sér inn sem tekjur.

Árið 2017 var umræddur bótaflokkur felldur niður hjá ellilífeyrisþegum og sú upphæð sem áður hafði verið greidd út sem sérstök framfærsluuppbót var færð inn í bótaflokkinn ellilífeyri. Með því var krónu á móti krónu skerðingin afnumin. Viðlíka breyting hefur ekki verið gerð þegar kemur að öryrkjum.

Öryrkjabandalagið bendir á að um sjö þúsund einstaklingar í hópi öryrkja fái skertar greiðslur vegna krónu á móti krónu skerðingarinnar, vegna atvinnutekna, fjármagnstekna eða lífeyrissjóðstekna. Það er mat bandalagsins að ríkissjóður taki með umræddum skerðingum til sín um fjóra milljarða króna á ári sem að öðrum kosti myndu lenda í vösum öryrkja.

Öryrkjabandalagið fól Málflutningsstofu Reykjavíkur að vinna álitsgerð um mismunum í reglum þessum þegar kemur að ákvörðunum um bætur almannatrygginga. Niðurstaða Málflutningsstofu Reykjavíkur er sú að krónu á móti krónu skerðing á greiðslum til öryrkja, en ekki til ellilífeyrisþega, kunni að fela í sér ólögmæta mismunun og brjóta gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, auk alþjóðlegra mannréttindareglna.

Stjórn Öryrkjabandalagsins skorar á Alþingi að færa sérstöku framfærsluuppbótina inn í bótaflokkinn tekjutryggingu og leiðrétta þá mismunun sem örorkulífeyrisþegar hafi orðið fyrir frá 1. janúar 2017 með því.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár