Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lokaði 10 ára gömlu frumkvæðismáli í fyrra

Mál­ið varð­aði út­gjalda­skuld­bind­ing­ar ráð­herra án skýrr­ar laga­stoð­ar rétt fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar 2007.

Lokaði 10 ára gömlu frumkvæðismáli í fyrra
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis Mynd: Morgunblaðið/Eggert

Umboðsmaður Alþingis felldi niður 10 ára gamalt frumkvæðisathugunarmál í fyrra. Tilefni athugunarinnar voru fréttir sem birtust í aðdraganda þingkosninganna 2007, þegar góðærið stóð sem hæst, um að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefðu undirritað viljayfirlýsingar og samninga um veglegan ríkisstuðning við verkefni félagasamtaka. Til að mynda höfðu Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra gefið út viljayfirlýsingu um 80 milljóna styrk til uppbyggingar hestaíþróttaaðstöðu á Gaddstaðaflötum við Hellu í Rangárþingi ytra. Var framlagið háð því að Stóðhestastöð við Gunnarsholt yrði seld og fullyrt að fjármálaráðherra hefði fengið heimild fyrir sölu stöðvarinnar. 

„Ástæða þess að ég ákvað að hefja athugunina var að ég taldi mig hafa orðið varan við að ráðuneyti og stofnanir ríkisins hefðu í auknum mæli gert samninga við aðila utan stjórnsýslukerfisins sem hefðu í för með sér fjárhagslegar skuldbindingar fyrir ríkissjóð, stundum verulegar, án þess að afstaða Alþingis hefði áður legið fyrir,“ segir í bréfi umboðsmanns Alþingis til ráðuneytanna sem Stundin fékk afhent á grundvelli upplýsingalaga. Benti umboðsmaður á að með þessum athöfnum væru ráðherrar að vekja væntingar hjá borgurum og félagasamtökum um fjármuni og framkvæmdir ríkisins án þess að löggjafinn hefði tekið afstöðu til málsins. 

Umboðsmaður hóf athugunina þann 18. september 2007 en felldi hana ekki niður fyrr en með bréfi til fjármála- og efnahagsráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þann 11. maí 2017. Þar kemur fram að í ljósi breytinga sem orðið hafa á lagaumhverfi ríkisfjármála og og lagaumgjörðar samningsgerðar hins opinbera við einkaaðila telji embættið ekki tilefni til að halda athuguninni áfram. Beinir umboðsmaður því til ráðuneytanna að við framkvæmd nýrra lagaákvæða um opinber fjármál og samningsgerð verði hugað að þeim álitaefnum sem urðu tilefni frumkvæðismálsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu