Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Miðflokkurinn tapaði 16 milljónum í fyrra

Rekst­ur Mið­flokks­ins var nei­kvæð­ur um 16 millj­ón­ir króna ár­ið 2017 sam­kvæmt árs­reikn­ingi. Flokk­ur­inn skuld­aði rúm­ar 17 millj­ón­ir í árs­lok og eig­ið fé var nei­kvætt um 16 millj­ón­ir króna. Flokk­ur­inn fékk 3 millj­ón­ir úr rík­is­sjóði í fyrra en fær 71,5 í ár eft­ir hækk­un á fram­lög­um til stjórn­mála­flokka.

Miðflokkurinn tapaði 16 milljónum í fyrra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Miðflokkurinn fékkt tæp 11% atkvæða í þingkosningunum 2017. Mynd: Pressphotos

Miðflokkurinn tapaði 16 milljónum króna á árinu 2017, samkvæmt útdrætti úr ársreikningi sem Ríkisendurskoðun hefur birt. Skuldir flokksins voru um 17 milljónir króna í árslok 2017 og eigið fé neikvætt um 16 milljónir.

Miðflokkurinn var formlega stofnaður í fyrra og hlaut framboðið tæp 11 prósent atkvæða í Alþingiskosningunum 2017. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, fór fyrir stofnun flokksins eftir að hann gekk úr Framsóknarflokknum í kjölfar uppljóstrana sem fram komu í Panamskjölunum.

Rekstur flokksins kostaði alls 27,5 milljónir á árinu, en tekjur hans námu 11,8 milljónum króna í formi framlaga lögaðila og einstaklinga, auk ríkisframlaga.

Miðflokkurinn fær 71,5 milljón frá ríkissjóði í ár

Lögaðilar styrktu flokkinn um tæpar 7 milljónir króna á árinu. Fyrirtækin Brim, Tandraberg, Óshöfði, Kvika banki, Thorfish, Síminn, HB Grandi og Hafblik styrktu öll flokkinn um 400 þúsund krónur hvert. Fyrirtæki í sjávarútvegi voru áberandi í hópi styrktaraðila, en einstaklingar styrktu einnig flokkinn um tæpar 2 milljónir króna samtals með framlögum upp á 200 þúsund krónur eða minna á mann.

Loks fékk flokkurinn 3 milljónir króna frá ríkissjóði í kosningaframlag. Ljóst er að flokkurinn mun fá enn hærra framlag frá ríkinu í ár, þar sem fjárframlög til flokkanna á Alþingi voru hækkuð um 127% um áramótin. Mun Miðflokkurinn fá 71,5 milljón króna í slík framlög á árinu 2018.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármál stjórnmálaflokka

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu