Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Félag Engeyinga rifti samningi við sveitarfélög og var úrskurðað gjaldþrota rétt fyrir þingfestingu skaðabótamáls

Elsta rútu­fyr­ir­tæki lands­ins, sem Kynn­is­ferð­ir keyptu ár­ið 2010, var tek­ið til gjald­þrota­skipta skömmu áð­ur en þing­fest­ing fór fram í skaða­bóta­máli sveit­ar­fé­laga gegn því. „Það eru mjög tak­mark­að­ar eign­ir í fé­lag­inu,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Kynn­is­ferða.

Félag Engeyinga rifti samningi við sveitarfélög og var úrskurðað gjaldþrota rétt fyrir þingfestingu skaðabótamáls
Frændurnir Jón Benediktsson og Einar Sveinsson eru í hópi stærstu hluthafa Alfa hf sem eiga Kynnisferðir. Jón er stjórnarformaður Kynnisferða og í stjórn ABK, dótturfélags sem nýlega fór í þrot. Mynd: Ómar Óskarsson

Elsta hópferðafyrirtæki landsins, sem keypt var af fjárfestahópi sem samanstendur af nánum ættingjum Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og viðskiptafélögum þeirra, var úrskurðað gjaldþrota á dögunum, rétt fyrir þingfestingu skaðabótamáls sem sveitarfélög höfðuðu gegn félaginu vegna riftunar þess á samningi um akstur milli höfuðborgarinnar og Suðurnesja.

ABK ehf., sem áður hét SBK ehf. en skipti um nafn í fyrra, er í eigu Hópbifreiða Kynnisferða. SBK var stofnað árið 1930 en Kynnisferðir eignuðust allt hlutafé þess árið 2010. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þann 29. ágúst síðastliðinn og lýkur þar með 88 ára sögu félagsins.

Fyrirtækið var talsvert í fréttum á haustmánuðum 2017 þegar það rifti einhliða þjónustusamningi við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) um akstur milli höfuðborgarinnar og Suðurnesja. 

Stjórn SSS ákvað að höfða mál gegn SBK og átti þingfesting að fara fram í síðustu viku. Skömmu áður bárust sambandinu fregnir af breyttum aðstæðum. 

„Við fengum símtal frá skiptastjóra á mánudegi sem sagði okkur að félagið hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta og það lýst yfir eignaleysi,“ segir Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri SSS, í samtali við Stundina. 

„Við fengum símtal frá skiptastjóra á mánudegi sem sagði okkur að félagið hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta og það lýst yfir eignaleysi“

„Nú munum við bara lýsa kröfu í búið og í framhaldinu treystum við því að farið verði vel þessi mál. Þegar við fórum af stað voru skráðar eignir á fyrirtækið.“ 

SBK skuldar móðurfélaginu

Rekstur strætóleiðar 55 var boðinn út haustið 2014. SBK, nú ABK, átti lægsta tilboðið og undirritaði samning við SSS, en í lok september í fyrra tilkynnti fyrirtækið að það hyggðist rifta samningnum frá og með áramótum.

Haft var eftir Birni Ragnarssyni, framkvæmdastjóra Kynnisferða, í fyrra að ef fyrirtækið hefði ekki gengið út úr samningnum við SSS hefði reksturinn stefnt í þrot.

Nú, um ári síðar, hefur félagið verið úrskurðað gjaldþrota. Í Lögbirtingarblaðinu er skorað á kröfuhafa að lýsa kröfum sínum fyrir skiptastjóra. Skiptafundur fer fram 28. nóvember næstkomandi.

„Félagið var búið að vera rekið með tapi í þó nokkurn tíma og meðal annars vegna mikils taps á samningi SBK við SSS,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. „Hvort sem að krafan frá SSS hefði komið eða ekki lá fyrir að félagið þyrfti að fara í þrot.“ 

„Það eru mjög takmarkaðar eignir í
félaginu og eiga Kynnisferðir töluverðar
kröfur á félagið ásamt öðrum“

Hann segir að í raun hafi SSS „hagnast töluvert á því að hafa þennan hagstæða samning við SBK í 2 ár“ og bætir við: „Það eru mjög takmarkaðar eignir í félaginu og eiga Kynnisferðir töluverðar kröfur á félagið ásamt öðrum.  Það verður í höndum skiptastjóra að taka til meðferðar kröfu SSS um bætur vegna riftunar á samningi en við höfum ekki samþykkt þá kröfu.“

Félagið með neikvæða eiginfjárstöðu

ABK ehf., áður SBK ehf., er alfarið í eigu Hópbifreiða Kynnisferða ehf., dótturfélags Kynnisferða ehf. sem er að stærstum hluta í eigu Alfa hf. 

Jón Benediktsson, stjórnarformaður Kynnisferða, er eini skráði stjórnarmaðurinn í ABK ehf. samkvæmt ársreikningi 2017. Tap ABK ehf. nam rúmum 19 milljónum í fyrra.

Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins 99 milljónum en bókfært eigið fé í árslok 2017 var neikvætt um 24,4 milljónir.

Fram kemur í ársreikningnum að félagið hafi veðsett bifreiðar til tryggingar á skuldum við lánastofnanir. Bókfært verð veðsettra eigna nemi 83,7 milljónum króna og eftirstöðvar áhvílandi lána nemi 90,6 milljónum.

„Sem betur fer sjaldgæft“

Berglind Kristinsdóttirframkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum

„Það er auðvitað óeðlilegt þegar fyrirtæki lýsir því yfir að það ætli ekki að standa við samning sem það hefur gert að undangengnu útboði. Ég held að það sé sem betur fer sjaldgæft að slíkt gerist á Íslandi,“ segir Berglind Kristinsdóttir í samtali við Stundina. 

Hún bendir á að SBK sé gamalgróið fyrirtæki sem eigi sér margra áratuga sögu að baki.

„Það breytir því ekki að niðurstaðan er þessi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár