Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sextíu milljónir í loftrýmisgæslu í andstöðu við stefnu VG

For­sæt­is­ráð­herra lagði í stjórn­ar­and­stöðu fram þings­álykt­un­ar­til­lögu til að leggja nið­ur loft­rým­is­gæslu NATO. Ít­alski her­inn sinn­ir gæsl­unni fram í októ­ber og hef­ur hún kostað rík­ið yf­ir 62 millj­ón­ir á ár­inu.

Sextíu milljónir í loftrýmisgæslu í andstöðu við stefnu VG
Loftrýmisgæsla Ítalski herinn sér um loftrýmisgæslu NATO að þessu sinni. Mynd: Giovanni Colla

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins (NATO) hefur kostað Landhelgisgæsluna yfir 62 milljónir króna það sem af er ári. Við það bætist kostnaður Isavia vegna verkefnisins, en fyrirtækið vill ekki gefa hann upp. Vinstri græn lögðust gegn verkefninu í stjórnarandstöðu.

Loftrýmisgæslan hófst að nýju á Íslandi í byrjun september og mun standa fram í byrjun október. Ítalski flugherinn sinnir gæslunni að þessu sinni og munu alls um 140 hermenn taka þátt auk starfsmanna frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi. Flugsveitin kemur til landsins með fjórar Eurofighter Typhoon F-2000 orrustuþotur.

Í svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn Stundarinnar kemur fram að stofnunin og utanríkisráðuneytið annist öll samskipti varðandi verkefnið. Landhelgisgæslan sinni framkvæmd þess samkvæmt samningi sem gerður var við utanríkisráðuneytið á grundvelli varnarmálalaga. Verkefnið sé unnið í samvinnu við Isavia.

„Þegar kemur að framkvæmd loftrýmisgæslu á Íslandi er gert ráð fyrir kostnaðinum í þjónustusamning milli ríkis og Isavia vegna ríkisflugs (þ.e. flugs á vegum ríkisstjórna erlendra ríkja) …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár