Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins (NATO) hefur kostað Landhelgisgæsluna yfir 62 milljónir króna það sem af er ári. Við það bætist kostnaður Isavia vegna verkefnisins, en fyrirtækið vill ekki gefa hann upp. Vinstri græn lögðust gegn verkefninu í stjórnarandstöðu.
Loftrýmisgæslan hófst að nýju á Íslandi í byrjun september og mun standa fram í byrjun október. Ítalski flugherinn sinnir gæslunni að þessu sinni og munu alls um 140 hermenn taka þátt auk starfsmanna frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi. Flugsveitin kemur til landsins með fjórar Eurofighter Typhoon F-2000 orrustuþotur.
Í svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn Stundarinnar kemur fram að stofnunin og utanríkisráðuneytið annist öll samskipti varðandi verkefnið. Landhelgisgæslan sinni framkvæmd þess samkvæmt samningi sem gerður var við utanríkisráðuneytið á grundvelli varnarmálalaga. Verkefnið sé unnið í samvinnu við Isavia.
„Þegar kemur að framkvæmd loftrýmisgæslu á Íslandi er gert ráð fyrir kostnaðinum í þjónustusamning milli ríkis og Isavia vegna ríkisflugs (þ.e. flugs á vegum ríkisstjórna erlendra ríkja) …
Athugasemdir