Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fyrirtæki hafa tvöfaldað hlut sinn á leigumarkaði

Fyr­ir­tæki voru leigu­sal­ar í fimmt­ungi til­vika ár­ið 2011 en um­fang þeirra á leigu­mark­aði er nú 40 pró­sent. Hlut­deild ein­stak­linga sem leigu­sala hef­ur dreg­ist um­tals­vert sam­an.

Fyrirtæki hafa tvöfaldað hlut sinn á leigumarkaði
Auka hlutdeild á leigumarkaði Fyrirtæki hafa tvöfaldað hlutdeild sína sem leigusalar frá árinu 2011.

Hlutur fyrirtækja sem leigusalar á leigumarkaði hefur farið verulega vaxandi og hefur umfang þeirra á markaðnum tvöfaldast frá árinu 2011. Einstaklingar eru enn sem komið er umsvifamestir á markaðnum en hlutdeild þeirra hefur dregist verulega saman á sama árafjölda.

Þetta kemur fram í gögnum frá Þjóðskrá Íslands sem Íbúðalánasjóður vekur athygli á. Árið 2011 voru 73 prósent íbúðarhúsnæðis sem var í útleigu í eigu einstaklinga. Nú, sjö árum síðar, er það hlutfall komið niður í 57 prósent. Fyrirtæki áttu 21 prósent leiguhúsnæðis árið 2011 en eiga nú 41 prósent. Hlutfall fjármálastofnana hefur dregist talsvert saman, árið 2011 voru fjármálastofnanir 7 prósent leigusala en eru nú 2 prósent.  

Gögn Þjóðskrár ná þó ekki til allra leigusamninga. Þannig var samningum um félagslegar íbúðir, samningum þar sem herbergjafjöldi er óþekktur og samningum þar sem aðeins hluti íbúðar var í útleigu á tímabilinum sem er undir fyrir árið 2018 sleppt. Úrvinnslan fyrir árið 2018 byggir á 5.622 leigusamningum sem þinglýst var á tímabilinu 30. júní til og með 31. júlí 2018.

Í síðustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs kom fram að hlutdeild fyrirtækja í íbúðakaupum fer minnkandi. Hlutdeild fyrirtækja sem leigusala tók stökk milli áranna 2016 og 2017 þegar hún fór úr 31 prósenti í 40 prósent. Íbúðakaup fyrirtækja höfðu þó áður aukist, sérstaklega í Reykjavík, en milli áranna 2013 og 2017 stóðu fyrirtæki á bak við 17 prósent allra íbúðakaupa á því svæði. Á fyrri hluta þessa árs var það hlutfall hins vegar ekki nema um 10 prósent.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár