Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Björn Leví sammála Davíð Oddssyni og botnar ekki í forsætisráðherra

Óljóst hvort stjórn­völd séu reiðu­bú­in að hlaupa und­ir bagga með flug­fé­lög­um sem standa höll­um fæti.

Björn Leví sammála Davíð Oddssyni og botnar ekki í forsætisráðherra
Davíð Oddsson Björn Leví segir „hvur fjandinn“ um að vera sammála ritstjóra Morgunblaðsins. Mynd: Pressphotos.biz

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist ekkert botna í orðum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að stjórnvöld fylgist með stöðu íslensku flugfélaganna. Segist hann sammála Davíð Oddssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, um að afstaða stjórnvalda í málinu sé óskýr, hvort í bígerð sé að hlaupa undir bagga eða leyfa fyrirtækjum á einkamarkaði að standa eða falla.

Komið hefur fram í fjölmiðlum að takist WOW Air ekki að afla verulegra fjármuna á næstu vikum sé hætta á að félagið fari í þrot. Stefnt er að því að hlutabréfaútboð skili á bilinu sex til tólf milljörðum íslenskra króna og segist Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW, fullviss um að það takist. Ráðherrar hafa fundað um málið og eru flugfélögin sögð kerfislega mikilvæg fyrir hagkerfið.

Björn Leví tjáir sig um málið á Twitter. „Hvur fjandinn, ég er sammála DO. Ég botna heldur ekki upp né niður í þessu sem KJ er að segja þarna. Hvort eru stjórnvöld að fara að gera eitthvað í þessu eða er þetta bara fyrirtæki á einkamarkaði?“

„Skipta máli fyrir þjóðarbúið“

Davíð Oddsson skrifaði um málið í Reykjavíkurbréfi í Morgunblaðinu á sunnudag. „Í samtölum við forsætisráðherrann okkar, þar sem hann var gripinn á förnum vegi, kom fram að æðstu valdamenn landsins fylgdust nú mjög vel með fjármálum flugfélaganna og hefðu gert um nokkra hríð. Svo hófust vangaveltur um að flugfélögin væru fyrirtæki á einkamarkaði og ítrekað að ríkisvaldið væri ekki að undirbúa að hjálpa flugrekstrinum.

En svo slegið til baka og sagt „það er ekki ríkisábyrgð á flugfélögum hér á landi, svo að það sé sagt. Það sem við erum að gera, er að við erum að fylgjast vel með stöðu kerfislega mikilvægra fyrirtækja, því það getur auðvitað haft áhrif á stöðu efnahagsmála hér fram undan. Það er auðvitað mikilvægt að fylgjast vel með...“ Og svo aftur í hina áttina: „...en eins og ég sagði hér áðan þá eru þetta einkafyrirtæki á markaði.“ Og loks 180 gráður á ný: „Þau skipta hins vegar máli fyrir þjóðarbúið þannig að það er það sem að okkur snýr,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.““

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár