Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Miðflokkurinn tapaði 16 milljónum í fyrra

Rekst­ur Mið­flokks­ins var nei­kvæð­ur um 16 millj­ón­ir króna ár­ið 2017 sam­kvæmt árs­reikn­ingi. Flokk­ur­inn skuld­aði rúm­ar 17 millj­ón­ir í árs­lok og eig­ið fé var nei­kvætt um 16 millj­ón­ir króna. Flokk­ur­inn fékk 3 millj­ón­ir úr rík­is­sjóði í fyrra en fær 71,5 í ár eft­ir hækk­un á fram­lög­um til stjórn­mála­flokka.

Miðflokkurinn tapaði 16 milljónum í fyrra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Miðflokkurinn fékkt tæp 11% atkvæða í þingkosningunum 2017. Mynd: Pressphotos

Miðflokkurinn tapaði 16 milljónum króna á árinu 2017, samkvæmt útdrætti úr ársreikningi sem Ríkisendurskoðun hefur birt. Skuldir flokksins voru um 17 milljónir króna í árslok 2017 og eigið fé neikvætt um 16 milljónir.

Miðflokkurinn var formlega stofnaður í fyrra og hlaut framboðið tæp 11 prósent atkvæða í Alþingiskosningunum 2017. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, fór fyrir stofnun flokksins eftir að hann gekk úr Framsóknarflokknum í kjölfar uppljóstrana sem fram komu í Panamskjölunum.

Rekstur flokksins kostaði alls 27,5 milljónir á árinu, en tekjur hans námu 11,8 milljónum króna í formi framlaga lögaðila og einstaklinga, auk ríkisframlaga.

Miðflokkurinn fær 71,5 milljón frá ríkissjóði í ár

Lögaðilar styrktu flokkinn um tæpar 7 milljónir króna á árinu. Fyrirtækin Brim, Tandraberg, Óshöfði, Kvika banki, Thorfish, Síminn, HB Grandi og Hafblik styrktu öll flokkinn um 400 þúsund krónur hvert. Fyrirtæki í sjávarútvegi voru áberandi í hópi styrktaraðila, en einstaklingar styrktu einnig flokkinn um tæpar 2 milljónir króna samtals með framlögum upp á 200 þúsund krónur eða minna á mann.

Loks fékk flokkurinn 3 milljónir króna frá ríkissjóði í kosningaframlag. Ljóst er að flokkurinn mun fá enn hærra framlag frá ríkinu í ár, þar sem fjárframlög til flokkanna á Alþingi voru hækkuð um 127% um áramótin. Mun Miðflokkurinn fá 71,5 milljón króna í slík framlög á árinu 2018.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármál stjórnmálaflokka

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár