Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vísað úr meðferð í Vík og þarf að bíða í tólf daga eftir innlögn á Vog

Stef­an Ólaf­ur beið í sautján daga í skelfi­legu ástandi eft­ir að kom­ast í með­ferð á Vogi. Hon­um var vís­að úr eft­ir­með­ferð á Vík, að ósekju að sögn móð­ur hans. Nú á hann eng­an ann­an kost en að bíða eft­ir inn­lögn á Vog að nýju.

Vísað úr meðferð í Vík og þarf að bíða í tólf daga eftir innlögn á Vog
Biðin er alltof löng Stefan þurfti fyrst að bíða í 17 daga eftir innlögn á Vog. Að lokinni meðferð þar mátti hann bíða í 11 daga eftir að komast í eftirmiðvferð á Vík. Þaðan var honum vísað í burt, að ósekju að sögn móður hans, í fyrradag. Nú þarf Stefan að bíða í 10 daga til viðbótar eftir því að komast aftur inn á Vog. Mynd: Úr einkasafni

Sautján dagar liðu þar til Stefan Ólafur Guðjón fékk inni á Vogi, þrátt fyrir að hafa verið verulega illa haldinn eftir að hafa misnotað kvíðastillandi lyf og áfengi um langt skeið. Móðir hans, Kristín Ólafsdóttir neyddist til að vakta son sinn heima hjá sér allan þann tíma, í skelfilegu ástandi að hennar sögn.

Eftir afeitrun og meðferð á Vogi fór Stefan í eftirmeðferð á Vík en var vísað þaðan síðastliðinn þriðjudag sökum þess að þvagprufa sem hann skilaði var ófullkomin. Þrátt fyrir það mældust ekki nein fíkniefni í þvaginu. Engin úrræði eru fyrir Stefan önnur en þau að fara aftur á Vog, í meðferð sem hann hefur þegar lokið, en þar fær hann ekki pláss fyrr en 25. ágúst næstkomandi. Á meðan biður móðir hans milli vonar og ótta um að Stefani takist að berjast gegn fíkninni.

26 látist í bið eftir innlögn á Vog

Eins og Stundin greindi frá í gær létust 15 manns á síðasta ári á meðan þeir biðu eftir því að komast að á Vogi og 11 manns árið 2016. Á árunum 2015 til og með 2018 skiluðu á bilinu 27 til 33 prósent þeirra sem voru á biðlista eftir meðferð á Vogi sér ekki í meðferðina.

Kristín Ólafsdóttir birti í gær Facebook-status þar sem hún greindi frá því hvernig Stefan sonur hennar hefði leiðst út í neyslu áfengis og farið að misnota kvíðastillandi lyf. Hún hafi í júlí síðastliðnum sótt hann heim til sín þar sem hann hafi legið í skítugu rúmi og ekki í neinu sambandi. Kristín hafi skráð Stefan í innlögn á Vog en bið eftir meðferð þar hafi verið sautján dagar.  „Var með hann heima í skelfilegu ástandi, vaktaði hann í 17 daga. Elti hann. Fylgdist með honum. Greip hann við lyfjakaup. Hélt utan um hann, sat bara og beið þegar hann vildi ekki tala.“

Rekin frá Vík án ástæðu

Stefan fór í meðferð á Vogi og gekk hún vel. Hann féllst á að fara í eftirmeðferð á Vík og útlitið var gott, hann var tilbúinn að takast á við verkefnið. En Stefani var hins vegar vísað frá Vík síðastliðinn þriðjudag. „Ástæða fyrir brottrekstri Stefans var sú að þvagprufan hans hafi verið ófullnægjandi, eða að saltmagn hafi þótt óeðlilega lágt í þvaginu. Læknir á Vogi staðfesti engu að síður í gær að engin fíkniefni hafi fundist og að það geti verið margar ástæður fyrir lágu saltmagni,“ segir Kristín í samtali við Stundina og bætir því við að henni þyki fullkomlega ófært að Stefani sé ekki hleypt aftur inn í eftirmeðferðina á Vík í því ljósi.

Kristín ÓlafsdóttirKristín gagnrýnir hvernig aðstandendum er haldið í myrkrinu varðandi málefni fíkla.

En það er staðan. Stefan fær ekki inn á Vík aftur í þessari atrennu heldur er eina úrræði hans að fara aftur í meðferð á Vogi. Biðin eftir að komast þangað inn er hins vega býsna löng, þar fær Stefan ekki inni fyrr en 25. ágúst. „Hann er ekkert til í að fara inn á Vog aftur, og ég skil það svo sem en vona að það breytist. Hann er búinn að fara í afeitrun, hann er búinn að fara í meðferð á Vogi og byrjaður í öðru. Hann á pantaða þar 25. ágúst en ef hann kýs að fara ekki þá eru 500 manns að bíða. Þetta er langur tími að bíða og á meðan er ekkert fyrir hann að gera, enginn stuðningur. Göngudeild er lokuð þar til í byrjun næstu viku og þetta er bara allt of brothætt. Nú bíðum við bara. Þetta er upp á guð og lukkuna komið. Drengurinn er í góðu jafnvægi núna en hvað verður á morgun, eða á hinn daginn,“ segir Kristín móðir hans.

Biðin óásættanleg

Kristín segir að hún hafi fengið mikil viðbrög við Facebook-færslu sinni en engin þó frá aðilum innan heilbrgiðisgeirans eða stjórnvöldum. Það verði hins vegar eitthvað að gerast í málum þeirra sem glími við fíkn, sérstaklega ungs fólks. „Ég skil að það þurfi að fylgja einhverju verklagi eða einhverjum reglum en þarna erum við með strák sem ekki er kominn í þessi hefðbundu, hörðu fíkniefni. Stefan er ungur maður sem er að taka það sem kallast kannski „go-to drug“ núna. Hann er þarna í fyrstu meðferðinni, fer inn á Vog fyrir mig, mömmu sína, og biður síðan sjálfur um áframhaldandi hjálp. Hann er að eflast þarna á Vík en er vísað þaðan fyrir eitthvað sem síðan var ekki neitt. Það þarf að endurskoða reglur og verklag í starfinu. Ég skil að aðilum sem mælast fíkniefni í sé vísað út en það var ekki tilfellið hjá mínum dreng.

Það er líka öll þessi bið sem ég vil ekki kyngja. Ég var hér heima í sautján daga með hann í ruglinu, þar til hann komst inn á Vog. Það geta það ekki allir. Það eiga ekki allir skilningsríka vinnuveitendur sem gefa frí. Það eiga ekki allir einhverja að sem koma með mat, sem hugsa um að allir fari í bað, sem grípa boltann þegar allt heimilislífið lamast. Það er síðan ekki boðlegt að það sé ekki hægt að veita þeim aðstoð strax, að meðferðarstofnanir loki vegna sumarleyfa. Vogur var eina stofnunin sem ekki var lokuð þarna í sumar og þar er alltaf fullt út úr dyrum. Úrræðin þurfa að vera opin alltaf og aðgengi að þeim fyrir þá sem á þurfa að halda.“

Aðstandendum haldið í myrkrinu

Kristín gagnrýnir líka skort á upplýsingum en hún fær litlar sem engar upplýsingar um stöðu mála hjá syni sínum, sökum þess að hann er orðinn 22 ára. „Vogur er sjúkrahús og þar gildir þagnarskylda um málefni sjúklinga. Ég skil það svo sem, en ég furða mig samt á því að sumu leyti. Ég gekk í gegnum krabbameinsmeðferð með bestu vinkonu minni og þá fékk ég alls kyns upplýsingar um stöðuna. Ég fékk að vita á hvaða lyfjum hún var og hver staðan á krabbameininu væri. Nú er eins og ég sé að keyra sjúkling í krabbameinsmeðferð á hverjum degi en fái ekki að vita hvort hann sé að taka krabbameinslyfin sín eða ekki. Mér finnst þetta skrýtið vegna þess að ég ber ábyrgð á drengnum. Hann býr hjá mér, ég sé fyrir honum. Mér finnst furðulegt að stuðningsnetinu sé haldið í myrkrinu og mér finnst að það verði að endurskoða þetta eitthvað, ekki síst hjá þessu unga fólki sem er að leita sér aðstoðar í fyrsta sinn. Um leið og maður nær að grípa þessi börn, ef maður er svo heppinn að geta það, þá verður að vera hægt að treysta því að þeim sé veitt aðstoð og ekki hent út út af einhverjum misskilningi, krökkum sem vilja hjálp.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár