Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kjartan dæmdur í annað sinn fyrir kynferðisbrot gegn dætrum sínum

Kjart­an Ad­olfs­son hef­ur ver­ið dæmd­ur í fjög­urra ára fang­elsi fyr­ir kyn­ferð­is­brot gegn dætr­um sín­um og brot á nálg­un­ar­banni. Þetta er í ann­að sinn sem hann er dæmd­ur fyr­ir að brjóta gegn börn­um sín­um. Stund­in hef­ur birt við­töl þar sem dæt­urn­ar lýsa of­beld­inu.

Kjartan dæmdur í annað sinn fyrir kynferðisbrot gegn dætrum sínum
Kjartan Adolfsson Kjartan hefur verið dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar. Mynd: thaiiceland.is

Maður á sextugsaldri, Kjartan Adolfsson, hefur nú í annað sinn verið dæmdur fyrir að brjóta kynferðislega gegn börnum sínum.

Kjartan var dæmdur fyrir Héraðsdómi Austurlands í byrjun mánaðarins í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dætrum sínum og brot á nálgunarbanni. Sakarefnið var ítrekuð brot gegn dætrum hans þegar þær voru barnungar auk þess að virða ekki nálgunarbann gagnvart annarri þeirra.

Kjartan var ákærður í sjö liðum og var hann sýknaður af þremur þeirra. Kjartan var í dómnum sagður hafa sýnt af sér einbeittan brotavilja og var gert að greiða dætrum sínum miskabætur vegna verulegrar tilfinningaröskunar og andlegra þjáninga, þar með talið áfallastreituröskun. Þeirri eldri greiðir hann 1,5 milljónir króna, en þeirri yngri greiðir hann 3 milljónir króna.

Hlaut áður dóm fyrir brot gegn elstu dótturinni

Áður var Kjartan dæmdur í tíu mánaða fangelsi árið 1991 fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn elstu dóttur sinni, Guðrúnu Kjartansdóttur, sem árangurslaust reyndi að vernda yngri systur sínar fyrir föður sínum. Dætur hans voru allar á aldrinum fimm til sjö ára þegar þær segja föður sinn hafa byrjað að brjóta gegn sér.

Guðrún sagði sögu sína í viðtali við Stundina þann 25. nóvember 2017, en jafnframt var greint frá því að systir Kjartans hefði tilkynnt hann til barnaverndaryfirvalda án árangurs. „Ég hef alltaf haft áhyggjur af systrum mínum og reynt að gera það sem í mínu valdi stendur til að vernda þær,“ sagði Guðrún. „Svo ég varð ekki hissa þegar systir mín kærði pabba, en missti allan þrótt. Þú ert svo vanmáttug. Eftir allt sem ég hef gert til þess að reyna að stöðva hann, kemur þetta samt upp. Ég vil ekki kalla mig fórnarlamb, en ég var fórnarlamb hans í æsku, og það er engu að síður ég sem sit uppi með ábyrgðina gagnvart yngri systkinum mínum. Af því að enginn annar axlar þá ábyrgð. Af hverju sáu stjórnvöld ekki til þess að hann gæti ekki gert þetta aftur?“

„Af hverju sáu stjórnvöld ekki til þess að hann gæti ekki gert þetta aftur?“

Þá sagði systir Kjartans, Kolbrún Jónsdóttir, frá því í samtali við Stundina að hún hefði greint barnavernd frá því að ástæða væri til að ætla að hann bryti gegn börnum sínum að nýju. „Við hringdum í barnavernd vegna þess að við vorum hræddar um að bróðir okkar myndi endurtaka fyrri hegðun,“ sagði Kolbrún, sem fékk þau viðbrögð að ekkert væri hægt að gera. „Hins vegar væru lögin þannig að það væri ekkert hægt að gera fyrr en eftir að hann hefði gert það. Engar forvarnir væru til og engar eftirlitsheimildir í lögunum. Eftir það hefur þetta verið eins og að bíða eftir stórslysi. Þú vonar að ekkert gerist, en ert alltaf viðbúin því. Þú ert svo ofboðslega hjálparvana, alltaf að bíða og lesa á milli línanna, leita að einhverjum merkjum. En það leit alltaf út fyrir að það væri bara hamingja á heimilinu og ég vonaði innilega að það væri raunverulega þannig. Þetta er mjög skrítin staða að vera í.“

27. janúar 2018 birtist svo viðtal við Önnu Kjartansdóttur þar sem hún sagði frá misþyrmingunum sem hún mátti þola í æsku, bæði af hendi föður síns og ofbeldisfullrar stjúpu. Loks staðfestir dómurinn brot gegn þriðju dótturinni, Lindu Bíu Kjartansdóttur.

„Ég vil líka að barnavernd geri meira til þess að hjálpa börnum. Barnavernd á að hjálpa börnum en ekki foreldrum,“ sagði Anna í samtali við Stundina. „Ég var alltaf með falskt bros, sem náði ekki til augnanna. Oft brosti ég vegna þess að ég var við það að bresta í grát.“

Stjúpmóðirin hlaut einnig dóm

Þá var stjúpmóðir þeirra Önnu og Lindu, Tipvipa Arunvongwan, sem fædd er árið 1980, ákærð fyrir að hafa „í refsingarskyni, margendurtekið og á alvarlegan hátt, veist að og ógnað heilsu og velferð“ dóttur sinnar og stjúpdætra, með ofbeldi „sem var til þess fallið að ógna, misþyrma og misbjóða börnunum andlega og líkamlega“.

Dómur féll í héraði í mars 2016 þar sem hún var dæmd í tíu mánaða fangelsi, þar af sjö mánaða skilorðsbundið, fyrir líkamlegar refsingar og misþyrmingar gagnvart börnunum, auk þess sem framkoma hennar þótti vanvirðandi og ógna heilsu þeirra og velferð. Þó var talið að yngsta stelpan, dóttir hennar, hefði fengið betri meðferð en stjúpdæturnar. Sjálf sagðist hún í skýrslutöku hjá lögreglu hafa slegið dóttur sína til málamynda, eða til að gæta jafnræðis gagnvart börnunum og sýna stjúpdætrunum að hún elskaði börnin jafnt.

Anna lýsti því í viðtali við Stundina að hún hefði verið neydd, af stjúpmóður sinni, til að borða skemmdan mat

Var sýknaður af hluta

Kjartan var sýknaður af þremur ákæruliðum, meðal annars af ítrekuðum alvarlegum kynferðisbrotum gegn dóttur sinni á aldrinum 5 eða 6 ára til tólf ára aldurs, og svo að hafa þuklað á henni þar sem hún var við störf í frystihúsi 15 ára að aldri. Atriðin þóttu ekki sönnuð, en þrátt fyrir það var hann dæmdur fyrir að brjóta alvarlega gegn henni þegar hún var níu til ellefu ára gömul.

Hins vegar var hann sakfelldur fyrir að brjóta gegn annarri dóttur sinni sjö til níu ára gamalli, með því að nauðga henni, meðal annars á gistiheimili.

Síðustu brotin framdi Kjartan árið 2016, þegar hann rauf nálgunarbann með því að fara til móts við dóttur sína í verslunarmiðstöð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Brot Kjartans Adolfssonar

Bera ör barnæskunnar ævilangt: „Við vorum með sár úti um allt“
ViðtalBrot Kjartans Adolfssonar

Bera ör barnæsk­unn­ar ævi­langt: „Við vor­um með sár úti um allt“

Linda ólst upp á heim­ili með dæmd­um barn­aníð­ingi og konu sem var síð­ar dæmd fyr­ir mis­þyrm­ing­ar gagn­vart börn­un­um. Frá því að al­syst­ir henn­ar leit­aði til lög­reglu leið eitt og hálft ár þar til Linda komst í fóst­ur. Á þeim tíma versn­uðu að­stæð­ur á heim­il­inu. Enn lengri tími leið þar til yngri systkini þeirra voru fjar­lægð það­an.
Anna segir frá ólýsanlegu ofbeldi pabba síns og stjúpmóður
ViðtalBrot Kjartans Adolfssonar

Anna seg­ir frá ólýs­an­legu of­beldi pabba síns og stjúp­móð­ur

Anna Kjart­ans­dótt­ir ólst upp hjá dæmd­um barn­aníð­ingi og of­beld­is­fullri stjúpu, með­al ann­ars á Höfn í Horna­firði. Fað­ir henn­ar sit­ur nú í gæslu­varð­haldi vegna gruns um að hafa brot­ið gegn þriðju dótt­ur sinni og stjúpa henn­ar var dæmd fyr­ir of­beld­ið. Eng­in heim­ild er í lög­um til að grípa til fyr­ir­byggj­andi að­gerða til að vernda börn í þess­um að­stæð­um. Anna seg­ir frá mis­þyrm­ing­um sem hún mátti þola á heim­il­inu.
„Vona að pabbi fái þann dóm sem hann verðskuldar“
ViðtalBrot Kjartans Adolfssonar

„Vona að pabbi fái þann dóm sem hann verð­skuld­ar“

Guð­rún Kjart­ans­dótt­ir var barn að aldri þeg­ar fað­ir henn­ar mis­not­aði hana. Ný­lega var hann færð­ur í gæslu­varð­hald vegna gruns um að hafa brot­ið gegn þriðju dótt­ur sinni. Guð­rún hef­ur alltaf haft áhyggj­ur af systkin­um sín­um, reynt að fylgj­ast með og höfða til sam­visku föð­ur síns, en furð­ar sig á því af hverju dæmd­ir barn­aníð­ing­ar fái að halda heim­ili með börn­um. Hún stíg­ur fram með móð­ur sinni, Katrínu Magnús­dótt­ur, í von um að stjórn­völd end­ur­skoði mis­bresti í kerf­inu svo bet­ur sé hægt að vernda börn.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár