Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Marta segir Líf hafa ullað á sig

Marta Guð­jóns­dótt­ir krefst þess að Líf Magneu­dótt­ir biðji sig op­in­ber­lega af­sök­un­ar á dóna­skapn­um.

Marta segir Líf hafa ullað á sig
Ullaði á Mörtu Marta Guðjónsdóttir er hin reiðasta yfir dónalegri framkomu Lífar Magneudóttur

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, rak út úr sér tunguna framan í Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, á fundi borgarráðs í dag eftir að Marta hafði starað á hana.

Líf bað Mörtu afsökunar í fundarhléi, en Marta segist líta svo á að það hafi hún aðeins gert til að reyna að koma í veg fyrir að Marta myndi bóka um hegðunina. „Hún bað mig afsökunar í fundarhléi, þegar hún var orðin þess áskynja að ég ætlaði að bóka um málið. Ég lít svo á að með því hafi hún verið að reyna að koma í veg fyrr að ég leggði fram bókunina. Hafi hún meint eitthvað með því að hún vildi biðja mig afsökunar, þá hefði hún átt að bóka þá afsökun eða birta á opinberum vettvangi. Henni var það í lófa lagið þar sem ég lét hana vita að ég hyggðist bóka um málið, og sendi henni bókunina á fundinum sjálfum,” segir Marta í samtali við Stundina.

Marta, aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins i borgarráði og Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins, lögðu síðan fram bókun þar sem alvarlegar athugasemdir voru gerðar við framkomu Lífar. Ég krefst þess að Líf Magneudóttir sýni sóma sinn í að biðja mig afsökunar afsökunar, á opinberum vettvangi, fyrir þennan dónaskap,” segir Marta í samtali við Stundina.

Í fundargerð borgarráðs frá því í dag kemur fram að þær Marta og Vigdís hafi lagt fram svohljóðandi bókun:

Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við framkomu tiltekins borgarráðsfulltrúa meirihlutans, fulltrúa Vinsti grænna, í upphafi fundar. Það er ekki sæmandi að borgarfulltrúar leyfi sér þá óháttvísi og dónaskap að ulla framan í aðra fulltrúa. Gera verður þá kröfu til kjörinna fulltrúa að þeir setji fram mál sitt með málefnalegum hætti og sýni hverjir öðrum almenna kurteisi. Ljóst er að full þörf er á þeim samskiptareglum sem fulltrúi Flokks Fólksins hefur lagt fram en þar kemur einmitt fram að kjörnir fulltrúar leyfi sér ekki dónaskap á borð við grettur og geiflur eins og gert var í því tilfelli sem fram kemur hér að ofan.

Í samtali við Stundina segist Marta furðu lostin yfir hegðun Lífar. Líf sýndi mér bara dónaskap og virðingarleysi þegar hún rak framan í mig tunguna vegna málflutnings míns, sem ég get ekki haft eftir þar sem trúnaður ríkir um fundi borgarráðs. Mér finnst þetta ekki sæmandi kjörnum fulltrúa, eða fullorðinni manneskju ef út í það er farið. Það hlýtur að vera hægt að gera þá kröfu á kjörna fulltrúa að þeir kunni að haga sér.“

Marta segir enn fremur að hún furði sig á þessari framkomu Lífar, ekki síst í ljósi þess að talsverð umræða hafi verið um samskiptamál innan borgarstjórnar upp á síðkastið. Þannig hafi Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagt til að settar yrðu samskiptareglur í borgarstjórn. Þessi framkoma Lífar ýtir bara undir að það verði gert, það er greinilega full þörf á,” segir Marta.

Uppfært kl. 21:00

Líf Magneudóttir tjáir sig um málið á Facebook. Hún skrifar:

„Hvað gerir maður þegar einhver starir á mann í lengri tíma af miklu yfirlæti og vanþóknun í þrúgandi og kúgandi aðstæðum eftir að maður hefur verið málefnalegur og sanngjarn í sínum málflutningi en fær ómálefnaleg viðbrögð á móti? Jú - maður reynir að slá þessu öllu upp í grín og létta andrúmsloftið og losa sig úr störukeppninni með því að ulla bara á viðkomandi, lyfta brúnum og brosa.

Það er nú fokið í flest skjól ef það má ekki sýna nein svipbrigði og vera geðríkur, segja lélega eða góða brandara eða gera tilraunir til að létta á súrum samskiptum fólks með léttleika. Ó jæja.

Þetta mál er löngu búið af minni hálfu og því lauk strax í morgun þegar ég bað Mörtu afsökunar kunni ég að hafa sært hana með þessu glensi. Nóg um það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár