Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Marta segir Líf hafa ullað á sig

Marta Guð­jóns­dótt­ir krefst þess að Líf Magneu­dótt­ir biðji sig op­in­ber­lega af­sök­un­ar á dóna­skapn­um.

Marta segir Líf hafa ullað á sig
Ullaði á Mörtu Marta Guðjónsdóttir er hin reiðasta yfir dónalegri framkomu Lífar Magneudóttur

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, rak út úr sér tunguna framan í Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, á fundi borgarráðs í dag eftir að Marta hafði starað á hana.

Líf bað Mörtu afsökunar í fundarhléi, en Marta segist líta svo á að það hafi hún aðeins gert til að reyna að koma í veg fyrir að Marta myndi bóka um hegðunina. „Hún bað mig afsökunar í fundarhléi, þegar hún var orðin þess áskynja að ég ætlaði að bóka um málið. Ég lít svo á að með því hafi hún verið að reyna að koma í veg fyrr að ég leggði fram bókunina. Hafi hún meint eitthvað með því að hún vildi biðja mig afsökunar, þá hefði hún átt að bóka þá afsökun eða birta á opinberum vettvangi. Henni var það í lófa lagið þar sem ég lét hana vita að ég hyggðist bóka um málið, og sendi henni bókunina á fundinum sjálfum,” segir Marta í samtali við Stundina.

Marta, aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins i borgarráði og Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins, lögðu síðan fram bókun þar sem alvarlegar athugasemdir voru gerðar við framkomu Lífar. Ég krefst þess að Líf Magneudóttir sýni sóma sinn í að biðja mig afsökunar afsökunar, á opinberum vettvangi, fyrir þennan dónaskap,” segir Marta í samtali við Stundina.

Í fundargerð borgarráðs frá því í dag kemur fram að þær Marta og Vigdís hafi lagt fram svohljóðandi bókun:

Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við framkomu tiltekins borgarráðsfulltrúa meirihlutans, fulltrúa Vinsti grænna, í upphafi fundar. Það er ekki sæmandi að borgarfulltrúar leyfi sér þá óháttvísi og dónaskap að ulla framan í aðra fulltrúa. Gera verður þá kröfu til kjörinna fulltrúa að þeir setji fram mál sitt með málefnalegum hætti og sýni hverjir öðrum almenna kurteisi. Ljóst er að full þörf er á þeim samskiptareglum sem fulltrúi Flokks Fólksins hefur lagt fram en þar kemur einmitt fram að kjörnir fulltrúar leyfi sér ekki dónaskap á borð við grettur og geiflur eins og gert var í því tilfelli sem fram kemur hér að ofan.

Í samtali við Stundina segist Marta furðu lostin yfir hegðun Lífar. Líf sýndi mér bara dónaskap og virðingarleysi þegar hún rak framan í mig tunguna vegna málflutnings míns, sem ég get ekki haft eftir þar sem trúnaður ríkir um fundi borgarráðs. Mér finnst þetta ekki sæmandi kjörnum fulltrúa, eða fullorðinni manneskju ef út í það er farið. Það hlýtur að vera hægt að gera þá kröfu á kjörna fulltrúa að þeir kunni að haga sér.“

Marta segir enn fremur að hún furði sig á þessari framkomu Lífar, ekki síst í ljósi þess að talsverð umræða hafi verið um samskiptamál innan borgarstjórnar upp á síðkastið. Þannig hafi Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagt til að settar yrðu samskiptareglur í borgarstjórn. Þessi framkoma Lífar ýtir bara undir að það verði gert, það er greinilega full þörf á,” segir Marta.

Uppfært kl. 21:00

Líf Magneudóttir tjáir sig um málið á Facebook. Hún skrifar:

„Hvað gerir maður þegar einhver starir á mann í lengri tíma af miklu yfirlæti og vanþóknun í þrúgandi og kúgandi aðstæðum eftir að maður hefur verið málefnalegur og sanngjarn í sínum málflutningi en fær ómálefnaleg viðbrögð á móti? Jú - maður reynir að slá þessu öllu upp í grín og létta andrúmsloftið og losa sig úr störukeppninni með því að ulla bara á viðkomandi, lyfta brúnum og brosa.

Það er nú fokið í flest skjól ef það má ekki sýna nein svipbrigði og vera geðríkur, segja lélega eða góða brandara eða gera tilraunir til að létta á súrum samskiptum fólks með léttleika. Ó jæja.

Þetta mál er löngu búið af minni hálfu og því lauk strax í morgun þegar ég bað Mörtu afsökunar kunni ég að hafa sært hana með þessu glensi. Nóg um það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár