Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sextíu milljónir í loftrýmisgæslu í andstöðu við stefnu VG

For­sæt­is­ráð­herra lagði í stjórn­ar­and­stöðu fram þings­álykt­un­ar­til­lögu til að leggja nið­ur loft­rým­is­gæslu NATO. Ít­alski her­inn sinn­ir gæsl­unni fram í októ­ber og hef­ur hún kostað rík­ið yf­ir 62 millj­ón­ir á ár­inu.

Sextíu milljónir í loftrýmisgæslu í andstöðu við stefnu VG
Loftrýmisgæsla Ítalski herinn sér um loftrýmisgæslu NATO að þessu sinni. Mynd: Giovanni Colla

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins (NATO) hefur kostað Landhelgisgæsluna yfir 62 milljónir króna það sem af er ári. Við það bætist kostnaður Isavia vegna verkefnisins, en fyrirtækið vill ekki gefa hann upp. Vinstri græn lögðust gegn verkefninu í stjórnarandstöðu.

Loftrýmisgæslan hófst að nýju á Íslandi í byrjun september og mun standa fram í byrjun október. Ítalski flugherinn sinnir gæslunni að þessu sinni og munu alls um 140 hermenn taka þátt auk starfsmanna frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi. Flugsveitin kemur til landsins með fjórar Eurofighter Typhoon F-2000 orrustuþotur.

Í svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn Stundarinnar kemur fram að stofnunin og utanríkisráðuneytið annist öll samskipti varðandi verkefnið. Landhelgisgæslan sinni framkvæmd þess samkvæmt samningi sem gerður var við utanríkisráðuneytið á grundvelli varnarmálalaga. Verkefnið sé unnið í samvinnu við Isavia.

„Þegar kemur að framkvæmd loftrýmisgæslu á Íslandi er gert ráð fyrir kostnaðinum í þjónustusamning milli ríkis og Isavia vegna ríkisflugs (þ.e. flugs á vegum ríkisstjórna erlendra ríkja) …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár