Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ríkisstjórnin hættir við að afnema virðisaukaskatt af bókum

Flokks­ráð Vinstri grænna fagn­aði fyr­ir­hug­uðu af­námi bóka­skatts­ins með lófa­klappi þann 29. nóv­em­ber 2017 en nú hafa áformin ver­ið lögð á hill­una.

Ríkisstjórnin hættir við að afnema virðisaukaskatt af bókum

Áform um niðurfellingu virðisaukaskatts af bókum hafa verið lögð á hilluna. Þetta kemur fram í greinargerð fjárlagafrumvarps ársins 2019 sem kynnt hefur verið á vef fjármálaráðuneytisins. „Í staðinn er lagt til að tekinn verði upp beinn stuðningur við bókaútgefendur til að mæta því meginmarkmiði að efla íslenska tungu,“ segir í greinargerðinni.

Fram kemur að helsta ástæðan sé sú að nauðsynlegt sé að „viðhalda skilvirkni gildandi VSK-kerfis“. Áformum um afnám virðisaukaskattsins var fagnað með lófaklappi á flokksráðsfundi Vinstri grænna þann 29. nóvember þegar flokksmenn samþykktu stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Kynning á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stendur nú yfir og hefur frumvarpið verið birt á vef fjármálaráðuneytisins.

Í skattamálum ber hæst að persónuafsláttur mun hækka um 1 prósentustig árið 2019 umfram lög­bundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs, semsagt um 540 krónum meira á mánuði en ella hefði verið.

Þá verður hækkun þrepamarka efra skattþreps miðuð við vísitölu neyslu­verðs í staðinn fyrir vísitölu launa til að auka jafnræði milli tekjuhópa gagnvart skattkerfinu. Þetta kemur fram í kynningarefni fyrir fjárlagafrumvarp ársins 2019 sem birt hefur verið á vef fjármálaráðuneytisins.

Samhliða hækkun persónuafsláttar og tengingu þrepmarka efra skattþreps við vísitölu neyslu­­verðs verða barnabætur hækkaðar um 1,6 milljarð. Það felur í sér 16% hækkun milli áranna 2018 og 2019. Auk hækkunar fjárhæða og viðmiðunarmarka skerðingar barnabóta er í fjárlögum gert ráð fyrir nýju þrepi skerðingar á barnabótum sem er ætlað að tryggja að hækkunin skili sér fyrst og fremst til lágtekju- og lægri millitekjuhópa. Er þetta í anda tillagna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að barnabótum sé beint í auknum mæli að lægri tekjuhópum.

Vaxtabætur hækka einnig, um sem nemur 13% frá áætlaðri útkomu 2018. Lagt er til að trygginga­gjald lækki í ársbyrjun 2019 um 0,25 prósentustig og aftur um 0,25 prósentustig í ársbyrjun 2020.

Um þá ákvörðun að afnema ekki bókaskattinn segir meðal annars í greinargerð fjárlagafrumvarpsins: „Í stjórnarsáttmálanum og í fjármálaáætlun 2019–2023 var lýst yfir þeim áformum að afnema VSK af bókum. Við undirbúning lagabreytingarinnar voru markmið hennar nánar greind og meðal annars leitað annarra leiða en þeirrar að taka upp núllþrep í VSK fyrir bókaútgáfu sem dregið hefði úr skilvirkni VSK-kerfisins, auk þess að flækja það. Niðurstaðan er sú að í stað þess að afnema VSK verði tekinn upp sérstakur stuðningur við útgefendur bóka á íslensku. Frumvarp þess efnis er lagt fram samhliða fjárlagafrumvarpinu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár