Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir ráðherra leggja fram tillögur og frumvörp sem þeir hafi „lítinn eða engan áhuga á að nái fram að ganga“

Óli Björn Kára­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, dreg­ur upp at­hygl­is­verða mynd af þeim þanka­gangi sem ligg­ur að baki fram­lagn­ingu þing­mála frá ráð­herr­um og þing­mönn­um.

Segir ráðherra leggja fram tillögur og frumvörp sem þeir hafi „lítinn eða engan áhuga á að nái fram að ganga“

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að þingmenn og ráðherrar keppist við að leggja fram sem flest þingmál, enda séu stjórnmálamenn „vegnir og metnir út frá fjölda þeirra mála sem lögð eru fram“. Hann fullyrðir að ráðherrar kynni frumvörp og leggi fram tillögur sem þeir hafi „lítinn eða engan áhuga á að nái fram að ganga“. Þá keppist þingmenn við að „styrkja sig í sessi meðal sérhagsmuna“ en sérhagsmunahópar styðji ekki hugmyndir um að draga úr umsvifum ríkisins og lækka skatta.

Þessi sjónarmið Óla Björns, þungavigtarmanns í núverandi stjórnarmeirihluta, birtast í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Óli Björn beinir spjótum meðal annars að fjölmiðlum; hann telur fjölmiðla vinstrisinnaða og ósanngjarna við stjórnmálamenn sem vilja lækka skatta.

„Stjórnmálamaður sem lofar auknum útgjöldum, stórbættri opinberri þjónustu, fær yfirleitt hljóðnema fjölmiðlanna og frið til að flytja boðskapinn. Sá er berst fyrir lækkun skatta er hins vegar krafinn svara við því hvernig hann ætli að „fjármagna“ lækkun skatta,“ skrifar Óli Björn og bætir við: „Og það er eins gott fyrir þingmann sem vill draga úr umsvifum ríkisins – minnka báknið – að vera tilbúinn til að svara hvernig í ósköpunum honum komi slíkt til hugar.“

Hann segir „hugmyndafræði gamalla vinstrimanna“ hafa náð yfirhöndinni, bæði í fjölmiðlum og stjórnmálunum þar sem þorri manna sé sannfærður um að ríkið sé upphaf og endir lífsgæða almennings. Hann og aðrir sem vilji draga úr samneyslu og „baka stærri þjóðarköku“ séu í minnihluta. „Við getum ekki reiknað með að fjölmiðlar eða sterkir sérhagsmunahópar veiti okkur stuðning. Að þessu leyti er við ramman reip að draga.“ 

Það sem er þó kannski athyglisverðast við grein Óla Björns eru fullyrðingar hans, þingmanns til margra ára og áhrifamanns í Sjálfstæðisflokknum, um hvatana sem liggja að baki framlagningu þingmála frá ráðherrum og þingmönnum.

Samkvæmt frásögn Óla Björns einblína stjórnmálamenn á fjölda mála, magn frekar en gæði. „Löggjafinn fer sínu fram og styðst við hættulegan mælikvarða magns. Ráðherrar, nauðugir viljugir, leggja fram hvert frumvarpið á fætur öðru til að vera ekki fundnir sekir um dugleysi – vera verklitlir í embætti. Þingmenn leggja fram fjölda þingmála til að vekja athygli á sjálfum sér og styrkja sig í sessi meðal sérhagsmuna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár