Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Drífa gefur kost á sér sem forseti ASÍ

Seg­ir verk­efn­ið vera að auka lífs­gæði hinna mörgu og stemma stigu við græðgi hinna fáu.

Drífa gefur kost á sér sem forseti ASÍ

Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi framkvæmdastjóri og varaþingmaður Vinstri grænna, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem forseti Alþýðusambands Íslands ASÍ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Drífa hefur birt á Facebook-síðu sinni. Kosið verður í embætti forseta á þingi ASÍ sem haldið verður 24.-26. október næstkomandi.

Í yfirlýsingu Drífu kemur fram að hallað hafi undan fæti í samfélaginu hér heima, sem og erlendis. „Græðgi er talin til kosta og auðurinn hefur safnast á fáar hendur,“ skrifar Drífa og segir grunnskilyrði góðs lífs undirseld spákaupmennsku. Verkalýðshreyfingin eigi í vök að verjast þegar komi að félagslegum undirboðum og réttindabrotum. Upplýsingum um lög, reglur og réttindi sé haldið frá fólki. Skattkerfið hafi verið sveigt í þágu hinna ríku, gegn vinnandi fólki.

„Okkar bíður það verkefni að auka lífsgæði hinna mörgu og stemma stigu við græðgi hinna fáu. Verkalýðshreyfingin er mikilvæg sem aldrei fyrr og hún má ekki bregðast á ögurstundu. Hér á landi starfar ein sterkasta verkalýðshreyfing heims og það er mikið ábyrgðahlutverk að ná að sameina hana um hag okkar allra. Það verður mikilvægasta verkefni næsta forseta ASÍ,“ skrifar Drífa og lýsir því yfir að hún gefi kost á sér í stól forseta.

Drífa sagði sig úr Vinstri grænum í nóvember síðastliðnum, sökum andstöðu við stjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Í pistli sem Drífa birti þá sagði hún að í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn myndu Vinstri græn neyðast til að verja ýmis konar óhæfu og mörkin í þeim efnum myndu færast til, líkt og í ofbeldissambandi.  „Þetta verður eins og að éta skít í heilt kjörtímabil, ef stjórnin endist svo lengi. Með ákvörðuninni um stjórnarviðræður setti flokkinn niður, trúverðugleikinn laskaðist verulega og vinstrið á Íslandi mun eiga erfitt uppdráttar næstu árin og áratugina.“

Drífa er þar með önnur til að gefa kost á sér í forsetastólinn en Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsgreinasambands á Austurlandi, hafði áður gefið út að hann gæfi kost á sér. 

Drífa tók við starfi framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins árið 2012 en starfaði áður meðal annars sem framkvæmdastjóri Vinstri grænna og Samtaka um kvennaathvarf. Hún er menntaður viðskiptafræðingur, með meistaragráðu í vinnurétti frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð en hún er einnig menntaður tækniteiknari. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár