Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fyrirtæki hafa tvöfaldað hlut sinn á leigumarkaði

Fyr­ir­tæki voru leigu­sal­ar í fimmt­ungi til­vika ár­ið 2011 en um­fang þeirra á leigu­mark­aði er nú 40 pró­sent. Hlut­deild ein­stak­linga sem leigu­sala hef­ur dreg­ist um­tals­vert sam­an.

Fyrirtæki hafa tvöfaldað hlut sinn á leigumarkaði
Auka hlutdeild á leigumarkaði Fyrirtæki hafa tvöfaldað hlutdeild sína sem leigusalar frá árinu 2011.

Hlutur fyrirtækja sem leigusalar á leigumarkaði hefur farið verulega vaxandi og hefur umfang þeirra á markaðnum tvöfaldast frá árinu 2011. Einstaklingar eru enn sem komið er umsvifamestir á markaðnum en hlutdeild þeirra hefur dregist verulega saman á sama árafjölda.

Þetta kemur fram í gögnum frá Þjóðskrá Íslands sem Íbúðalánasjóður vekur athygli á. Árið 2011 voru 73 prósent íbúðarhúsnæðis sem var í útleigu í eigu einstaklinga. Nú, sjö árum síðar, er það hlutfall komið niður í 57 prósent. Fyrirtæki áttu 21 prósent leiguhúsnæðis árið 2011 en eiga nú 41 prósent. Hlutfall fjármálastofnana hefur dregist talsvert saman, árið 2011 voru fjármálastofnanir 7 prósent leigusala en eru nú 2 prósent.  

Gögn Þjóðskrár ná þó ekki til allra leigusamninga. Þannig var samningum um félagslegar íbúðir, samningum þar sem herbergjafjöldi er óþekktur og samningum þar sem aðeins hluti íbúðar var í útleigu á tímabilinum sem er undir fyrir árið 2018 sleppt. Úrvinnslan fyrir árið 2018 byggir á 5.622 leigusamningum sem þinglýst var á tímabilinu 30. júní til og með 31. júlí 2018.

Í síðustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs kom fram að hlutdeild fyrirtækja í íbúðakaupum fer minnkandi. Hlutdeild fyrirtækja sem leigusala tók stökk milli áranna 2016 og 2017 þegar hún fór úr 31 prósenti í 40 prósent. Íbúðakaup fyrirtækja höfðu þó áður aukist, sérstaklega í Reykjavík, en milli áranna 2013 og 2017 stóðu fyrirtæki á bak við 17 prósent allra íbúðakaupa á því svæði. Á fyrri hluta þessa árs var það hlutfall hins vegar ekki nema um 10 prósent.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu