Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sendiherraefni Trump á Íslandi fær hræðilega dóma sem húðsjúkdómalæknir

Dr. Jef­frey Ross Gun­ter, sem Banda­ríkja­for­seti hef­ur til­nefnt sem sendi­herra á Ís­landi, fær af­leita dóma á vefn­um Yelp.com fyr­ir störf sín. Hann er sagð­ur dóna­leg­ur svindlari af sjúk­ling­um sín­um.

Sendiherraefni Trump á Íslandi fær hræðilega dóma sem húðsjúkdómalæknir
Donald Trump Dr. Gunter hefur stutt framboð Trump fjárhagslega og verið virkur í Repúblikanaflokknum. Mynd: Shutterstock

Dr. Jeffrey Ross Gunter húðsjúkdómalæknir var í gær tilnefndur af Donald Trump Bandaríkjaforseta sem sendiherra á Íslandi. Sjúklingar Gunter bera honum ekki góða sögu á neytendavefnum Yelp.com þar sem hann er sagður dónalegur svindlari og að þjónusta hans sé eins og færiband.

Dr. Jeffrey Ross Gunter

Gunter rekur læknastofu í Kaliforníu og hefur verið virkur í starfi Repúblikanaflokksins, meðal annars sem leiðtogi samtaka gyðinga í flokknum. Hann hefur stutt marga frambjóðendur flokksins fjárhagslega, meðal annars Trump, John McCain og Liz Cheney. Hann talar spænsku, frönsku og hollensku. Öldungardeild Bandaríkjaþings á eftir að staðfesta skipan hans sem sendiherra. 

Á vefnum Yelp.com þar sem neytendur geta skrifað umsagnir um þjónustuaðila og gefið þeim stjörnur fær Gunter 1,5 af 5 mögulegum stjörnum fyrir stofu sína í Lancaster, Kaliforníu. „Hann greip stanslaust fram í fyrir mér, talaði niður til mín eins og barns (ég er 27 ára), og var ótrúlega dónalegur,“ skrifar Jennifer K í þýðingu blaðamanns.

„Ó, sjáið hana, hún er að fara að gráta.“

„Dr. Gunter er RA$$, skýrt og einfalt,“ skrifar S.W. Hún hafði verið beðin um að setja krem á hálsinn 30-45 mínútum fyrir bókaðan tíma, en þurfti að bíða í klukkutíma á biðstofunni þar til henni sveið. „Ég nefndi hvernig húðin mín var eins og það væri kviknað í henni út af kreminu og hann bókstaflega gerði grín að mér. „Ó, sjáið hana, hún er að fara að gráta.““

Sagði „BORING“ við sjúkling

„Ég ætla ekki að fara út í smáatriði en ég yrði ekki hissa ef honum yrði stefnt,“ segir Jo R. „Þessi maður þarf að setjast í helgan stein á bakhlið tunglsins.“ Reen K. segir einfalda aðgerð til að fjarlægja vörtu hafa skilið eftir risastórt ör. „Ég mun aldrei mæla með honum við neinn nema sá sé að leita sér að stríðsöri.“

„Þessi maður þarf að setjast í helgan stein á bakhlið tunglsins.“

Kokji A segir Gunter ekki hafa heilsað sér eða beðist afsökunar á töfinni eftir meira en klukkutíma bið. „Ekki nóg með þennan dónalega, hræðilega tíma, heldur sagði hann „BORING“ eftir að hafa skoðað tvo bletti á húðinni minni,“ skrifar Kokji. „Hvers konar læknir segir „BORING“?“

Þá kemur fram í fjölda umsagna að læknastofa Gunters sé eins og færiband og að hann yfirbóki til að koma sem flestum að. Margir segja að þjónustan sé svindl og að hann geri allt til að losna við sjúklingana hratt. Cheryl T segist hafa fengið ranga greiningu hjá honum. „Hann eyddi minna en fimm mínútum með mér og gaf mér aldrei augnsamband!“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetatíð Donalds Trump

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár