Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Íslenskir aðdáendur vildu að Tommy kæmi í „óvænta heimsókn“ á eigin kostnað

Að­dá­end­ur Tommy Robin­son réttu hon­um sátta­hönd en bera tak­mark­að traust til hans. „Vinstri­menn eru sigri hrós­andi yf­ir því hvernig fór,“ seg­ir í bréfi af lok­uð­um spjall­hópi.

Íslenskir aðdáendur vildu að Tommy kæmi í „óvænta heimsókn“ á eigin kostnað

Sigurfreyr Jónasson, talsmaður Vakurs – samtaka um evrópska menningu, hafði samband við breska þjóðernissinnann og hægriöfgamanninn Tommy Robinson þann 25. maí síðastliðinn og stakk upp á því að Tommy kæmi í óvænta heimsókn til Íslands og stæði sjálfur straum af kostnaðinum. Þannig gæti Tommy bætt fyrir þann skaða sem hann olli með því að hætta við Íslandsför og fyrirlestur sem hann hugðist flytja hérlendis í sumarbyrjun.

Greint er frá þessu á lokuðum umræðuhópi íslenskra stuðningsmanna Tommy Robinson á Facebook. Þar er bréfið sem Sigurfreyr sendi Tommy og samstarfskonu hans birt í heild. „Ég þarf varla að segja þér að vinstrimenn eru sigri hrósandi yfir því hvernig fór með viðburðinn. En ekki er öll von úti. Það er til leið til að kippa þessu í lag,“ skrifar Sigurfreyr [bréfið er skrifað á ensku, þýðingin er blaðamanns].

Brýnt að styrkveitendur og sjálfboðaliðar fái að hitta Tommy

Bréfritari útskýrir hugmynd sína með eftirfarandi hætti:

Sigurfreyr Jónassonsendi Tommy Robinson bréf og bað hann um að bæta fyrir þann skaða sem hann olli með því að hætta við Íslandsförina.

„Þú gætir komið í sumar (seinni hluta júní, fyrri hluta júlí eða í ágúst, því fyrr því betra en þó ekki of snemma í júní) í „óvænta heimsókn“ til Íslands. Þú og þitt fólk gætuð komið, á eigin kostnað, í þrjá daga. Á fyrsta degi myndirðu veita þau viðtöl sem fyrirhuguð voru (myndbandsviðtal við DV og útvarpsviðtal á Harmageddon) og jafnvel eitt í viðbót sem ég gæti komið í kring. Á öðrum degi gætirðu flutt fyrirlesturinn, sem stóð til að yrði fluttur á ráðstefnunni, með beinu streymi á Facebook og Twitter sem yrði tilkynntur í fjölmiðlaviðtölunum daginn áður og auglýstur á Facebook. Og á þriðja degi gætirðu hitt fólkið sem veitti fjárstyrki og varði tíma sínum í sjálfboðavinnu vegna viðburðar sem aldrei varð að veruleika.“

Sigurfreyr segir að Tommy Robinson þyrfti einvörðungu að greiða fyrir hótelgistingu, framfærslu og flug frá Lúton. Vakur geti útvegað bílstjóra og „með því að leigja ekki ráðstefnusal heldur aðeins streyma ræðunni á netinu gætum við sparað umtalsverðar fjárhæðir“. Tekur hann fram að kostað hafi 462 þúsund krónur að leigja salinn á Grand Hótel. 

Enginn myndi auglýsa Tommy

Tommy Robinson olli aðdáendum sínum miklum vonbrigðum þegar hann afboðaði komu sína til Íslands fyrirvaralaust þann 16. maí síðastliðinn. Aðstoðarmaður Tommys greindi Sigurfrey frá því að Tommy kæmi ekki vegna dauðsfalls í fjölskyldunni. „Ég vil vita hver dó,“ sagði þá Sigurfreyr í viðtali við DV eftir að hafa beðið eftir Tommy í tvo klukkutíma á Keflavíkurflugvelli. 

„Ég vil vita hver dó“

Svo virðist sem sárin hafi ekki gróið til fulls. Að minnsta kosti ber Sigurfreyr afar takmarkað traust til Tommys og skrifar: „Heimsóknin yrði ekki auglýst fyrirfram. Enginn vill gera það ef þú skyldir aftur hætta við að koma. Hins vegar er ljóst að um leið og þú kemur til landsins mun fiskisagan fljúga. Með þessu gætum við endurheimt traust og þú gætir gert bragarbót á sambandi þínu við aðdáendahóp þinn hér á Íslandi. Þetta gæti einnig bætt fyrir þann skaða sem atburðir síðustu missera hafa haft á þau jákvæðu áhrif sem heimsóknir Roberts Spencer og Christine Williams höfðu á Íslandi, þótt því miður hafi heimsóknirnar orðið þeim báðum dýrkeyptar eins og þú hlýtur að vita.“ Vísar þar Sigurfreyr líklega til ásakana um að eitrað hafi verið fyrir afturhaldsmanninum Roberti Spencer á Íslandi. 

Tommy losnaði úr fangelsi

Talsmaður Vakurs hvetur Tommy Robinson til að íhuga alvarlega þær hugmyndir sem eru settar fram í bréfinu. „Við verðum að taka á þessu með faglegum hætti, halda áfram og snúa vörn í sókn.“ 

Tommy hefur gegnt forystuhlutverki í þjóðernissamtökunum The English Defence League, var um tíma varaformaður Breska frelsisflokksins og nýtur mikillar virðingar meðal rasista, múslimahatara og hægriróttæklinga í Evrópu og Bandaríkjunum. 

Tommy Robinson losnaði úr fangesi í gær þegar áfrýjundardómstóll úrskurðaði um að annmarkar hefðu verið á málsmeðferðinni þegar hann var dæmdur til þrettán mánaða fangelsisvistar fyrir að taka myndir af sakborningum í kynferðisbrotamálum og lítilsvirða þannig breskan dómstól. Áður hefur Tommy setið í fangelsi fyrir fjársvik og að villa á sér heimildir en jafnframt verið dæmdur til að sinna samfélagsþjónustu vegna ógnandi hegðunar eftir íþróttaviðburð í heimabæ sínum, Luton, þar sem Tommy hefur rekið ljósabekkjastofu.

Nú, þegar Tommy er frjáls ferða sinna, ætlar Vakur að ítreka boð sitt til hans. „Látum ykkur vita hvað kemur út úr því,“ segir talsmaður Vakurs á lokaða spjallhópnum. „Heimsókn Tommy Robinson til Íslands er ekki lokið enn. Bara fyrri hálfleikur búinn.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár