Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Lokaði 10 ára gömlu frumkvæðismáli í fyrra

Mál­ið varð­aði út­gjalda­skuld­bind­ing­ar ráð­herra án skýrr­ar laga­stoð­ar rétt fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar 2007.

Lokaði 10 ára gömlu frumkvæðismáli í fyrra
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis Mynd: Morgunblaðið/Eggert

Umboðsmaður Alþingis felldi niður 10 ára gamalt frumkvæðisathugunarmál í fyrra. Tilefni athugunarinnar voru fréttir sem birtust í aðdraganda þingkosninganna 2007, þegar góðærið stóð sem hæst, um að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefðu undirritað viljayfirlýsingar og samninga um veglegan ríkisstuðning við verkefni félagasamtaka. Til að mynda höfðu Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra gefið út viljayfirlýsingu um 80 milljóna styrk til uppbyggingar hestaíþróttaaðstöðu á Gaddstaðaflötum við Hellu í Rangárþingi ytra. Var framlagið háð því að Stóðhestastöð við Gunnarsholt yrði seld og fullyrt að fjármálaráðherra hefði fengið heimild fyrir sölu stöðvarinnar. 

„Ástæða þess að ég ákvað að hefja athugunina var að ég taldi mig hafa orðið varan við að ráðuneyti og stofnanir ríkisins hefðu í auknum mæli gert samninga við aðila utan stjórnsýslukerfisins sem hefðu í för með sér fjárhagslegar skuldbindingar fyrir ríkissjóð, stundum verulegar, án þess að afstaða Alþingis hefði áður legið fyrir,“ segir í bréfi umboðsmanns Alþingis til ráðuneytanna sem Stundin fékk afhent á grundvelli upplýsingalaga. Benti umboðsmaður á að með þessum athöfnum væru ráðherrar að vekja væntingar hjá borgurum og félagasamtökum um fjármuni og framkvæmdir ríkisins án þess að löggjafinn hefði tekið afstöðu til málsins. 

Umboðsmaður hóf athugunina þann 18. september 2007 en felldi hana ekki niður fyrr en með bréfi til fjármála- og efnahagsráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þann 11. maí 2017. Þar kemur fram að í ljósi breytinga sem orðið hafa á lagaumhverfi ríkisfjármála og og lagaumgjörðar samningsgerðar hins opinbera við einkaaðila telji embættið ekki tilefni til að halda athuguninni áfram. Beinir umboðsmaður því til ráðuneytanna að við framkvæmd nýrra lagaákvæða um opinber fjármál og samningsgerð verði hugað að þeim álitaefnum sem urðu tilefni frumkvæðismálsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár