Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir Barnaverndarstofu ekki hafa vitað af frétt Stundarinnar um Braga

Barna­vernd­ar­nefnd Reykja­vík­ur kærði Heiðu Björgu Pálma­dótt­ur, for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu, til lög­reglu vegna af­hend­ing­ar gagna. Hún leit á það sem skyldu sína sam­kvæmt upp­lýs­inga­lög­um að af­henda gögn­in, ólíkt vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu og Al­þingi sem töldu um við­kvæm­ar per­sónu­upp­lýs­ing­ar að ræða.

Segir Barnaverndarstofu ekki hafa vitað af frétt Stundarinnar um Braga
Vissi ekki af frétt Heiða Björg, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, segist ekki hafa tekið eftir fréttaflutningi Stundarinnar af Hafnarfjarðarmálinu og afskiptum Braga Guðbrandssonar fyrr en nokkrum dögum eftir að málið tröllreið fjölmiðlum. Mynd: Af vef CBSS Secretariat

Heiða Björg Pálmadóttir, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, fullyrðir að Barnaverndarstofa hafi ekki vitað af fréttaflutningi Stundarinnar um afskipti Braga Guðbrandssonar af Hafnarfjarðarmálinu svokallaða þegar stofnunin afhenti RÚV og Stundinni hundruð blaðsíðna af gögnum um einstök barnaverndarmál og umgengnisdeilur foreldra. Persónuvernd hefur nú til skoðunar hvort gagnaafhendingin hafi falið í sér lögbrot, en Barnaverndarnefnd Reykjavíkur kærði forstjóra Barnaverndarstofu til lögreglu fyrr í sumar.

 

RÚV fékk gögnin mánudaginn 30. apríl 2018 og Stundin miðvikudaginn 2. maí. Dagana á undan hafði ríkt eins konar fjölmiðlafár í kjölfar ítarlegrar umfjöllunar Stundarinnar þann 27. apríl um afskipti Braga Guðbrandssonar af barnaverndarmáli í Hafnarfirði. Í fréttinni var rakið hvernig Bragi beitti sér fyrir því að börn yrðu látin umgangast föður sinn þrátt fyrir viðvörunarorð og áhyggjur barnaverndarnefndar og meðferðaraðila af meintum kynferðisbrotum. Bragi viðurkenndi í viðtali við Stundina að hann hefði ekki viljað vita hvort faðirinn hefði hugsanlega brotið gegn börnum sínum og ekki haft aðgang að gögnum málsins þegar hann hlutaðist til um meðferð þess hjá barnaverndarnefnd.

 

Málið var tekið upp í öðrum fjölmiðlum, félagsmálaráðherra fenginn í Kastljós, yfirlýsingar sendar út og velferðarnefnd kölluð saman. Forstjóri Barnaverndarstofu heldur því engu að síður fram að stofan hafi ekki haft „vitneskju um að umrædd frétt hefði birst“ og ber fyrir sig að stofan sé ekki áskrifandi að Stundinni. Þetta kemur fram í svarbréfi stofnunarinnar við fyrirspurn Persónuverndar vegna frumkvæðisathugunar á lögmæti gagnaafhendingarinnar.

Barnaverndarnefnd bað um gögnin og fékk ekki

Gögnin sem Barnaverndarstofa afhenti Stundinni og RÚV í vor voru tekin saman vegna kvartana barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu til velferðarráðuneytisins. Þar er að finna viðbrögð við ásökunum nefndanna, fundargerð um mál barnanna í Hafnarfjarðarmálinu, málsvörn Braga Guðbrandssonar vegna ávirðinga sem bornar höfðu verið á hann en jafnframt ýmis athugasemdabréf Barnaverndarstofu sem vörðuðu önnur mál en fjallað hafði verið um í fjölmiðlum.

 

Eins og Stundin benti á í fréttaskýringu þann 3. maí síðastliðinn var gagnaafhendingin til vitnis um að Barnaverndarstofa túlkaði upplýsingalög með mun frjálslegri hætti heldur en velferðarráðuneytið sem þá hafði þverneitað að afhenda nokkur gögn um rannsókn á kvörtunum barnaverndarnefnda undan Barnaverndarstofu til ráðuneytisins, einkum á þeim grundvelli að kvartanirnar vörðuðu „tiltekin einstaklingsmál á sviði barnaverndar“.

Voru gögnin metin svo viðkvæm að þingmenn máttu einungis sjá þau í lokaðri skjalageymslu á Alþingi og var óheimilt að tjá sig um efni þeirra. Var jafnframt ákveðið að nefndarfundur velferðarnefndar með Braga Guðbrandssyni yrði lokaður í ljósi þess að þar kynni umræðan að hafa snertifleti við viðkvæm barnaverndarmál.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu