Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sendiherraefni Trump á Íslandi fær hræðilega dóma sem húðsjúkdómalæknir

Dr. Jef­frey Ross Gun­ter, sem Banda­ríkja­for­seti hef­ur til­nefnt sem sendi­herra á Ís­landi, fær af­leita dóma á vefn­um Yelp.com fyr­ir störf sín. Hann er sagð­ur dóna­leg­ur svindlari af sjúk­ling­um sín­um.

Sendiherraefni Trump á Íslandi fær hræðilega dóma sem húðsjúkdómalæknir
Donald Trump Dr. Gunter hefur stutt framboð Trump fjárhagslega og verið virkur í Repúblikanaflokknum. Mynd: Shutterstock

Dr. Jeffrey Ross Gunter húðsjúkdómalæknir var í gær tilnefndur af Donald Trump Bandaríkjaforseta sem sendiherra á Íslandi. Sjúklingar Gunter bera honum ekki góða sögu á neytendavefnum Yelp.com þar sem hann er sagður dónalegur svindlari og að þjónusta hans sé eins og færiband.

Dr. Jeffrey Ross Gunter

Gunter rekur læknastofu í Kaliforníu og hefur verið virkur í starfi Repúblikanaflokksins, meðal annars sem leiðtogi samtaka gyðinga í flokknum. Hann hefur stutt marga frambjóðendur flokksins fjárhagslega, meðal annars Trump, John McCain og Liz Cheney. Hann talar spænsku, frönsku og hollensku. Öldungardeild Bandaríkjaþings á eftir að staðfesta skipan hans sem sendiherra. 

Á vefnum Yelp.com þar sem neytendur geta skrifað umsagnir um þjónustuaðila og gefið þeim stjörnur fær Gunter 1,5 af 5 mögulegum stjörnum fyrir stofu sína í Lancaster, Kaliforníu. „Hann greip stanslaust fram í fyrir mér, talaði niður til mín eins og barns (ég er 27 ára), og var ótrúlega dónalegur,“ skrifar Jennifer K í þýðingu blaðamanns.

„Ó, sjáið hana, hún er að fara að gráta.“

„Dr. Gunter er RA$$, skýrt og einfalt,“ skrifar S.W. Hún hafði verið beðin um að setja krem á hálsinn 30-45 mínútum fyrir bókaðan tíma, en þurfti að bíða í klukkutíma á biðstofunni þar til henni sveið. „Ég nefndi hvernig húðin mín var eins og það væri kviknað í henni út af kreminu og hann bókstaflega gerði grín að mér. „Ó, sjáið hana, hún er að fara að gráta.““

Sagði „BORING“ við sjúkling

„Ég ætla ekki að fara út í smáatriði en ég yrði ekki hissa ef honum yrði stefnt,“ segir Jo R. „Þessi maður þarf að setjast í helgan stein á bakhlið tunglsins.“ Reen K. segir einfalda aðgerð til að fjarlægja vörtu hafa skilið eftir risastórt ör. „Ég mun aldrei mæla með honum við neinn nema sá sé að leita sér að stríðsöri.“

„Þessi maður þarf að setjast í helgan stein á bakhlið tunglsins.“

Kokji A segir Gunter ekki hafa heilsað sér eða beðist afsökunar á töfinni eftir meira en klukkutíma bið. „Ekki nóg með þennan dónalega, hræðilega tíma, heldur sagði hann „BORING“ eftir að hafa skoðað tvo bletti á húðinni minni,“ skrifar Kokji. „Hvers konar læknir segir „BORING“?“

Þá kemur fram í fjölda umsagna að læknastofa Gunters sé eins og færiband og að hann yfirbóki til að koma sem flestum að. Margir segja að þjónustan sé svindl og að hann geri allt til að losna við sjúklingana hratt. Cheryl T segist hafa fengið ranga greiningu hjá honum. „Hann eyddi minna en fimm mínútum með mér og gaf mér aldrei augnsamband!“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetatíð Donalds Trump

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu