Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Íslenskir aðdáendur vildu að Tommy kæmi í „óvænta heimsókn“ á eigin kostnað

Að­dá­end­ur Tommy Robin­son réttu hon­um sátta­hönd en bera tak­mark­að traust til hans. „Vinstri­menn eru sigri hrós­andi yf­ir því hvernig fór,“ seg­ir í bréfi af lok­uð­um spjall­hópi.

Íslenskir aðdáendur vildu að Tommy kæmi í „óvænta heimsókn“ á eigin kostnað

Sigurfreyr Jónasson, talsmaður Vakurs – samtaka um evrópska menningu, hafði samband við breska þjóðernissinnann og hægriöfgamanninn Tommy Robinson þann 25. maí síðastliðinn og stakk upp á því að Tommy kæmi í óvænta heimsókn til Íslands og stæði sjálfur straum af kostnaðinum. Þannig gæti Tommy bætt fyrir þann skaða sem hann olli með því að hætta við Íslandsför og fyrirlestur sem hann hugðist flytja hérlendis í sumarbyrjun.

Greint er frá þessu á lokuðum umræðuhópi íslenskra stuðningsmanna Tommy Robinson á Facebook. Þar er bréfið sem Sigurfreyr sendi Tommy og samstarfskonu hans birt í heild. „Ég þarf varla að segja þér að vinstrimenn eru sigri hrósandi yfir því hvernig fór með viðburðinn. En ekki er öll von úti. Það er til leið til að kippa þessu í lag,“ skrifar Sigurfreyr [bréfið er skrifað á ensku, þýðingin er blaðamanns].

Brýnt að styrkveitendur og sjálfboðaliðar fái að hitta Tommy

Bréfritari útskýrir hugmynd sína með eftirfarandi hætti:

Sigurfreyr Jónassonsendi Tommy Robinson bréf og bað hann um að bæta fyrir þann skaða sem hann olli með því að hætta við Íslandsförina.

„Þú gætir komið í sumar (seinni hluta júní, fyrri hluta júlí eða í ágúst, því fyrr því betra en þó ekki of snemma í júní) í „óvænta heimsókn“ til Íslands. Þú og þitt fólk gætuð komið, á eigin kostnað, í þrjá daga. Á fyrsta degi myndirðu veita þau viðtöl sem fyrirhuguð voru (myndbandsviðtal við DV og útvarpsviðtal á Harmageddon) og jafnvel eitt í viðbót sem ég gæti komið í kring. Á öðrum degi gætirðu flutt fyrirlesturinn, sem stóð til að yrði fluttur á ráðstefnunni, með beinu streymi á Facebook og Twitter sem yrði tilkynntur í fjölmiðlaviðtölunum daginn áður og auglýstur á Facebook. Og á þriðja degi gætirðu hitt fólkið sem veitti fjárstyrki og varði tíma sínum í sjálfboðavinnu vegna viðburðar sem aldrei varð að veruleika.“

Sigurfreyr segir að Tommy Robinson þyrfti einvörðungu að greiða fyrir hótelgistingu, framfærslu og flug frá Lúton. Vakur geti útvegað bílstjóra og „með því að leigja ekki ráðstefnusal heldur aðeins streyma ræðunni á netinu gætum við sparað umtalsverðar fjárhæðir“. Tekur hann fram að kostað hafi 462 þúsund krónur að leigja salinn á Grand Hótel. 

Enginn myndi auglýsa Tommy

Tommy Robinson olli aðdáendum sínum miklum vonbrigðum þegar hann afboðaði komu sína til Íslands fyrirvaralaust þann 16. maí síðastliðinn. Aðstoðarmaður Tommys greindi Sigurfrey frá því að Tommy kæmi ekki vegna dauðsfalls í fjölskyldunni. „Ég vil vita hver dó,“ sagði þá Sigurfreyr í viðtali við DV eftir að hafa beðið eftir Tommy í tvo klukkutíma á Keflavíkurflugvelli. 

„Ég vil vita hver dó“

Svo virðist sem sárin hafi ekki gróið til fulls. Að minnsta kosti ber Sigurfreyr afar takmarkað traust til Tommys og skrifar: „Heimsóknin yrði ekki auglýst fyrirfram. Enginn vill gera það ef þú skyldir aftur hætta við að koma. Hins vegar er ljóst að um leið og þú kemur til landsins mun fiskisagan fljúga. Með þessu gætum við endurheimt traust og þú gætir gert bragarbót á sambandi þínu við aðdáendahóp þinn hér á Íslandi. Þetta gæti einnig bætt fyrir þann skaða sem atburðir síðustu missera hafa haft á þau jákvæðu áhrif sem heimsóknir Roberts Spencer og Christine Williams höfðu á Íslandi, þótt því miður hafi heimsóknirnar orðið þeim báðum dýrkeyptar eins og þú hlýtur að vita.“ Vísar þar Sigurfreyr líklega til ásakana um að eitrað hafi verið fyrir afturhaldsmanninum Roberti Spencer á Íslandi. 

Tommy losnaði úr fangelsi

Talsmaður Vakurs hvetur Tommy Robinson til að íhuga alvarlega þær hugmyndir sem eru settar fram í bréfinu. „Við verðum að taka á þessu með faglegum hætti, halda áfram og snúa vörn í sókn.“ 

Tommy hefur gegnt forystuhlutverki í þjóðernissamtökunum The English Defence League, var um tíma varaformaður Breska frelsisflokksins og nýtur mikillar virðingar meðal rasista, múslimahatara og hægriróttæklinga í Evrópu og Bandaríkjunum. 

Tommy Robinson losnaði úr fangesi í gær þegar áfrýjundardómstóll úrskurðaði um að annmarkar hefðu verið á málsmeðferðinni þegar hann var dæmdur til þrettán mánaða fangelsisvistar fyrir að taka myndir af sakborningum í kynferðisbrotamálum og lítilsvirða þannig breskan dómstól. Áður hefur Tommy setið í fangelsi fyrir fjársvik og að villa á sér heimildir en jafnframt verið dæmdur til að sinna samfélagsþjónustu vegna ógnandi hegðunar eftir íþróttaviðburð í heimabæ sínum, Luton, þar sem Tommy hefur rekið ljósabekkjastofu.

Nú, þegar Tommy er frjáls ferða sinna, ætlar Vakur að ítreka boð sitt til hans. „Látum ykkur vita hvað kemur út úr því,“ segir talsmaður Vakurs á lokaða spjallhópnum. „Heimsókn Tommy Robinson til Íslands er ekki lokið enn. Bara fyrri hálfleikur búinn.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
1
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
3
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár