Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Öryrkjar í hart gegn Tryggingastofnun og ríkinu

Stjórn Ör­yrkja­banda­lags­ins hef­ur fal­ið lög­manni sín­um að hefja inn­heimtu­að­gerð­ir vegna „krónu á móti krónu“ skerð­inga. Telja skerð­ing­arn­ar fela í sér ólög­mæta mis­mun­um og brjóta gegn jafn­ræð­is­reglu stjórn­ar­skrár.

Öryrkjar í hart gegn Tryggingastofnun og ríkinu

Stjórn Öryrkjabandalagasins hefur falið lögmanni sínum að hefja innheimtuaðgerðir gegn Tryggingastofnun ríkisins og íslenska ríkinu vegna svokallaðra „krónu á móti krónu“ skerðinga. Er lögmanni bandalagsins heimilt að beita þeim innheimtuaðgerðum sem þörf er á, þar með talið að höfða mál gegn dómstólum ef þörf krefur.

Forsaga málsins er að haustið 2008 setti þáverandi félagsmálaráðherra reglugerð um nýjan bótaflokk, sérstaka framfærsluuppbót, og var hann lögfestur á Alþingi árið 2009. Sérstök framfærsluuppbót náði í upphafi til bæði örorkulífeyrisþega og ellilífeyrisþega og skertist uppbótin um krónu á móti hverri krónu sem lífeyrisþegi vann sér inn sem tekjur.

Árið 2017 var umræddur bótaflokkur felldur niður hjá ellilífeyrisþegum og sú upphæð sem áður hafði verið greidd út sem sérstök framfærsluuppbót var færð inn í bótaflokkinn ellilífeyri. Með því var krónu á móti krónu skerðingin afnumin. Viðlíka breyting hefur ekki verið gerð þegar kemur að öryrkjum.

Öryrkjabandalagið bendir á að um sjö þúsund einstaklingar í hópi öryrkja fái skertar greiðslur vegna krónu á móti krónu skerðingarinnar, vegna atvinnutekna, fjármagnstekna eða lífeyrissjóðstekna. Það er mat bandalagsins að ríkissjóður taki með umræddum skerðingum til sín um fjóra milljarða króna á ári sem að öðrum kosti myndu lenda í vösum öryrkja.

Öryrkjabandalagið fól Málflutningsstofu Reykjavíkur að vinna álitsgerð um mismunum í reglum þessum þegar kemur að ákvörðunum um bætur almannatrygginga. Niðurstaða Málflutningsstofu Reykjavíkur er sú að krónu á móti krónu skerðing á greiðslum til öryrkja, en ekki til ellilífeyrisþega, kunni að fela í sér ólögmæta mismunun og brjóta gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, auk alþjóðlegra mannréttindareglna.

Stjórn Öryrkjabandalagsins skorar á Alþingi að færa sérstöku framfærsluuppbótina inn í bótaflokkinn tekjutryggingu og leiðrétta þá mismunun sem örorkulífeyrisþegar hafi orðið fyrir frá 1. janúar 2017 með því.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár