Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Yndið mitt, Stefán Karl Stefánsson, er látinn“

Stefán Karl Stef­áns­son leik­ari er fall­inn frá, 43 ára gam­all, eft­ir bar­áttu við ill­vígt krabba­mein.

„Yndið mitt, Stefán Karl Stefánsson, er látinn“
Stefán Karl og Steinunn Ólína Hjónin opnuðu umræðuna um veikindi og áhrif þeirra. Mynd: Kristinn Magnússon

Stefán Karl Stefánsson leikari er fallinn frá eftir baráttu við krabbamein undanfarin misseri. 

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, eiginkona Stefáns Karls, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

„Yndið mitt, Stefán Karl Stefánsson, er látinn eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. Stefán var fæddur 10. júlí 1975 og varð því 43 ára gamall. Að ósk hins látna verður engin jarðarför og jarðneskum leifum dreift í kyrrþey á úthafi fjær. Fjölskyldan þakkar auðsýndan stuðning og hlýhug á undangengnum árum og sendir hinum fjölmörgu vinum og aðdáendum Stefáns Karls sínar innilegustu samúðarkveðjur.“

Stefán Karl StefánssonÞakklátur starfsfólki Landspítalans.

Auk þess að hafa starfað sem leikari um árabil var Stefán Karl stofnandi samtakanna Regnbogabörn árið 2002, til stuðnings börnum sem þurft hafa að þola einelti. Aðdragandi þess var að  hann varð sjálfur fyrir einelti sem barn og vildi nýta reynslu sína öðrum börnum til liðsinnis.

Á síðustu árum ræktaði Stefán Karl grænmeti og vildi stofnsetja stórfellda grænmetisræktun innandyra, svokallað „kálver“, í stað álvers í Helguvík.

Eftir að hann greindist með krabbamein árið 2016 ræddi Stefán Karl veikindin opinskátt og var hann þakklátur þeim sem sendu honum stuðnings- og batakveðjur. 

Í viðtali við Stundina í desember 2016 lýstu Stefán og Steinunn Ólína áhrifum þess fyrir hann og fjölskylduna að hann skyldi greinast með krabbamein sem er í flestum tilfellum banvænt. Aðeins 10 til 20 prósent sem greinast með gallgangakrabbamein geta losnað við meinið með skurðaðgerð.

„Þú verður bara að lifa hvern dag fyrir sig“

Stefán Karl sagði frá því að hann hefði reynt að halda lífi sínu áfram óröskuðu og óháðu krabbameininu að öðru leyti en óumflýjanlegt er. „Að fá svona greiningu er ekkert öðruvísi en aðrir dagar að því leytinu til að þú lifir bara dag fyrir dag. Þú verður bara að gera það, sama hvort þú ert með greiningu á krabbameini eða ekki. Þú verður bara að lifa hvern dag fyrir sig og láta honum nægja sína þjáningu, og reyna bara að láta gott af þér leiða. Láta ekki kæfa þig og banna þér að tjá þig, vera gagnrýninn, vera sanngjarn, vera sjálfum þér samkvæmur og taka líka sénsa og áhættur, gera mistök, læra af þeim, allt þetta. Þetta breytist ekkert, þó þú greinist með krabbamein.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár