Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Eigendur Samherja greiða sér 1220 milljónir í arð

Sam­stæð­an skil­aði 14,4 millj­arða hagn­aði í fyrra og er með eig­ið fé upp á 94,4 millj­arða. Að­aleig­end­urn­ir þén­uðu sam­tals um 1094 millj­ón­ir í fjár­magn­s­tekj­ur ár­ið 2017.

Eigendur Samherja greiða sér 1220 milljónir í arð
Fjársterkir frændur Aðaleigendur Samherja eru frændurnir Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson. Eins og Stundin greindi frá í sumar þénaði Kristján um 660 milljónir í fjármagsntekjur árið 2017 og Þorsteinn um 434 milljónir.

Eigendur Samherja greiða sér um 1220 milljóna arð vegna rekstrarársins 2017. Þetta var ákveðið á nýlegum aðalfundi Samherja samkvæmt umfjöllun sem birtist á vef fyrirtækisins fyrir helgi.

Fram kemur að hagnaðurinn af rekstri hafi numið 14,4 milljörðum króna í fyrra og hækkað lítillega milli ára. 8,5 prósent af hagnaðinum renni til hluthafa í formi arðgreiðslna. 

Samherji er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Evrópu og í öðru sæti yfir þau fyrirtæki sem ráða yfir mestri aflahlutdeild við Íslandsstrendur. Var samstæðuni skipt upp í innlenda og erlenda starfsemi í fyrrahaust.

Aðaleigendur Samherja eru frændurnir Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson. Eins og Stundin greindi frá í sumar þénaði Kristján um 660 milljónir króna í fjármagnstekjur árið 2017 og Þorsteinn um 434 milljónir.

Samanlagðar tekjur dóttur- og samstarfsfélaga í fimmtán löndum innan samstæðu Samherja námu um 77 milljörðum króna í fyrra en eigið fé fyrirtækisins var 94,4 milljarðar í lok ársins.

Haft er eftir Þorsteini Má á vef Samherja að góð afkoma fyrirtækisins sé ekki sjálfgefin. „Samherji skilaði góðri afkomu á síðasta ári eins og undanfarin ár. Svo góð niðurstaða er ekki sjálfgefin við núverandi aðstæður heldur afrakstur mikillar samvinnu starfsmanna Samherja sem og samstarfsaðila víðsvegar um heiminn. Við gleðjumst að sjálfsögðu yfir því,“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fiskveiðar

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
FréttirFiskveiðar

Fé­lag í eigu Sam­herja og sam­starfs­að­ila skuld­ar rík­is­sjóði Namib­íu jafn­virði 1600 millj­óna króna

Fjöl­mið­ill­inn Con­fidén­te grein­ir frá því að ArcticNam Fis­hing, út­gerð sem Sam­herji á hlut í gegn­um Esju Fis­hing, standi í skatta­skuld upp á 200 millj­ón­ir namib­íudoll­ara. Enn deila hlut­haf­ar um skatt­greiðsl­ur en rík­is­skatt­stjóri Namib­íu rann­sak­ar bók­halds­brell­ur fjól­þjóða­fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár