Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Ef við lyftum upp gólfinu þá lyftist þakið með“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR, fagn­ar kafla­skil­um í stétta­bar­átt­unni þar sem byrj­að er að hlusta á gras­rót­ina og koma auk­inni rót­tækni í bar­átt­una um kjör al­þýðu. Hann seg­ir að yf­ir­völd megi bú­ast við átök­um í vet­ur þeg­ar kjara­samn­ing­ar losna ef þeir halda áfram á nú­ver­andi braut.

Þegar Ragnar Þór Ingólfsson var í fyrra kosinn formaður VR, stærsta stéttarfélags landsins, töldu margir að hann og róttæku skoðanir hans væru einangraðar og myndu ekki hafa mikil áhrif. Ragnar komst fyrst í stjórn VR í hallarbyltingu 2009 og hafði lengi talað fyrir því að stéttarhreyfingin ætti að berjast fyrir hagsmunum alþýðunnar en ekki fjármálaaflanna, og framboð hans til formanns var uppreisn gegn „risaeðlunum“ sem hafa að hans sögn farið með stjórn ASÍ of lengi. Hann lýsti sérstaklega yfir vantrausti gegn Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, sem hefur farið með embættið í áratug.

Ekki er víst hvort yfirburðasigur Ragnars gegn sitjandi formanni VR hafi hafið atburðarás byltinga innan fleiri félaga eða sé hluti af nýjum róttækari tíðaranda, en ári síðar fór fram fyrsta lýðræðislega kosning Eflingar, næststærsta stéttarfélag Íslands, þar sem róttækur sósíalisti bar sigur úr býtum. Einnig hefur Gylfi látið vita að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár