Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Marta segir Líf hafa ullað á sig

Marta Guð­jóns­dótt­ir krefst þess að Líf Magneu­dótt­ir biðji sig op­in­ber­lega af­sök­un­ar á dóna­skapn­um.

Marta segir Líf hafa ullað á sig
Ullaði á Mörtu Marta Guðjónsdóttir er hin reiðasta yfir dónalegri framkomu Lífar Magneudóttur

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, rak út úr sér tunguna framan í Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, á fundi borgarráðs í dag eftir að Marta hafði starað á hana.

Líf bað Mörtu afsökunar í fundarhléi, en Marta segist líta svo á að það hafi hún aðeins gert til að reyna að koma í veg fyrir að Marta myndi bóka um hegðunina. „Hún bað mig afsökunar í fundarhléi, þegar hún var orðin þess áskynja að ég ætlaði að bóka um málið. Ég lít svo á að með því hafi hún verið að reyna að koma í veg fyrr að ég leggði fram bókunina. Hafi hún meint eitthvað með því að hún vildi biðja mig afsökunar, þá hefði hún átt að bóka þá afsökun eða birta á opinberum vettvangi. Henni var það í lófa lagið þar sem ég lét hana vita að ég hyggðist bóka um málið, og sendi henni bókunina á fundinum sjálfum,” segir Marta í samtali við Stundina.

Marta, aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins i borgarráði og Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins, lögðu síðan fram bókun þar sem alvarlegar athugasemdir voru gerðar við framkomu Lífar. Ég krefst þess að Líf Magneudóttir sýni sóma sinn í að biðja mig afsökunar afsökunar, á opinberum vettvangi, fyrir þennan dónaskap,” segir Marta í samtali við Stundina.

Í fundargerð borgarráðs frá því í dag kemur fram að þær Marta og Vigdís hafi lagt fram svohljóðandi bókun:

Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við framkomu tiltekins borgarráðsfulltrúa meirihlutans, fulltrúa Vinsti grænna, í upphafi fundar. Það er ekki sæmandi að borgarfulltrúar leyfi sér þá óháttvísi og dónaskap að ulla framan í aðra fulltrúa. Gera verður þá kröfu til kjörinna fulltrúa að þeir setji fram mál sitt með málefnalegum hætti og sýni hverjir öðrum almenna kurteisi. Ljóst er að full þörf er á þeim samskiptareglum sem fulltrúi Flokks Fólksins hefur lagt fram en þar kemur einmitt fram að kjörnir fulltrúar leyfi sér ekki dónaskap á borð við grettur og geiflur eins og gert var í því tilfelli sem fram kemur hér að ofan.

Í samtali við Stundina segist Marta furðu lostin yfir hegðun Lífar. Líf sýndi mér bara dónaskap og virðingarleysi þegar hún rak framan í mig tunguna vegna málflutnings míns, sem ég get ekki haft eftir þar sem trúnaður ríkir um fundi borgarráðs. Mér finnst þetta ekki sæmandi kjörnum fulltrúa, eða fullorðinni manneskju ef út í það er farið. Það hlýtur að vera hægt að gera þá kröfu á kjörna fulltrúa að þeir kunni að haga sér.“

Marta segir enn fremur að hún furði sig á þessari framkomu Lífar, ekki síst í ljósi þess að talsverð umræða hafi verið um samskiptamál innan borgarstjórnar upp á síðkastið. Þannig hafi Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagt til að settar yrðu samskiptareglur í borgarstjórn. Þessi framkoma Lífar ýtir bara undir að það verði gert, það er greinilega full þörf á,” segir Marta.

Uppfært kl. 21:00

Líf Magneudóttir tjáir sig um málið á Facebook. Hún skrifar:

„Hvað gerir maður þegar einhver starir á mann í lengri tíma af miklu yfirlæti og vanþóknun í þrúgandi og kúgandi aðstæðum eftir að maður hefur verið málefnalegur og sanngjarn í sínum málflutningi en fær ómálefnaleg viðbrögð á móti? Jú - maður reynir að slá þessu öllu upp í grín og létta andrúmsloftið og losa sig úr störukeppninni með því að ulla bara á viðkomandi, lyfta brúnum og brosa.

Það er nú fokið í flest skjól ef það má ekki sýna nein svipbrigði og vera geðríkur, segja lélega eða góða brandara eða gera tilraunir til að létta á súrum samskiptum fólks með léttleika. Ó jæja.

Þetta mál er löngu búið af minni hálfu og því lauk strax í morgun þegar ég bað Mörtu afsökunar kunni ég að hafa sært hana með þessu glensi. Nóg um það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár