Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lokaði 10 ára gömlu frumkvæðismáli í fyrra

Mál­ið varð­aði út­gjalda­skuld­bind­ing­ar ráð­herra án skýrr­ar laga­stoð­ar rétt fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar 2007.

Lokaði 10 ára gömlu frumkvæðismáli í fyrra
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis Mynd: Morgunblaðið/Eggert

Umboðsmaður Alþingis felldi niður 10 ára gamalt frumkvæðisathugunarmál í fyrra. Tilefni athugunarinnar voru fréttir sem birtust í aðdraganda þingkosninganna 2007, þegar góðærið stóð sem hæst, um að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefðu undirritað viljayfirlýsingar og samninga um veglegan ríkisstuðning við verkefni félagasamtaka. Til að mynda höfðu Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra gefið út viljayfirlýsingu um 80 milljóna styrk til uppbyggingar hestaíþróttaaðstöðu á Gaddstaðaflötum við Hellu í Rangárþingi ytra. Var framlagið háð því að Stóðhestastöð við Gunnarsholt yrði seld og fullyrt að fjármálaráðherra hefði fengið heimild fyrir sölu stöðvarinnar. 

„Ástæða þess að ég ákvað að hefja athugunina var að ég taldi mig hafa orðið varan við að ráðuneyti og stofnanir ríkisins hefðu í auknum mæli gert samninga við aðila utan stjórnsýslukerfisins sem hefðu í för með sér fjárhagslegar skuldbindingar fyrir ríkissjóð, stundum verulegar, án þess að afstaða Alþingis hefði áður legið fyrir,“ segir í bréfi umboðsmanns Alþingis til ráðuneytanna sem Stundin fékk afhent á grundvelli upplýsingalaga. Benti umboðsmaður á að með þessum athöfnum væru ráðherrar að vekja væntingar hjá borgurum og félagasamtökum um fjármuni og framkvæmdir ríkisins án þess að löggjafinn hefði tekið afstöðu til málsins. 

Umboðsmaður hóf athugunina þann 18. september 2007 en felldi hana ekki niður fyrr en með bréfi til fjármála- og efnahagsráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þann 11. maí 2017. Þar kemur fram að í ljósi breytinga sem orðið hafa á lagaumhverfi ríkisfjármála og og lagaumgjörðar samningsgerðar hins opinbera við einkaaðila telji embættið ekki tilefni til að halda athuguninni áfram. Beinir umboðsmaður því til ráðuneytanna að við framkvæmd nýrra lagaákvæða um opinber fjármál og samningsgerð verði hugað að þeim álitaefnum sem urðu tilefni frumkvæðismálsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár