Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Guðmundur talinn „sjálfum sér samkvæmur“ en hugsanlegt að „fjölskyldan hafi talað sig saman um málsatvik“

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­ness tel­ur að „nokk­ur lík­indi“ hafi ver­ið færð að sekt stuðn­ings­full­trú­ans en ákæru­vald­inu hafi ekki „lánast sú sönn­un“. Rétt­ar­gæslu­mað­ur brota­þola hafði aldrei séð dag­bæk­ur sem lagð­ar voru fram.

Guðmundur talinn „sjálfum sér samkvæmur“ en hugsanlegt að „fjölskyldan hafi talað sig saman um málsatvik“
Sýknaður í kynferðisbrotamáli Guðmundur Ellert vann sem stuðningsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg.

Héraðsdómur Reykjaness telur ekki útilokað að fjölskylda tveggja barna sem sögðu frá meintu kynferðisofbeldi Guðmundar Ellerts Björnssonar, fyrrverandi stuðningsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg, hafi „að einhverju leyti talað sig saman um málsatvik“. Þetta kemur fram í sýknudóminum sem kveðinn var upp á mánudag.

Ýmis gögn málsins og langur aðdragandi þess þóttu veikja málstað ákæruvaldsins og var niðurstaðan sú að ekki teldist fullsannað að Guðmundur hefði framið brotin sem honum voru gefin að sök. Hins vegar hefðu „nokkur líkindi“ verið færð að sekt hans. 

„Að mati dómsins hefur ákæruvaldinu ekki lánast sú sönnun í þessu tilviki,“ segir á einum stað í dóminum. Kemur þrisvar sinnum fram að dómurinn telji „líkindi“ og „nokkur líkindi“ hafa verið færð að sekt Guðmundar.

Hins vegar standi orð gegn orði um það sem máli skipti og fyrirliggjandi sönnunargögn nægi ekki til að slá því föstu með óyggjandi hætti að Guðmundur sé sekur. Því sé dómaranum „skylt að sýkna“ ákærða.

Lágu saman „líkt og kærustupar“ 

Í máli eins barnanna er tiltekið sérstaklega að brotaþoli hafi fyrst sagt móður sinni frá meintu kynferðisofbeldi árið 2012 en ekki fengið neina aðstoð vegna ofbeldisins og afleiðinga þess fyrr en árið 2015. Leggur dómurinn áherslu á að undirbúningur að kæru á hendur ákærða hafi staðið í töluverðan tíma áður en kæra var lögð fram til lögreglu.

„Allt þetta telur dómurinn til þess fallið að draga úr trúverðugleika framburðar brotaþola og ættingja hans í málinu, ljóst sé að umræða um málið hafi átt sér stað í fjölskyldunni töluverðan tíma áður en rannsókn lögreglu hófst og því ekki loku fyrir það skotið að fjölskyldan hafi sammælst eitthvað um framburð sinn í málinu,“ segir í dóminum. 

Héraðsdómi Reykjaness þótti Guðmundur Ellert vera „sjálfum sér samkvæmur og út af fyrir sig ekki ótrúverðugur“ í málsvörn sinni. 

Guðmundur viðurkenndi að hafa margsinnis deilt rúmi með börnum sem gistu hjá honum og sofið undir sömu sæng og eitt barnið í útilegu. Gaf hann þær skýringar að ekki hefði verið öðrum svefnstöðum til að dreifa og að aukasæng hefði gleymst í útilegunni.

Eitt vitnið lýsti því hvernig Guðmundur hefði „legið á hliðinni með drenginn við hlið sér‚ líkt og kærustupar“ en sagðist ekki vita til þess að Guðmundur bryti gegn börnum sem gistu hjá honum. 

Réttargæslumaðurinn hafði aldrei séð dagbækurnar

Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður tveggja brotaþolanna, var kallaður í vitnastúku að kröfu verjanda Guðmundar. Tilefnið var að haft var eftir móður brotaþola í upplýsingaskýrslu lögreglu að Sævar Þór hefði „bannað“ sér að afhenda lögreglu dagbækur sem hún kvaðst eiga í fórum sínum. Sævar hefði sjálfur ætlað að afhenda dagbækurnar, og þegar þær bárust lögreglu viku síðar hefði verið búið að rífa flestar blaðsíðurnar úr þeim. 

Sævar Þór Jónssonréttargæslumaður tveggja brotaþola

Sævar Þór neitaði því að hafa bannað vitninu að afhenda dagbækurnar og sagðist aldrei hafa séð þær. Umræddar dagbækur voru lagðar fyrir réttinn og vantaði þar flestar blaðsíðurnar. 

Er dagbókunum lýst með eftirfarandi hætti í dóminum:

„Merkt hefur verið með áherslupenna við nokkrar athugasemdir í þessum bókum, þar sem fram kemur að brotaþoli hafi farið til ákærða eða ákærði komið til fjölskyldunnar. Samkvæmt því sem þar má sjá fór brotaþoli til ákærða þrisvar árið 2005, þrisvar árið 2008 og einu sinni árið 2009. Auk þessa liggur fyrir ljósrit úr dagbók móður brotaþola fyrir 2. mars, en ekki kemur fram hvaða ár. Er þar fært inn að þann dag hafi brotaþoli tjáð móður sinni frá meintum brotum ákærða gegn sér.“

Vandmeðfarnar dagbækur

Fram kemur að í málinu liggi fyrir „skrifleg frásögn móður brotaþola af atvikum 2. mars 2012, rituð að beiðni lögfræðings í október 2016“. Hins vegar kannist Sævar Þór ekki við „að hafa haft frumkvæði að gerð utanréttarvottorðs sem liggur fyrir í málinu undirritað af móður brotaþola“. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar fór annar lögfræðingur með málið á þeim tíma, en fjölskyldan leitaði síðar til Sævars.

Um vitnisburð móður brotaþolanna segir meðal annars: „Aðspurð hvort það væri rétt sem kemur fram í rannsóknarskýrslu lögreglu að réttargæslumaður barna hennar hefði bannað vitninu að afhenda lögreglu dagbækur, sem hún hafði nefnt við lögreglu, kvaðst vitnið hafa verið í sorg vegna andláts [...] þegar þetta var og hún hefði sagt þetta við lögregluna til þess að losna við hana úr símanum. Hún hefði síðar beðið [...] og B, [...], að fara með bækurnar til Z, samstarfsmanns réttargæslumannsins. Hún hefði sjálf rifið blöð úr dagbókunum, sem hefðu að geyma persónuleg atriði.“ 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem dagbókarskrif eru talin veikja málstað brotaþola og ákæruvaldsins í kynferðisbrotamálum, en árið 2012 kvað Hæstiréttur upp sýknudóm þar sem framburður brotaþola var, meðal annars í ljósi dagbókarskrifa, ekki talinn eiga sér slíkar stoðir að hann nægði, gegn eindreginni neitun ákærða, til þess að ákæruvaldið hefði axlað sönnunarbyrði sína. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár