Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Björn Leví sammála Davíð Oddssyni og botnar ekki í forsætisráðherra

Óljóst hvort stjórn­völd séu reiðu­bú­in að hlaupa und­ir bagga með flug­fé­lög­um sem standa höll­um fæti.

Björn Leví sammála Davíð Oddssyni og botnar ekki í forsætisráðherra
Davíð Oddsson Björn Leví segir „hvur fjandinn“ um að vera sammála ritstjóra Morgunblaðsins. Mynd: Pressphotos.biz

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist ekkert botna í orðum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að stjórnvöld fylgist með stöðu íslensku flugfélaganna. Segist hann sammála Davíð Oddssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, um að afstaða stjórnvalda í málinu sé óskýr, hvort í bígerð sé að hlaupa undir bagga eða leyfa fyrirtækjum á einkamarkaði að standa eða falla.

Komið hefur fram í fjölmiðlum að takist WOW Air ekki að afla verulegra fjármuna á næstu vikum sé hætta á að félagið fari í þrot. Stefnt er að því að hlutabréfaútboð skili á bilinu sex til tólf milljörðum íslenskra króna og segist Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW, fullviss um að það takist. Ráðherrar hafa fundað um málið og eru flugfélögin sögð kerfislega mikilvæg fyrir hagkerfið.

Björn Leví tjáir sig um málið á Twitter. „Hvur fjandinn, ég er sammála DO. Ég botna heldur ekki upp né niður í þessu sem KJ er að segja þarna. Hvort eru stjórnvöld að fara að gera eitthvað í þessu eða er þetta bara fyrirtæki á einkamarkaði?“

„Skipta máli fyrir þjóðarbúið“

Davíð Oddsson skrifaði um málið í Reykjavíkurbréfi í Morgunblaðinu á sunnudag. „Í samtölum við forsætisráðherrann okkar, þar sem hann var gripinn á förnum vegi, kom fram að æðstu valdamenn landsins fylgdust nú mjög vel með fjármálum flugfélaganna og hefðu gert um nokkra hríð. Svo hófust vangaveltur um að flugfélögin væru fyrirtæki á einkamarkaði og ítrekað að ríkisvaldið væri ekki að undirbúa að hjálpa flugrekstrinum.

En svo slegið til baka og sagt „það er ekki ríkisábyrgð á flugfélögum hér á landi, svo að það sé sagt. Það sem við erum að gera, er að við erum að fylgjast vel með stöðu kerfislega mikilvægra fyrirtækja, því það getur auðvitað haft áhrif á stöðu efnahagsmála hér fram undan. Það er auðvitað mikilvægt að fylgjast vel með...“ Og svo aftur í hina áttina: „...en eins og ég sagði hér áðan þá eru þetta einkafyrirtæki á markaði.“ Og loks 180 gráður á ný: „Þau skipta hins vegar máli fyrir þjóðarbúið þannig að það er það sem að okkur snýr,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.““

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Brotaþolinn tekur skellinn
6
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár